Kviðdómur þjóðarinnar og ný ákvæði.

Á Íslandi er ekki fyrir sú hefð um kviðdóm sem ýmsar aðrar þjóðir hafa og tryggir þátttöku almennings í stjórnvaldsathöfnum á sviði dómsmála.

 Nýr þjóðfundur á Íslandi, 158 árum eftir hinn fyrri árið 1851, gæti markað upphaf að aukinni þátttöku og áhuga almennings á stjórnmálum og stjórnvaldsathöfnum sem er einn af grunnþáttum sanns og heilbrigðs lýðræðis og sáttar í samfélaginu.

Þess vegna skiptir val fulltrúa á stjórnlagaþing miklu máli. Á þinginu þarf að sitja nokkurs konar kviðdómur þjóðarinnar sem ásamt kunnáttumönnum hliðstæðum dómurum erlendis, sem setur okkur þau lög sem hefur vantað svo sárlea 

Mikilvægt er að inn í stjórnarskrá séu tekin atriði sem vantar í hana nú en hafa gefist vel í öðrum löndum. 

Nefna má ákvæði í finnsku stjórnarskránni sem á að tryggja rétt komandi kynslóða gagnvart því að núlifandi kynslóð hrifsi til sín stundargróða með fyrirsjáanlegum óafturkræfum áhrifum á frelsi og kjör afkomendanna. 

Að baki þessara ákvæða er grunnhugsunin um sjálfbæra þróun í ætt við það sem við Íslendingar samþykktum í orði á Ríó-ráðstefnunni fyrir 18 árum en höfum í verkum okkar virt að vettugi. 

Sjálfbær þróun eða nýting er sú þróun sem ekki skerðir möguleika komandi kynslóða til vals á sinni þróun eða nýtingu. 

Þessi ákvæði í finnsku stjórnarskránni setti það miklar hömlur og tafir á að þar í landi yrði í örvæntingu kreppunnar upp úr 1990 farið í stórvirkjun fyrir verksmiðjurekstur að hætt var við það og farnar aðrar leiðir sem reyndust mun heppilegri þegar upp var staðið,  - leiðir nýtingar mannauðs og ósnortinnar náttúru. 

Stendur ósnortin náttúra Finnlands þó langt að baki náttúruundrum Íslands.

Víða í löggjöf má finna dæmi um það að það getur gagnast okkur vel sem best hefur gefist hvað snertir stjórnarskrá og stjórnarfari annarra landa. Við eigum að nýta okkur reynslu þeirra af stjórnlagaþingum. 


mbl.is Lýðræðisskólinn sem þjóðin nam aldrei við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Davíð bætist við Jón Baldvin í "Sögu Jóhönnu."

Ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur um Seðlabankastjórnina eru auðvitað pólitísk og bætast við pólitíska sögu hennar í laginu"Saga Jóhönnu" sem heyra má spilaða í tónlistarspilaranum við hliðina á þessum bloggpistli og einnig fyrir neðan hann. Jóhanna glímdi á sínum tíma bæði við Davíð og Jón Baldvin og nú er röðin komin að Davíð hjá henni. Hún talar pólitískt vegna þess að stjórn peningamála þjóðarinnar flokkast undir stjórnmál. 

Fyrsti Seðlabankastjórinn, Jóhannes Nordal, var ekki stjórnmálamaður og heldur ekki Jón Sigurðsson. En síðan seig á pólitísku hliðina og síðustu yfirbankastjórarnir hafa verið fyrrverandi stjórnmálaleiðtogar og stjórn bankans lituð af slíkum.

Þar að auki hefur stefna bankans síðustu ár verið pólitísk eins og sjá má af þessum fáu dæmum: 

Stefna bankans var eitt af því sem olli allt of háu og uppspenntu gengi krónunnar. Afleiðingin varð kaup- fjárfestinga- og lántökuæði vegna þess að allt sem keypt var fékkst með 30-40% raunafslætti. Skuldir heimilanna fjórfölduðust og skuldir fyrirtækjanna þrefölduðust á nokkrum árum. Íslensk heimili urðu þau skuldsettustu í heimi í miðju "góðæri" sem byggt var að mestu úr upphugsuðum verðmætum. Sjávarútvegurinn leið svo fyrir skakka gengisskráningu að hann varð að skuldsetja sig út á ystu nöf gjaldþrots.

Bankinn skellti skollaeyrum árum saman við aðvörunum um að það byði hættu heim að stórauka ekki við gjaldeyrisvarasjóðinn.

Vaxtastefna bankans varð til þess að búa til Daemoklesarsverð jöklabréfanna sem hangir yfir þjóðinni og er eitt af því sem veldur því að við neyðumst til að búa við gjaldeyrishöft.

Bankinn losaði um bindiskyldu bankanna og notaði ekki vald sitt til að krefjast aukins lausafjár þeirra. Davíð Oddsson tafði það eins lengi og honum var unnt að við leituðum til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Hann sagði dýrustu setningu Íslandssögunnar, "við borgum ekki", sem spiluð var aftur og aftur á ljósvakamiðlum um allan heim og rústaði í einu vetfangi æru og heiðri þjóðarinnar.

Í báðum dagblöðunum fyrir nokkrum dögum voru rakin ummæli hans síðasta árið, þau borin saman við veruleikann og sýnt fram á að hann virtist lifa í öðrum heimi. Það er þörf á að breyta þeirri pólitík.

 

 

 


mbl.is Yfirlýsingar jaðra við einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Gott væri að draga Björg í bú.

Ég man ekki hve oft Alþingi hefur kosið nefndir til að endurskoða stjórnarskrána. Nefndin sem endurskoðaði hana fyrir lýðveldisstofnunina gerðir lítið nema að setja forseta í staðinn fyrir kóng. Meira að segja er skylt að flagga fyrir forsetanum á afmælisdegi hans eins og áður var flaggað fyrir kónginum !

Þær stjórnarskránefndir sem hafa verið skipaðar á lýðveldistímanum hafa litlu breytt. Þessi leið verður að teljast fullreynd og komið að því að uppfylla hugsjónir Vilmundar Gylfasonar um uppstokkun á stjórnarskránni með sérstöku stjórnlagaþingi.

Samsetning stjórnlagaþingsins skiptir miklu máli. Ef valið verður á það eftir línum flokkaveldisins gefur það ekki góðar vonir um útkomuna, jafnvel þótt þingmenn og ráðherrar megi ekki sitja á því þingi. Flokkarnir munu væntanlega eiga úr góðu úrvali fyrrverandi þingmanna og ráðherra að velja.

Björg Thorarensen er gott dæmi um þann mikla mannauð sem við eigum á flestum sviðum til að takast á við þau vandamál og úrlausnarefni sem stjórnmálamönnum hefur mistekist að ráða við. Hún er sérfræðingur á sviði stjórnarskráa og okkur veitir ekki af að

Nafn hennar vekur góðar hugrenningar. Ég var í fimm sumur í sveit hjá nöfnu hennar Runólfsdóttur, ömmusystur minni, sem hafði meiri áhrif á mig en nokkur önnur manneskja utan foreldra minna. Ég ætla að blogga um Björg Runólfsdóttur við tækifæri en hún skipar stóran sess í bókinni "Manga með svartan vanga" ef einhver hefur áhuga á að kynnast sögu hennar.


mbl.is Björg kaus að vinna að nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bæta þarf þúsunda milljarða tjón.

Hrun trausts og heiðurs íslensku þjóðarinnar um víða veröld er hægt að meta á þúsundir milljarðar króna vegna þess að í alþjóðasamfélagi nútímans getur enginn þrifist án þess að njóta trausts og virðingar.

Setningin "við borgum ekki" sem spiluð var aftur og aftur í ljósvakmiðum um allan heim var dýrasta setning Íslandssögunnar. Í samaburði við það tjón er kostnaður af starfslokasamningum eða málaferlum vegna hreinsunar í Seðlabankanum nánast ekki neitt.

Þótt þessi kostnaður næmi 100 milljónum króna er sú upphæð langt innan við þúsundasta hluta af heildartjóninu.


mbl.is Seðlabankastjórar víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reist verða tvö gömul álver !

Þrjú álver eru nú á Íslandi, í Straumsvík, Hvalfirði og Reyðarfirði. Þetta hélt ég að væru gömlu álverin og að órisin álver hlytu að vera ný álver í samræmi við ný áform.

En þannig er það ekki að mati núverandi ríkisstjórnar. Órisin álver í Helguvík og á Bakka falla í skilgreiningu iðnaðarráðherrans í kvöld undir gömul áform um álver.

Í stað þess að í fyrstu ríkisstjórninni, sem Vinstri grænir eru í, verði hægt á stóriðjustefnunni, sem hún lofaði að stöðva í kosningunum síðast, á stóriðjuhraðlestin að bruna áfram á mesta mögulega hraða, með stækkuðum risaálverum bæði í Helguvík og á Bakka. Kolbrúnu Halldórsdóttur er hent fyrir hraðlestina þar sem hún mun væntanlega berjast hetjulegri en gersamlega vonlausri baráttu við ofurefli þeirra sem standa fyrir hernaðinum gegn landinu.

Bæði í Helguvík og á Bakka kyngja vinstrigrænir mun stærri álverum en þeir sögðust berjast á móti fyrir síðustu kosningar.

Fyrir norðan mun það eyðileggja heimsundrið Leirhnjúk-Gjástykki og líkast til kosta virkjun Skjálfandafljóts og jafnvel jökulsánna í Skagafirði.

Fyrir sunnan á að pumpa miklu meiri orku, alls um 1000 megavöttum, upp úr svæðum, sem aðeins afkasta þriðjungi þessarar orku og verða til þess að barnabörn okkar verði að finna 1000 megavött einhvers staðar annars staðar, til dæmis í Kerlingarfjöllum, við Torfajökul, Þjórsárver og Langasjó.

Og í samræmi við það að segja að ný álver séu gömul munu menn halda áfram að ljúga því að jarðvarmaorkan á Reykjanesskaganum sé bæði endurnýjanleg og hrein. Þetta verður leikur einn fyrir vinstri græna !


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Maðurinn sem sá snemma í gegnum blekkingar.

Það eru til menn sem sáu fyrir þessi ósköp sem ný dynja yfir. Einn af þeim er Gunnar Tómasson sem var í Silfri Egils í gær. Ég kynntumst honum fyrir 53 árum.

Þá gafst hópi af íslenskum unglingum, sem valdir voru víðs vegar af landinu, tækifæri tll að sigla til Kaupmannahafnar, dvelja þar í sex vikur og fara á alþjóðlegt æskulýðsmót. Íslenskir unglingar áttu á þessum árum þess yfirleitt ekki kost að fara til útlanda og þetta var ógleymanleg og dýrmæt ferð.

Ég var einn af þessum unglingum, þá fjórtán ára gamall, og bast vinarböndum við ferðafélga minn, Gunnar Tómasson, sem var fimmtán ára.

Í Kaupmannahöfn höfðum við séð töframann gera snjöll töfrabrögð og á smá samkomu á leiðinni heim á Dronnning Alexandrine gerði Gunnar nokkur þeirra við mikla hrifningu. Hann hafði nefnilega séð í gegnum blekkingar töframannsins í Höfn og endurtók brögð hans við þetta tækifæri.

Gunnar varð síðan hagfræðingur og sá fyrir þrjátíu árum í gegnum blekkingarnar og sjónhverfingar sem kennisetningar nýfrjálshyggjunar hafa byggt á. Hann getur lagt fram skjalfest gögn þar að lútandi frá ýmsum tímum. En hann hefur talað fyrir daufum eyrum.

Töframenn eru góðir svo langt sem það nær.. Hinir geta samt verið þarfari sem sjá í gegnum skaðlegar blekkingar og afhjúpa falsrök, svo sem þeim sem nú steypa efnahagslífi alls heimsins í hrun.

Á greiningu slíkra manna verður að byggja endurreisn hins alþjóðlega hagkerfis, ekki hinna sem eru orðnir svo trénaðir að þeir geta engu breytt í raun.


mbl.is Miðstöð fyrir fólk í erfiðleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álit okkar erlendis gríðarlega mikilvægt.

Á síðustu árum hefur alþjóðasamfélagið breyst svo mikið að óhugsandi er fyrir nokkra þjóð að líta á sig sem eyland nema að fórna miklu til. Endurreisn álits okkar erlendis má meta til þúsunda milljarða króna ef menn vilja endilega setja slíkan stimpil á allt.

Ég hef sjálfur orðið vitni að því hvernig þjóðhöfðingi okkar getur opnað dyr erlendis sem enginn annar getur gert. Þjóðhöfðingjar njóta nefnilega sérrréttinda sem engir aðrir hafa og þjóðhöfðingi sem nýtir sér slíkt í nánum samhljómi við þjóð sína og þjónustu við hana getur gert mikið gagn.

Við Íslendingar lifum á samskiptum við útlönd. Við erum mikil útflutningsþjóð og þurfuma að sama skapi að flytja mikið inn.

Við megum ekki láta útrás fjárglæfra koma óorði á orðið útrás. Þrátt fyrir kreppuna eigum við enn fyrirtæki erlendis sem hafa staðið sig vel og standa enn af sér storminn. Össur er gott dæmi um fyrirtæki, sem byggir í grunninn á hugviti einu og útfærslu þess.

Við eigum líka fyrirtæki hér heima sem flytja út vörur, sem byggjast á hugviti og útsjónarsemi svo sem fyrirtækið CCP.

Danir eiga engar orkulindir eða hráefni í formi auðs en komast samt af.

Við erum í stöðu nokkurs konar efnahagslegs áfengissjúklings sem fór yfirum á allsherjarfylleríi. Þegar áfengissjúklingar fara í meðferð játa þeir því að þeir þurfi utanankomandi aðstoð til þess í sátt við umhverfið. Þeir þurfa ekki aðeins að hætta að drekka, heldur einnig að endurheimta glatað traust og heiður.

Það þurfum við og verðum líka að gera sem þjóð.


mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvert skref í rétta átt er sigur.

Ég hef ekki séð stjórnarsáttmálann allan ennþá en heyrt, að í honum sé ákvæði um að breyta kosningalögum í þá átt að leyfa persónukjör í alþingiskosningum. Þarna yrði um að ræða litla breytingu á 82. grein laganna, sem gæti komist fyrir í einni setningu.

Þetta yrði aðeins eitt skref í átt til aukis lýðræðis og ekki er gefið upp hve langt yrði gengið í þessu efni í komandi löggjöf.

Varla yrði þó hægt að ganga skemur en að leyfa framboðum að bjóða upp á persónukjör ef þau kjósa að gera það.

Eftir að ég hef ítrekað í blaðagreinum og útvarps- og sjónvarpsviðtölum gert þetta að einu af baráttumálum mínum gleður það mig mikið að þetta skuli vera komið á blað.

Þetta sýnist kannski ekki vera stórt skref, en miðað við kyrrstöðuna, sem hefur ríkt í þessum málum, er það stórt.

Nú vantar bara að hinn ósanngjarni 5% fylgisþröskuldur verði afnuminn, en í Silfri Egils í dag ítrekaði ég enn einu sinni hvernig þetta ákvæði gæti til dæmis snúist upp í það, ef miðað væri við fylgistölurnar 4% hjá Frjálslyndum og 4% hjá Íslandshreyfingunni í Þjóðarpúlsi Gallups nýlega, að 16000 kjósendur væru sviptir rétti til að eiga fulltrúa á þingi.

Það samsvarar næstum öllum greiddum atkvæðum í norðvesturkjördæmi og þætti ekki lýðræðislegt ef heilt kjördæmi fengi engan þingmann.


mbl.is Lyklaskipti í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldskírn Jóhönnu.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur gengið í gegnum margt á ferli sínum ekkert af því verður þó í líkingu við það sem blasir við henni nú. Það hefur komið fyrir marga stjórnmálaleiðtoga að vera í hálfgerðri pólitískri útlegð um lengri eða skemmri tíma. 

 Sumir af mestu stjórnmálaforingjum heimsins máttu þola að vera í skugganum í mörg ár. 

Winston Churchill var tvívegi í pólitískri útlegð, fyrst á milli heimsstyrjaldanna og síðan fyrstu fimm árin á eftir. En hans tími kom tvisvar. 

Charles De Gaulle fór í sjálfskipaða útlegð 1949-1958, tók við forystu Frakklands á ögurstundu og kom á stjórnarskrá sem hefur virkað ágætlega miðað við glundroðann 1945-1958.

Nú reynir til hins ítrasta á Jóhönnu því að það sáttasemjara-, leiðtoga og verkstjórnarhlutverk sem hún hefur tekið að sér er eitt hið erfiðast sem hægt er að hugsa sér, þótt til skamms tíma sé. 

Vonandi gengur henni vel, - þjóðin þarf á því að halda. Hennar tími er kominn, en hve lengi ?

Vísa til lagsins sem ég tileinkaði henni í bloggpistlinum "Saga Jóhönnu" í fyrrakvöld. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband