O. J. Simpson bragð að þessu.

Einhver frægasti eltingarleikur sjónvarpssögunnar var í beinni útsendingu vestra þegar O. J. Simpson reyndi að komast undan lögreglu og sjónvarpsþyrlum á Blazer-jeppa.

Ég minnist þess að 1986 var notuð Dornier-flugvél Haraldar Snæhólms við að þefa uppi hraðakstursmenn.

Hægt var lenda vélinni á túnum meðfram veginum ef á þurfti að halda. Einhverjir náðust en auglýsingin um viðveru lögregllu hafði mest áhrif. Enginn amerískur eltingarleikur af æsilegustu gerð var þá háður. 

Ég held að mjög þurfi að vanda til vinnubragða við þessa tegund eftirlits til að skapa ekki meiri hættu en þegar hefur hlotist af meintum hraðakstri þegar hann uppgötvast.

Til dæmis tel ég að eftir að löggæslumenn í þyrlu hafa náð fyrstu sönnunargögnum um aksturinn, til dæmis á kvikmynd eða ljósmynd, eigi þeir að draga sig til baka og fylgjast með hinum brotlega í sem mestri fjarlægð aftan frá til þess að æsa hann ekki upp, helst ekki að láta hann verða þyrlunnar var þótt hann sjáist úr þyrlunni.

Með fjarskiptum á síðan að finna út hvar helst sé hægt að stöðva ökumanninn þar sem hætta af slíku er minnst. 

Mér finnst lítilll akkur í því að "æsilegir" amerískir O.J. Simpsons eltingarleikir verði innleiddir á okkar friðsæla landi, eltingarleikir sem magnast upp á lífshættulegt stig.  


mbl.is Æsileg eftirför með þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eru þeir fyndnir?" "Já, þeir eru það."

Í eitt skiptið sem ég skemmti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum kom Hrafn Gunnlaugsson með mér og hafði með sér erlendan gest sem var forvitinn um skemmtanahald Íslendinga.  

Hrafn fór með gest sinn upp í brekkuna gegnt sviðinu inni í  hópi manna sem sat þar að sumbli og virtist við fyrstu sýn skemmta sér afar vel og njóta stemningarinnar í botn.

Á meðan Hrafn sat þarna skemmtu nokkrir skemmtikraftar, þeirra á meðal Spaugstofumenn og ég.

Hrafn sagði mér eftir á að þetta hefði verið einhverjar skemmtilegustu stundir sem hann hefði upplifað, ekki vegna efnisins sem ég eða Spaugstofan fluttu, heldur hefðu viðbrögð brekkugestanna slompuðu í kringum hann verið óborganleg.

Þeir samkjöftuðu varla á meðan á skemmtiatriðnum stóðu, heldur ræddu saman í góðum gír, skáluðu og mösuðu: "Svona, fáðu þér annan!" "Láttu mig hafa flöskuna!"  "Kláraðu þetta ekki alveg, leyfðu mér að smakka!" og fleira í þeim dúr. 

Inn á milli pældu þeir lítillega í því sem fram fór uppi á sviði og fannst Hrafni þau orðaskipti einkar spaugileg.

GESTUR 1:    Heyrðu, eru þeir fyndnir?"

GESTUR 2:    "Já, ég held þeir séu fyndnir."

GESTUR 3:    "Hvað voru þeir að segja núna? Var það fyndið?"

GESTUR 2:    "Já, það var fyndið. Réttu mér flöskuna." 

GESTUR 4:    "Er þetta fyndið, sem hann er að syngja?"

GESTUR 5:    "Já, mér heyrist það vera fyndið. Hvar er blandið sem ég var með ?"

GESTUR 6.     "Ég er með það. Okkur vantar meira." 

Þegar hlátur heyrist einhvers staðar í brekkunni héldu vangavelturnar áfram. 

GESTUR 1.  "Þetta hefur ábyggilega verið fyndið hjá honum, fyndnara en áðan. Þetta er frábær                                   skemmtun. Skál!"

Það sem Hrafni og gesti hans fannst spaugilegast var að þeim, sem þarna sátu,  stökk ekki bros á meðan þeir voru að ræða um það hvað það væri fyndið sem fram fór á sviðinu.

Útlendingurinn, sem var með Hrafni, kvaðst aldrei hafa verið viðstaddur neitt viðlíka samkomu og þakkaði Hrafni mikið fyrir að fá að upplifa þetta.  

Á sínum tíma gerði ég tvö lög með textum um Þjóðhátíðina sem voru bara flutt þar í eitt skipti hvort.

Voru þau fyndin?  Ég er ekki viss.   

 


mbl.is „Stærsta föstudagsbrekkan“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Elvis lifir" ?

Það er ekkert nýtt að menn, sem hafa lokið jarðvist á okkar tímum, hafi sést á ferð hér á þar eða að ríkt hafi mikill efi um að þeir væru dauðir.

Einna þekktast er að margir áttu bágt með að sætt sig við að Elvis Presley væri látinn og þóttust menn geta vitnað um tilvist hans hér og þar. "Elvis is in the building" varð býsna algeng setnning.

Svipað gilti um Marylin Monroe og John F. Kennedy.

Lík Geirfinns og Guðmundar fundust aldrei, og gætu þeir þess vegna verið lifandi ennþá.   

Ævinlega þótti tortryggilegtl að engar líkamsleifar Hitlers skyldu vera aðgengilegar eftir dauða hans en samkvæmt vitnisburðum var það ósk hans sjálfs að lík hans skyldi brennt og ekki tóku Sovétmenn neina áhættu af því að tangur né tetur fyndist af því. 

"Öxin og jörðin geyma hann best" var sagt um Jón Arason biskup, en sagan geymir margar sögur um það hvernig það gat velst fyrir mönnum hvað gera skyldi við "óæskilega" menn.

Í sumum tilfellum varð niðurstaðan öfug við það sem gert var við Jón Arason, þ. e. að viðkomandi þótti hættulegri dauður en lifandi. Suður-Afrísk yfirvöld voru þannig áreiðanlega í miklum vafa með það hvað ætti að gera við Nelson Mandela. 

Eftir reynsluna af því að drepa Biko varð niðurstaðan greinilega sú að Mandela þótti hættuminni lifandi en dauður.  

Japanska dæmið um gamla manninn, sem sagður var lifandi en var þó búinn að vera dauður áratugum saman, er öfugt við það þegar reynt er að svíkja fé út úr tryggingarfélögum með því að segja fólk dautt sem er í raun sprelllfandi. 

Rússneskir kommúnistar brugðu á það ráð að varðveita lík Lenins og Stalíns og gera þau að eftirsóttum ferðamannastöðum.

Og ljóst er að víða um heim eru harðsnúnir fylgjendur Stalíns og Lenins svo sannfærðir um ágæti þeirra kumpána að þeir lifa góðu lífi í þeim skilningi, samanber leikritið um Stalín sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma.  

 


mbl.is Sá „elsti" hafði verið látinn í 30 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað hefur breyst í 60 ár ?

Þetta er 52. verslunarmannahelgin þar sem ég verð að skemmta einhvers staðar á landinu.  Ég man eftir þessum mestu ferðahelgum sumarsins í 60 ár.  Hefur eitthvað breyst á þessum tíma? 

Við fyrstu sýn kann svo ekki að vera. Þá eins og nú hafði fólk hug á að gera sér eitthvern dagamun. Breytingarnar hafa gerst hægt og bítandi og maður verður ekki svo mikið var við slíkar breytingar. 

En þetta eru þó gerbreyttar aðstæður. Fyrir 60 árum var öll venjuleg verkamannavinna unnin sex daga vikurnnar og það var líka dagvinna á laugardögum, þótt unnið væri styttra þann dag.

Nú eru allar helgar sumarsins verslunarmannahelgar hvað lengd frítímans snertir.  

Fólk fór því ekki af stað út úr borginni seint á föstudegi og kom ekki aftur fyrr en á sunnudagskvöldi. Bílaeign var ekki almenn og þaðan af síður áttu menn tjaldvagna, fellihýsi eða hjólhýsi. 

Stórar samkomur voru sjaldgæfar.  Það var þá helst landsmót ungmennafélaganna sem komst í hámæli 1949 vegna þess að þá voru fylliraftar gerðir óvirkir á mótinu með því að stinga þeim í strigapoka. 

Fræg var mikil óreglusamkoma við Hreðavatn og 15 árum síðar í Þjórsárdal. 

Seint á sjöunda áratugnum fóru stórar útihátíðir að verða áberandi um verslunarmannahelgina, þær stærstu í Atlavík, Vaglaskógi, Húsafellsskógi, Galtalækjarskógi og í Vestmannaeyjum.

Nú sogar Þjóðhátíðin í Vestmannaeyjum til sín flest fólk og Atlavík, Vaglaskógur, Húsafellsskógur og Galtalækjarskógur eru vettvangur fjölskyldufólks og almennra ferðamanna.  

Almennt finnst mér bragur á fólki hafa batnað síðustu 60 ár. Þjóðinni hefur fjölgað um helming á þessu tímabili en í heildina er minna um vandræði og vesen en var á þeirri tíð þegar allt fór stundum úr böndum á einhverri hátíðinni.  


mbl.is Gát og gaman um helgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkist afleiðingum drepsóttar.

Þegar litið er á ástand fjölmiðla á Íslandi um þessar mundir sést að fækkað hefur í stétt fjölmiðlamanna líkt og drepsótt hafi stungið sér niður og fjarlægt marga af hinum bestu.

Bæði gróðærisbólan og Hrunið hafa haft slæm áhrif á fjölmiðlunina. Í gróðærinu buðu fyrirtæki öflugum fjölmiðlamönnum gull og græna skóga til að fá þá í sína þjónustu við almannatengsl. 

Þetta hafði óbein áhrif á þá sem eftir sátu. Þeir vissu að ef þeir fjölluðu mikið um ákveðin svið þjóðlífsins á "góðan" og jákvæðan hátt myndu þeir eiga meiri möguleika á góðu starfi hjá öflugum fyrirtækjum. 

Þegar litið er yfir fjölmiðlasviðið, blöðin og ljósvakamiðlana eftir Hrun sést,  að í mörgum tilfellum hafa eigendur eða stjórnendur sagt upp öflugum reynsluboltum, sem voru í krafti hæfileika og reynslu sinnar komnir með sæmileg laun. 

Í staðinn var oft ráðið óreynt fólk á lágu kaupi en síðar kom í ljós að sparnaðurinn var í raun enginn þar sem afköst og gæði þessa fólks voru það lítiil, að tvo til þrjá nýja starfsmenn þurfti til að skila svipaðri framlegð og einn reynslubolti hafði skilað. 

Svo er að sjá að íslensk valdabarátta sé það eina sem viðheldur tveimur fjölmiðlum, Morgunblaðinu og 365 miðlum en það rýrir að sjálfsögðu trúverðugleika þessara miðla, sama hve mikið starfsmenn þeirra reyna að stunda fagleg vinnubrögð. 

Eftir stendur þá RUV sem ætti við núverandi aðstæður að vera öflugra en fyrr til að mæta mun mikilvægara hlutverki en áður.  En hið þveröfuga er að gerast. 

Það er til lítils að segja að RUV sé í of dýru og stóru húsi, - húsið er staðreynd og við sitjum uppi með það. Er ekki eitthvað bogið við það ef DV er að verða eini fjölmiðillinn, sem sýnist geta haldið úti óháðri rannsóknarblaðamennsku ?

 


mbl.is RÚV á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur legið lengi fyrir.

Á ferðum mínum um Noreg hef ég tekið eftir því hvað norsku göngin eru mun betur gerð en þau íslensku.

Í flestum þeirra gildir sami hámarkshraði og á vegunum að þeim vegna þess að ekki er ástæða til að hægja á ferðinni því mun styttra er á milli útskota en í Hvalfjarðargöngunum og öryggi meira en á aðliggjandi vegum. 

Þó má geta þess að hámarkshraði er lágur víðast í norska vegakerfinu vegna þess hve vegirnir eru mjóir og bugðóttir. 

Stutt vegalengd á milli útskota kemur sér vel ef árekstur eða óhapp verður, því að þá er stutt að fara með bíl út af akbrautinni og athafna sig við björgunaraðgerðir.

Ef vel ætti að vera þyrfti að gera ný og betri göng samhliða Hvalfjarðargöngunum og nota þau ein í fyrstu á meðan er verið að lagfæra og endurbæta hin eldri. 

Síðan yrðu bæði göngin notuð fyrir einstefnu í hvora átt. En eftir Hrunið er þetta líiklega fjarlægur draumur. 

Léleg loftræsting er áberandi í Hvalfjarðargöngum á veturna þegar þau fyllast af svifryki vegna óhæfilegrar notkunar nagladekkja, sem langtum meiri hér á landi en til dæmis í Noregi.  Þetta áttu menn að sjá fyrir en gerðu það greinilega ekki. 

Væri fróðlegt að fá mælingu á svifrykinu þegar það er sem verst á veturna, áreiðanlega langt yfir öllum mörkum. 


mbl.is Hvalfjarðargöng fá falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elvira, drjúgur liðsmaður.

Elvira Mendez Pinedo var glæsilegur frambjóðandi Íslandshreyfingarinnar í þriðja sæti hennar í Reykjavíkurkjördæmi suður vorið 2007. 

Það var ekki ónýtt að fá ráð hjá svo fróðum sérfræðingi í Evrópurétti varðandi mál sem tengjast ESB og ýmsum fleiri málum, eins og nú gerðist á fundi um Magma-málið í Iðnó. 

Margt af því sem hún fræddi okkur um 2007 sýndi að bæði þá og nú erum við okkur sjálfum verstir á þeim sviðum þar sem við göngum verst fram gagnvart verðmætum landsins og þjóðarinnar. 

Eitt nýjasta dæmið um það var þegar tekin síðastliðið haust í gildi reglugerð um viðhald og skoðanir loftfara sem margfalda útgjöld og fyrirhöfn. 

Þetta var gert án þess að Íslendingum væri það skylt. 


mbl.is Orkufyrirtækin af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Háð rakastigi, lofthita og veðuraðstæðum.

Hæð og umfang gufumakkarins, sem kemur upp úr hverasvæðinu í tindgíg Eyjafjallajökuls,. er algerlega háð rakastigi loftsins og veðuraðstæðum við jökulinn og segir lítið eða ekkert um kraftinn í hverasvæðinu.

Á fimmtán mínútum í morgun um hálftíuleytið gerbreyttist ásýnd fjallsins, þegar það hvarf að mestu í skýjum sem mynduðust við það að svöl hafgola lagðist inn yfir austanvert Suðurlandsundirlendið í öflugum sólfarsvindi. 

Gufumekkirnir á Hellisheiði geta stundum verið geysiháir og stórir en öðrum stundum litlir og ræfislegir af svipaðri ástæðu.

Ef loftið er heitt og þurrt í 1500 metra hæð (5000 fetum) verður skýjamyndun lítil og gufumökkurinn sömuleiðis.

Sé loft heitt í lægstu loftlögum en svalara hið efra stígur raki upp af jörðinni, og þéttist þegar ofar kemur.

Haraldur Ólafsson veðurfræðingur lýsti þessu vel í veðurspátíma Sjónvarpsins nú nýlega.  


mbl.is Gufustrók leggur frá Eyjafjallajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tveggja ára þróun.

Þegar ég fór inn í Bása í fyrravetur í myrkri brá mér nokkuð í brún við það að þurfa að sýna hina mestu aðgát við að komast leiðar minnar á móts við vaðið yfir í Langadal. 

Þá þegar rann vatn um allt svæðið við Álfakirkju og vegna þess að ég hafði ekki verið þarna á ferð í nokkur ár varð mér ljóst að róttækaqr breytingar höfðu orðíð á þessu svæðí vegna breytts vatnaflæðis á þessu svæði. 

Það er ekki einfalt að fara út í miklar aðgerðir til mótvægis við þetta því að eitt af því sem er heillandi við svæðið er það að láta það sem mest í friði fyrir framkvæmdum og lofa því að þróast sjálfu af náttúrulegum orsökum. 

Eins og er hef ég persónulega ekkert á móti því þótt nýtt viðfangsefni bætist við í aksturinn þarna inn eftir því að hvort eð er þarf að fara yfir ár þar á vöðúm og leysa verkefni sem geta verið krefjandi. 

Á hinn bóginn hafa verið gerðir varnargarðar þarna utar og því fordæmi fyrir aðgerðum til að auðvelda mönnum för. 

Mér finnst mest um vert að Vegagerðin lagfærði leiðina mikið eftir gosið í vor en hún var orðin mjög leiðinleg og erfið í fyrra eftir vatnavexti í ánum. 


mbl.is Krossá er að taka landið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynslulausn? Fráleitt að nefna það.

Morðið á John Lennon verður ekki tekið til baka og hann vakinn til lífsins. Verknaður Chapmans var óafturkræfur og svo stór, að fráleitt er að geti fengið reynslulausn, þó ekki væri nema vegna þess að þá verður hann sjálfur í bráðri lífshættu, svo margir eru enn heitir vegna hins hörmulega morðs fyrir 30 árum.

Þess vegna er útilokað að hann geti fengið aftur frelsið sem hann naut áður en hann myrti Lennon. Svo einfalt er það. 


mbl.is Banamaður Lennons brátt frjáls á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband