21.3.2023 | 20:01
Nútímatækni ætti að auðvelda framkvæmd nýs kerfis bifreiðagjalda.
Framyfir síðustu aldamót var í gangi kerfi varðandi rekstur dísilbíla, sem byggðist á því að umráðamenn slíkra bíla héldu skriflega akstursdagbók, sem var grunnheimild um akstur þessara bíla.
Miðað við það, hve tækninni hefur fleygt fram síðan, ætti að vera auðvelt að búa til kerfi nú, sem gæti verið grunnur að sanngjarnri lausn á kerfi með kílómetragjaldi á akstur.
Nauðsynin er brýn, því að afar miklu skiptir að nýtt kerfi auðveldi fólki að velja sér farartæki til eignar.
![]() |
FÍB vill að allir greiði kílómetragjald |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2023 | 15:27
Endalaust rugl með "hjólbarða."
Byrjum strax á staðreyndum: Á flestum bílum eru fjögur hjól, sem eru samsett úr tveimur meginhlutum; felgu og hjólbarða. Við ásetningu er hjólbarðanum smellt á felguna og síðan er lofti dælt í barðann.
Endalaust rugl virðist vera í gangi varðandi þetta einfalda atriði, þegar kemur að frásögnum af því þegar hjól losna undan bílum.
Virðist vera orðin nokkurs konar málvenja að hjól detti ekki undan bílnum, heldur bara hjólbarðar.
Í yfirgnæfandi fjölda tilfella er það hins vegar ekki raunin, heldur er algengast að felugrær losni, eða að hjólabúnaðurinn sjálfur losni eða brotni.
Sé raunin sú, er réttast að segja að hjól hafi losnað undan bílum. Í viðtengdri frétt á mbl.is er að vísu ekki farið nákvæmlega í saumana á atvikinu, sem er tilefni þessa pistils, en mun líklegra verður að telja, að felga og hjólbarði hafi fylgst að.
![]() |
Umferðaróhapp er hjólbarði losnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrstí þjóðgarður heims, Yellowstone í Bandaríkjunum, var stofnaður fyrir næstum einni og hálfri öld. Síðan þá hefur orðið til sérstök alríkisþjóðgarðsstofnun vestra sem flestir helstu þjóðgarðarnir falla undir.
Stjórn og innviðir þessara garða miðast við það að þetta séu heimsgersemar og til sóma fyrir Bandarikin á alla lund. Á það ekki síst við um alla umgengni og vernd náttúruverðmæta.
Á vönduðum náttúrupassa, aðgangskorti, með tilheyrandi upplýsingum og leiðbeiningum er ritað stórum stöfum: "Proud partner" þ.e. "stoltur þátttakandi. Þótt þjóðgarðarnir séu í einstökum ríkjum Bandaríkjanna, njóta "heimamenn" engra sérréttinda, enda um heimsgersemar að ræða .
Svona er þetta nú í þessu "landi frelsisins."
Þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir ýjaði að því sem ráðherra ferðamála 2014, að við Íslendingar lærðum af hinni miklu og löngu reynslu Bandaríkjamanna, brá hins vegar svo við, að hún og orð hennar voru úthrópuð með upphrópunum eins og "auðmýking" og "niðurlæging."
Kröfur heyrðust um að svona gjald yrði ekki lagt á "heimamenn", þ.e. Íslendinga , heldur aðeins útlendinga.
![]() |
Frjáls för almennings heft með gjaldtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2023 | 11:20
Stefnir í verra græðgisástand en var fyrir covid.
Ekkert lát er á græðgisbylgjunni, sem knýr áfram svipað ófremdarástand í ferðaþjónustunni og sjá má á öðrum sviðum, svo sem í hrikalegum fyrirætlunum um margföldun virkjana og sjókvíaeldis.
Senn er liðinn áratugur síðan bryddað var upp á því að koma skikki á ferðamálin með því að kynna okkur reynslu annarra þjóða ens og Bandaríkjamana af þessum málum.
En slíkar vangaveltur voru snarlega kaffærðar og í staðinn vaðið áfram með æðibungugangi, sem nú hefur fengið nýjan byr í seglin.
![]() |
Óafturkræfar skemmdir á Mýrdalssandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2023 | 18:08
"Landsins forni fjandi" er til margs vís.
Hafísinn við Ísland er fyrirbæri sem enn verður að hafa gát á, þótt loftslag kunni að hlýna.
Meginástæða ólíkindanna, sem ísinn á til að sýna, er sú, að vegna snúnings jarðar, hrekur mikill vindur ísinn ekki beint áfram, heldur sveigist rekleið hans til hægr.
Þótt ætla megi í fljótu bragði að mikil norðaustanátt hreki ísinn helst að landi okkar, beinir hún ísnum þvert á móti ákveðið í sömu átt suður Grænlandssund og Grænlandshaf og heppilegt getur talist, sé ísinn mikill á annað borð.
Verst er, þegar miklar, langar og hvassar suðvestanáttir ríkja á leið íssins um Grænlandssund.
Þá beinir vindurinn ísnum til hægri á leið hans, þ. e. til austurs, jafnvel meðfram Norðurlandi, jafnvel með aðstoð þeirrar greinar Golfstraumsins, sem kemst þá leið upp að suðvesturströndinni.
![]() |
Landsins forni fjandi talinn varasamur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2023 | 01:02
"...hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur."
Nútíma bardagaíþróttir virðast geta byggt brú á milli þeirra tíma þegar bardagalist litaði Íslendingasögurnar og þeirra nýju tíma, þar sem komið gætu fram íslenskir afreksmenn gætu gert garðinn frægan.
Síðuhafi fylgdist vel með því, hve mikill yfirburða íþróttamaður blundaði í Jóni Páli Sigmarssyni hér um árið, og er nokkuð viss um það, að hefði Jón Páll frá upphafi stundað atvinnuhnefaleika erlendis hefði hann getað orðið yfirburða þungavigtarmaður í krafti stærðar, snerpu, hraða krafta og gríðarlegs úthalds auk hins rétta hugarfars frábærustu afreksmanna.
Í Íslendingasögunum áttum við okkar hetju í Gunnari á Hlíðarenda, sem gat stokkið hæð sína í öllum herklæðum - og eigi skemur aftur fyrir sig en áfram.
Í þeim efnum var hann þúsund árum á undan Fosbury þeim, sem gerbylti hástökkstækninni með sigri á Ólympiúleikunum í Mexíkó 1968.
"...lágum hlífur hulinn verndarkraftur / hólmanum þar sem Gunnar sneri aftur." orti Jónas um Gunnar á Hlíðarenda.
Gunnar Nelson skorar nú menn á hólm og fer mikinn, virðist búinn að ná sér heldur betur á strik, og er vonandi að á þeim hólma hlífi honum hulinn verndarkraftur.
![]() |
Gunnar vann Barberena |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
MiG er skammstöfun yfir heitið Mikoyan Gurevitsh sem hlaut heimsfrægð í upphafi Kóreustríðsins sem fyrsta orrustuþota Sovétríkanna með tegundarheitið MiG 15 og hrellti Bandaríkjamenn, gerði bulluhreyflavélarnar P-51 Mustang úreltar og þóttu hafa marga kosti fram yfir Sabreþoturnar, sem Bandaríkjamenn voru að taka í notkun. Myndin hér er af Mig 29.
Þær rússnesku voru mun léttari og liprari og klifruðu betur.
Í ljós kom að þessir kostir byggðust að hluta til á því að einfalda mjög gerð MiG 15 þotnanna og létta þær, og til dæmis voru hemlar þeirra hlægilega einfaldir, knúnir af þrýstilofti á kútum.
Gat komið fyrir að þær yrðu hemlalausar af loftleysi í lendingu. Brynvörn var spöruð og fleira í þeim dúr. Aðeins miklu betri þjálfum bandarísku flugmannanna gat snúið taflinu við auk þess sem þotur þeirra voru stórlega endurbættar.
Í kjölfar MiG 15 komu nýjar gerðir fram í Kalda stríðinu með hækkandi númerum, sem allar reyndust býsna vel hannaðar, og hefur MiG 29 orðið svo langlíf eftir 33ja ára feril, ekki aðeins vegna furðu mikillar getu, heldur líka vegna þess hvernig reynt hefur verið að tryggja að sem einfaldast,ódýrast og öruggast sé að halda henni vel við.
Þegar þessi þota fer nú frá NATO landinu Póllandi, þar sem hún hóf feril sinn upphaflega þegar Pólverjar voru í Varsjárbandalaginu og henni var ætlað að berjast við þotur NATO, en á nú að herja á þotur Rússa, hefur hún farið í einstæðan hring, sérstaklega vegna þess hve einföld hún er í rekstri.
Eftir 1990 hafa Sukoi Su27 og Su 35 orðið að skæðustu orrustuþotum Rússa, og sýndu á flugsýningu í París 1997 frábærustu hæfni, sem sýnd hefur verið á flugsýningum.
Af þessum sökum talar Pútín digurbarkalega um eyðileggingu hinna nýju verkfæra Pólverja.
Úkraínumenn fá einstaklega erfiðan andstæðing að fást við, og verður fróðlegt að sjá hver útkoman verður.
![]() |
Þoturnar verða eyðilagðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2023 | 23:19
Æ hlálegra að tala um "hreinustu borg heims."
Sú tíð er greinilega liðin, ef hún var þá nokkurn tíma, að Reykjavík væri með hreinasta loft allra borga í heiminum. Með köflum virðast heilsuspillandi loftskilyrði vera fleiri daga en ekki.
Erlendu fyrirfólki er sýnd dýrð niðurdælingar á gróðurhúsalofttegundum við Hellisheiðarvirkjun þar sem enn er mikið starf óunnið við að vinna bug á útblástri brennisteinsvetnis hjá virkjun, sem þar að auki er með svo "ágenga" orkuöflun, að í raun er um rányrkju að ræða.
Ekki tekur síðan betra við þegar komið er inn í borgina á þurrum vetrardögum þar sem svifryk fer yfir heilsuverndarmörk dag eftir dag.
Oft er pínlegt að aka á eftir stórum rútum og flutningabílum, þar sem bílstjórar eru margir hverjir gersneyddir allri tilfinningu fyrir því hvers kona rykmökkum þeir þyrla upp með því að róta upp rykmekki með því að halda sig utan við megin hjólförin.
En "svona er Ísland í dag" sagði Jón Ársæll hér um árið.
![]() |
Styrkur svifryks fór yfir heilsufarsmörk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2023 | 14:32
Misréttinu skal haldið við.
Eitt mesta misrétti sem haldist hefur við hér hefur falist í því að hið mikilvæga framlag kvenna til þjóðfélagsins í formi uppeldis- og heimilisstarfa hefur verið lítils sem einskis metið til launa.
Brotalömina hagfræðilega séð má sjá í mótsögnum eins og þeirri, að þegar einhleypur maður hefur haft ráðskonu á heimili sínu og borgað henni laun, en síðan gifst henni, þá minnki þjóðarframleislan við það !
Tugþúsundir íslenskra kvenna unnu þessi störf áður en lög um fæðingarorlof tóku gildi og misstu af mörgum árum í slíku orlofi.
Í gegnum árin gátu þessi ár safnast saman og gátu þessi glötuðu orlofsár orðið fimm til átta hjá þein konum, sem áttu svo mörg börn.
Viðleitnin með lögum um orlof húsmæðra er sögð hafa verið barn síns tíma, en það er alrangt.
Þeir reikningar hafa ekki verið gerðir upp að fullu, heldur eiga enn því miður fullan rétt á sér svo lengi sem á lífi eru konur sem voru mismunun beittar í þessum efnum.
Viðleitnin til þess að ráðast helst að opinberum útgjaldaliðum til handa hinna verst og afnema þá settu virðist vera takmarkalítil.
![]() |
Vilja ekki afnema húsmæðraorlof |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.3.2023 | 22:57
Offitan virðist stefna í að verða stærsta heilbrigðisvá 21. aldarinnar.
Stærsta heilbrigðisvá 21.aldarinnar er knúin áfram af óhollu mataræði, þar sem viðbættur sykur er megin vandamálið og sókn sykursýkinnar einn versti skaðvaldurinn.
Þegar litið er yfir afleiðingar sykursýkinnar er listinn hrollvekjandi, fólk getur misst útlimi og meira að segja sjálfa sjónina.
Þegar lesið er á umbúðir sykraðra gosdrykkja og annarra sætinda sýnast prósenttölurnar oft næsta sakleysislegar. 40 grömm af hverjum 100 sýnist ekki há tala ef það gleymist, að skaðsemi sykurneyslunnar byggist fyrst og fremst á magninu sem neytt er.
Tvær hálfs lítra flöskur innhalda nefnilega næstum hálft kíló af sykri og 800 hitaeiningar, og ef flöskurnar eru sex, eru hitaeiningarnar orðnar 1200, eða helmingurinn af dagsþörf meðalmanns.
Oftast bætist við þetta súkkulaði, eru hitaeiningarnar þrefalt fleiri og óhollustan eftir því þegar neyslan er mikil.
Þar að auki er mikil fita oft í þessu "góðgæti" með tilheyrandi afleiðingum.
Til er formúla sem nota má við að giska á ástand fólks og samkvæmt henni telst þungi karlmans, sem er 1,80 m á hæð kominn yfir neðri offitumörk við ca 94 kíló.
Afleiðingar offitu koma fram á furðu marga vegur.
Fyrir nokkrum árum var síðuhafi kominn að sínum offitumörkum og farinn að eiga erfitt með að standa upp úr flugvélinni sem hann flýgur mest, en hún er gömul lágþekja og með mikil þrengsli á alla vegu.
Setan í framsætum var til dæmis niðri við gólf og annað eftir því.
Aldurinn var einnig farinn að sækja á, og í ljósi þess var farið í það að ná af sér tíu kílóum.
Brá þá svo við, að vandinn við að standa upp hvarf.
![]() |
Helmingur muni glíma við offitu 2035 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)