Þarf að taka tillit til lítillar sólarhæðar og kulda á Íslandi.

Sól er 25 gráðum lægra á lofti í Reykjavík en í helstu borgum á austurströnd Bandaríkjanna og í Suður-Evrópu og 15 gráðum lægri en í borgum norðar á meginlandi Evrópu og meðalhitinn á sumrin í Reykjavík er 5 til 15 stigum lægri.  

Af þessu leiðir að skuggar af háum byggingum hafa miklu meiri áhrif í Reykjavík en í fyrrnefndum borgum. 

Þetta sést til dæmis vel þegar gengið er niður Laugaveg að sumarlagi og skoðað, hvar helst er útilíf á gangstéttinni sólarmegin.r Það er helst þar sem húsin hinum megin við götuna eru lægst og mikinn hluta sumarsins er bæði kalt og dimmt á meirihluta götunnar. 

Margir aðdáendur hárra bygginga sækja það fast að hækka hús og byggja háhýsi og helst að hafa hús sem allra hæst alls staðar.

En það má ekki gerast þannig að dýrmæt götusvæði í borginni verði deydd í kulda og rökkri.  


mbl.is Vilja ekki hærri turn en 16 hæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gríðarlegt tjón er staðreynd. Hver borgar?

Hið gríðarmikla tjón vegna efnahagsástandsins í Grikklandi verður einhver að borga. En allir færast undan því og aðildarþjóðir utan evrusambandsins eru eðlilega tregastar í taumi. 

Íbúar ESB utan Grikklands eru 98% af heildarmannfjölda sambandsins en íbúar Grikklands aðeins 2%.

Ef fjárhæðinni vegna vandans yrði skipt milli allra aðildarríkjanna í hlutfalli við mannfjölda væri von fyrir Grikki að komast út úr honum.

En þannig er það einfaldlega ekki, heldur er Grikkjum ætlað að taka á sig óheyrilegar kvaðir.

Nú má heyra á talsmönnum einstakra aðildarríkja að hver þeirra um sig vill ekki gera það sem til þarf til þess að Grikkir geti til frambúðar risið úr öskustónni.

Sú var tíð að Bretar voru bestu vinir Grikkja, sendu herlið til að hjálpa þeim þegar nasistar réðust á þá 1941 og studdu þá til þess að lenda undir járnhæl Stalíns í stríðslok.

En nú er öldin önnur þegar fjármálaráðherra Breta hafnar því að breskir skattborgarar láti fél í hjálp handa Grikkjum.

Hjálp Breta 1941 var aðeins vegna stórveldishagmuna þeirra og sama gilti í stríðslok.

Marshallaðstoð Bandaríkjamanna eftir Heimsstyrjöldina til handa þjóðunum í Evrópu sem báru ábyrgð á óheyrilegu tjóni styrjaldarnnar var óvenjulegt og sýnt var mikið örlæti en raunveruleg aðalástæða voru stórveldishagsmunir Bandaríkjamanna sem urðu að efla mótstöðu Vestur-Evrópuríkja gegn Sovétríkjunum.

Bretar standa utan evrusamstarfsins og sjá enga valdapólitíska ástæðu til að hjálpa Grikkjum.

Hver hugsar um sig og horfir skammt.     


mbl.is Vill ekki að breskt skattfé renni til Grikkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki veitir af, - en óþarfi að gera nýjan flugvöll.

Ekki veitir af að stækka flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og önnur mannvirki þar.

En sú röksemd Rögnunefndarinnar fyrir því að gera nýjan millilandaflugvöll í Hvassahrauni er fráleit. 

Þrátt fyrir mikla flugumferð um Keflavíkurflugvöll er hún minni en á sambærilegum flugvöllum erlendis og því þarf ekki að fjölga flugbrautum, heldur öðrum mannvirkjum í tengslum við völlinn. 

Og besti og ódýrasti staðurinn fyrir þau er auðvitað á sjálfu flugvallarsvæðinu, en ekki á nýjum stað þar sem þarf að gera nýjan flugvöll með öllum þeim viðbótartækjum og tólum sem þarf til að slíkur völlur sé nothæfur. 

Hugmyndin um að gera nýjan flugvöll í Hvassahrauni vegna aukin fjölda fólks í flugi er svona álíka viturleg eins og að reisa nýja borg 20 kílómetra frá Reykjavík, af því að það þurfi hvort eð er reisa hús fyrir þann fjölda fólks, sem mun annars bætast við borgarbyggðina á svæðinu frá Völlunum í Hafnarfirði upp í Grafarvog. 

 


mbl.is Stækka flugstöðina um 8.700 fermetra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júlí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband