Bara ef fleira breyttist.

Samvinnuhreyfingin var hugsjónahreyfing umbótasinnaðra manna og Framsóknarflokkurinn var það líka í upphafi ferils síns.

Stefna Framsóknarmanna var skynsamleg og nauðsynleg á þeim tímum þegar fasismi og nasismi sem stefndu á stríð og kynþáttakúgun voru á aðra höndina og kúgun, ófrelsi og mannfórnir kommúnismans á hina. Hinn óhefti kapítalismi beið skipbrot í Bandaríkjunum og var ekki fýsileg lausn.

En fljótlega eftir að Framsóknarmenn komust í valdaaðstöðu sem var langt umfram fylgi þeirra vegna ranglátrar kjördæmaskipunar seig á ógæfuhlið hjá flokknum.

Í svonefndri þjóðstjórn 1939 kom í ljós að sterkir sameiginlegir hagsmunir kölluðu á myndun þess sem síðar kom betur fram í helmingaskiptastjórnunum 1950-56, 1974-78 og 1983-1987.

Ég er fús til að játa það að allt frá því ég fór að fylgjast með stjórnmálum um 1950 langaði mig til að kjósa heilbrigðan og umbótasinnaðan miðjuflokk.

Ég var að miklu leyti framsóknarmaður í hjarta mínu en gat ekki kosið flokkinn með þessu góða nafni vegna þeirrar spillingarlyktar sem ávallt var af honum.

Nú er flokkurinn góðu heilli að skipta út forystunni bæði á landsvettvangi og vettvangi borgarinnar en nú er það stóriðjustefnan sem heldur áfram velli og færist jafnvel í aukana ef eitthvað er.

Bara ef fleira breyttist en forysta flokksins.


mbl.is Einar sigraði Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað eiga fasismi, nasismi og Al Gore sameiginlegt?

Daunillir fjölmiðlar

Gullvagninn (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 21:41

2 Smámynd: Offari

Nú held ég að upprisa framsóknarflokksins sé í vændum. Hver sagði að dauðir gætu ekki risið upp aftur?

Offari, 28.11.2009 kl. 22:10

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það eru fleiri en ég heimilislausir um þessar mundir.

Freyja, lagið hans Magnúsar sem hann flytur ásamt Fjallabræðrum hefur merkilegri boðskap en litprentaðir kosningabæklingar auglýsingastofanna.

Sigurður Þórðarson, 28.11.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband