Athyglisverður munur á íslensku og norrænu ástandi.

Í viðtali í Speglinum á RUV í kvöldl við þrjá reynslubolta af vettvangi vinnumarkaðarins hér á landi í kjölfar viðtala í Speglinum við norrænt kunnáttufólk um kjaramál hjá frændþjóðum okkar, blasir við ástandið hér á landi er hvort tveggja í senn, gerólíkt og miklu verra en á hinum Norðurlöndunum og einnig ríkir miklu meiri sundrung og ringulreið hér en hefur verið í marga áratugi. 

Að því leyti er það rétt hjá Bjarna Benediktssyni að erfitt er fyrir ríkisstjórnina að reyna að greiða úr þessari flækju og þar ber forystufólkið sjálft á vinnumarkaðnum mikla ábyrgð. 

Ein ástæðan fyrir því, hvernig komið er, er sú að nær allir kjarasamningar eru útrunnir og lausir á sama tíma.

Í slíku ástandi hefði verið upplagt að launþegahreyfingarnar nýttu sér reynsluna á Norðurlöndum og stæðu að heildarlausn, þar sem fyrst yrði samið á samkeppnismarkaðnum og síðan á opinbera markaðnum. 

En því hefur alls ekki verið að heilsa. Hér hefur stór hluti félaganna á samkeppnismarkaðnum enn ekki aðhafst, en á hinn bóginn skollin á verkföll hjá opinberum starfsmönnum í BHM.

En einnig má álykta sem svo að fyrst ástandið er erfiðara og flóknara en verið hefur í áratugi, beri ríkisstjórninni enn meiri skylda en ella til að leggja sitt af mörkum við að beina málinu í sem skástan farveg. 

 


mbl.is Kjaramálin brunnu á þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Það skyldi þó aldrei vera að flokkspólitíkin sé sett ofar þjóðarhagsmunum. 

Sigurður Þorsteinsson, 11.5.2015 kl. 22:01

2 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það er athyglisvert að hlusta á áróðurinn um að vinstri flokkarnir hafi einhver áhrif í þessari verkfallshrinu. Þessi hreyfing hefur ekki notað verkfallsvopnin í nær 30 ár.
 
T.a.m. hafa ekki verið verkföll í landinu hjá ASÍ félögunum frá 1987 Engin verkföll allan ráðherratíma Davíðs Oddssonar. Formaður Starfgreinasambandsins Björn Snæbjörnsson er framsóknarmaður.

Formaður Verkalýðsfélags Akranes, Vilhjálmur Birgisson er óflokksbundinn og það sama má segja um Aðalstein á Húsavík eftir því sem ég best veit.

En sögulega séð hefur verkalýðshreyfingin verið miklu harðari á tímum þegar ,,A" flokkarnir hafa verið í ríkisstjórnum. 

Kristbjörn Árnason, 11.5.2015 kl. 22:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það lýsir sérkennilegri tilhneigingu til samsæriskenninga að segja annars vegar í mörgum bloggpistlum daglega að Samfylkingin sé ónýtur flokkur með aðeins 12,9% fylgi í síðustu kosningum og hins vegar að hún ráði öllum í smáu og stóru um það að oddvitar stjórnarflokkanna njóta eindæma lítils trausts í skoðanakönnunum. 

Að það hafi verið hin vonda Samfylking sem fékk fiskverkakonuna frá Granda til þess að gera braginn um það þegar umbunin til hennar í 5-7 milljarða króna hagnaði Granda skyldi vera einn íspinnni á meðan stjórnarmenn fyrirtækisins skömmtuðu sjálfum sér milljónir hver í kauphækkun fyrir setu á stjórnarfundum og eigendur fyrirtækisins skiptu með sé hundruðum milljóna hver í arðgreiðslum.

Ómar Ragnarsson, 12.5.2015 kl. 06:46

4 identicon

Allir vita að mörg þau réttindi sem verkafólk hefur í dag hafa fengist með verkföllum. Það er nóttúrlega alveg ljóst að við getum ekki borið okkur saman við hin norðurlöndin. Við hljótum þess vegna að þurfa að íhuga okkar stöðu. það hefur nú aldrei skort á samsæriskenningarnar hér á landi - hlustapi nú á eina fyrir stuttu. Sjálfstæðismenn hafa talið sig "eiga" VR en það er búið að "stela" því af þeim. Það gerði Samfylkingin.

En eru verföll í þeirri mynd sem þau birtast okkur um þessar mundir ekki bara tímaskekkja??

Bjarki (IP-tala skráð) 12.5.2015 kl. 08:28

5 identicon

Les að sjálfsögðu ekki alla bloggpistla en ég man ekki til að hafa séð að Samfylkingin sé með beinum hætti að plotta.  Hins vegar grunar marga að verkalýðsrekendur sem ýmist eru í Samfylkingunni eða kjósa hana eða aðra vinstri flokka sýti það ekki að gera vandamál ríkisttjórnarinnar sem allra verst (vegna þess hvaða flokkar eru þar á ferðinni) og séu e.t.v. ekki bara að hugsa um félgasmenn viðkomandi verkalýðsfélags (þetta er jafnvel frekar pent orðað um einhverja þeirra).

Á þessu tvennu er reginmunur.

ls (IP-tala skráð) 12.5.2015 kl. 09:13

6 identicon

Pólitík er fyrir löngu dauð.

Menn þurfa bara að spyrja einfaldra spurninga.

Hér eru nokkrar:

1. Hvar lifa menn að jafnaði lengst?

2. Hvar er unbarnadauði minnstur?

3. Hvar lifa konur lengst?

4. Hvar hafa börn það best?

Og fyrir fáfróða má geta þess að Bandaríkin eru stundum á pari við vanþróuðu ríkin í þessum efnum.

Hins vegar er til staðra hálfrar aldar saga sem styður svarið við þessum spurningum.

Jóhann (IP-tala skráð) 13.5.2015 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband