11.7.2013 | 23:03
Stękkunargler ķ atkvęšatalningu.
Nś berast fréttir af žvķ aš ķ Įstralķu fįi kjósendur stękkunargleraugu ķ hendur ef žeir óska žess, til žess aš geta séš betur til viš aš greiša atkvęši.
Fyrir mörgum įratugum varš mér hugsaš til žessa möguleika žegar ég var į vegum fréttastofu Sjónvarpsins į talningarstaš ķ Austurbęjarskóla, aš gott vęri fyrir einn talningamanninn ef hann fengi aš nota stękkunargleraugu til žess aš skoša hvern kjörsešil, sem hann fékk ķ hendur til aš flokka.
Žessi starfsmašur var oršinn nokkuš gamall en hafši unniš gott starf į žessum vinnustaš ķ įratugi og žvķ greinilega tregša gegn žvķ af hįlfu stjórnenda talningarinnar aš lįta hann hętta störfum.
En svo léleg virtist sjón hans oršin, aš hann varš aš taka hvern kjörsešil fyrir sig og skima rólega yfir hann upp og nišur ķ ašeins 15-20 sentimetra fjarlęgš frį augunum įšur en hann setti hann į réttan staš.
Augljóst var aš afköstin voru langtum minni en hjį öšrum teljendum, en hann vann žetta žó hęgt og bķtandi og lét greinlega ekki fara fram hjį sér ef til dęmis einhver hefši strikaš śt eitthvert nafniš, og sömuleišis var ljóst aš hann fann ęvinlega aš lokum x-iš, hvar sem žaš var į sešlunum.
En ég minnist žess enn hve mér fannst žetta fyndiš og sżna mannśš og mildi žeirra, sem leyfšu žessum aldna og samviskusama starfsmanni aš vinna žarna, kannski ķ sķšasta sinn.
![]() |
Stękkunargler ķ kjörklefa |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2013 | 19:50
Mikilvęgt aš feršamenn sjįi įrangur gjaldtöku.
Vķša erlendis er margra įratuga reynsla af gjaldtöku į feršamannastöšum, sem viš Ķslendingar gętum lęrt af.
Eitt var įberandi į žeim mörgum tugum staša, sem viš hjónin komum į: Alls stašar fengum viš bęklinga meš leišbeiningum, kortum og öšrum hagnżtum upplżsingum ķ hendur og alls stašar mįtti sjį mannvirki stór og smį, sem bįru vitni um aš ķ žęr hefši veriš eytt fjįrmunum.
Um žetta gildir žaš višskiptalögmįl aš bįšum ašilum sé ljós gagnkvęmur įvinningur af višskiptunum.
![]() |
Greiša gjaldiš meš glöšu geši |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (5)
11.7.2013 | 18:52
Vantar lķka upplżsingar um innihald.
Ég er ekki svo fróšur um žau lagaįkvęši, sem gilda um um upplżsingar um innihald, aš ég viti hvort skylda sé aš hafa žęr į umbśšum neysluvara.
Mér finnst hins vegar bęši skrżtiš og bagalegt aš sumar vörur viršist undanžegnar skyldu um slķkar upplżsingar.
Sem dęmi mį nefna sjeik sem engar upplżsingar eru į, en žó eru upplżsingar į nęr öllum öšrum vörum frį framleišandanum.
Į sumum vörum er listi yfir žaš, hvaš varan innihaldi en alls ekki greint frį hitaeiningum eša magni.
Nefna mį fleiri matvörur af żmsu tagi sem svona hįttar um. Spurningin er: Af hverju vantar žessar upplżsingar į umbśšum į sumum matvörum en ekki öšrum?
![]() |
Veršmerkingum įbótavant |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Slóš | Facebook | Athugasemdir (4)
10.7.2013 | 21:26
Endurbętt umsögn ķ anda Steins Steinarrs um handtöku.
Viš gulan bekk į Laugavegi“er veriš aš handtaka mann. -
Fólkiš hópast inn į netiš til aš skoša hann. -
Į myndbandinu sést aš žetta er mikiš drukkinn gaur -
og meira aš segja skyrpir žegar žeir slengja“honum utan ķ staur. -
Konan, sem meidd var žar sķšast, segir viš mig: -
Skyldi“ekki manninum žykja leišinlegt aš lįta handtaka sig?
![]() |
Meingallaš handtökukerfi |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Breytt 11.7.2013 kl. 07:44 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (4)
10.7.2013 | 21:07
"Héšan ķ frį skalt žś menn veiša."
Ofangreind setning er höfš eftir Jesś Kristi žegar hann įvarpaši fiskimann viš Galileuvatn og fékk hann ķ liš meš sér viš aš boša trś og sišalögmįl og verša einn af postulunum tólf.
Žessi orš gętu hafa įtt viš žegar fyrstu hvalaskošunarbįtarnir voru teknir ķ notkun. Kvótakerfiš olli žvķ aš žeim hafši veriš lagt og žį kviknaši hugmynd Jóhannesar Kjarval frį įrinu 1948 aš nżju, aš hęgt vęri aš lokka fólk um borš til aš skoša hvali ķ staš žess aš nota bįtana til aš veiša fisk.
Hlegiš var aš hugmynd Kjarvals 1948 og aftur hlegiš žegar mönnum datt sś fįsinna ķ hug fyrir tveimur įratugum aš veiša fólk um borš ķ fiskibįta til aš skoša hvali.
Žaš er ekki hlegiš lengur.
![]() |
Feršamenn veiddir viš höfnina |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (2)
10.7.2013 | 16:56
18 stiga hiti dag eftir dag į hįlendisflugvellinum !
Nś vęri gaman aš vera staddur ķ kyrršinni į Brśaröręfum og njóta vešurblķšunnar og śtsżnisins yfir vķšernin fyrir sunnan og vestan völlinn.

Hitinn er žar, ķ 660 metra hęš yfir sjó, 18 stig nśna klukkan fjögur eftir hįdegi og komst lķka ķ 18 stig ķ gęr.
Tvo sandrokssvęši eru į hįlendinu noršan Vatnajökuls.
Annars vegar eru žaš Jökulsįrflęšur, sem eru um 40 kķlómetrum fyrir vestan völlinn, en vindįttin žegar hlżtt er og bjart, er oftast śr sušri eša sušvestri og leirfokiš fer žvķ til noršurs fyrir vestan völlinn.

Hitt leirfokssvęšiš er nżtt og ašeins fimm kķlómetra fyrir austan völlinn.
Žaš er hiš žurra lónsstęši Hįlslóns sem er yfir 30 ferkķlómetrar žegar ķsa og snjó leysir į vorin og žakiš fķngeršum jökulleir, nokkrum milljónum tona, sem sest til ķ lóninu sķšsumars og er sķšan į žurru į vorin allt fram yfir mišjjan įgśst, į mešan lóniš er aš fyllast.
Sem betur er leggur žennan leirstorm sjaldan yfir flugvöllinn, til žess žyrfti vindur aš standa af sušaustri, austri eša noršaustri, en ķ žeim vindįttum er frekar śrkoma heldur en ķ hlżjustu og žurrustu vindįttunum.

Žrjįr efstu myndirnar eru teknar mešan žaš er logn og śtsżniš til austurs til Snęfells og sušurs yfir Saušį til Brśarjökuls og Kverkfjalla, er hreint og gott.
Mį žvķ segja aš völlurinn geti varla veriš į betri staš hvaš varšar leirfokiš, lķkt og mitt į milli tveggja elda.
Žegar ég var žarna fyrir žremur vikum var logn ķ fyrstu.
Žį var tekin loftmyndin, sem er hin fjórša aš ofan, žar sem sést yfir noršurenda Hįlslóns, og til hęgri sést vegur, sem var geršur į austurbakka lónsins, eins og žaš er žegar žaš er fullt.

Į žessar mynd sjįst aušar leirurnar vinstra megin viš veginn, en gróšurlendi hęgra megin, - en stķflurnar og Fremri-Kįrahnjśkur eru ķ baksżn.
Žetta er ašeins lķtiš brot af žeim žurru leirum, sem žarna eru fram eftir sumri.
Frišžjófur Helgason hefur veriš į ferš viš Hįlslón sķšan ķ gęr og hefur lżst žvķ fyrir mér hvernig ólķft er žar fyrir leirfokinu, einmitt žegar besta vešriš er aš öšru leyti.

Mökkurinn er eins og žykkur veggur, segir hann, og sér varla śt śr augum žegar komiš er inn ķ hann.
Į nešstu myndinni er horft śr sušri yfir nyrsta hluta lónsins, og nś er vindurinn kominn yfir 10 metra į sekśndu og leirstormurinn kaffęrir svęšiš, - stķflurnar og Kįrahnjśkur eru inni ķ kófinu.
17. jśnķ voru leirurnar vinstra megin į myndinni enn blautar aš miklu leyti, en nś eru žęr alžurrar og mį bśast viš aš mun meira leirfok sé žar į svona dögum nś.
Viš žessar ašstęšur veršur grįthlęgilegt eitt af "20 ströngum skilyršum" leyfis fyrir virkjuninni varšandi notkun flugvéla til aš dreifa rykbindiefnum.
Sömuleišis ummęli eins žingmanna žess efnis aš gott vęri aš hafa sem flest "snyrtileg mišlunarlón" į hįlendinu.
Žaš veršur fróšlegt aš sjį myndirnar, sem Frišžjófur kemur meš śr žessari ferš sinni, en myndirnar ķ žessum bloggpistli voru teknar fyrir žremur vikum eins og įšur sagši.
![]() |
Bjart og 16-24°C hiti |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:11 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (5)
10.7.2013 | 10:34
Upplifunaržįtturinn vanmetinn.
Okkur Ķslendingum hefur lengi yfirsést aš śtlendingar sjįi landiš okkar meš öšrum augum en viš sjįlf og hafi žar af leišandi ašrar óskir en viš.
Žannig fullyrti roskinn og reyndur feršažjónustumašur frį Austurlandi fyrir nokkrum įrum, aš śtlendingar hefšu engan įhuga į aš skoša vķšerni, hraun, sanda og eldfjöll į austanveršu landinu, heldur vissi hann žaš af hįlfrar aldar reynslu aš Hallormsstašaskógur vęri lang merkilegasta nįttśrufyrirbęriš žar og hefši langmesta ašdrįttarafliš.
Žangaš ęttum viš aš beina erlendum feršamönnum og reisa sem flestar virkjanir į hįlendinu og gera žar "snyrtileg mišlunarlón" eins og einn žingmašur oršaši žaš.
Hvern hefši óraš fyrir žvķ fyrir rśmum įratug aš fjöldi feršamanna kęmi hingaš nokkrum įrum sķšar til aš skoša venjuleg hśs ķ Noršurmżrinni ķ Reykjavķk?
En žessir feršamenn komu samt hingaš til aš skoša vettvang sögu Arnalds Indrišasonar.
Žvķ fylgir įkvešin upplifun aš lesa įhrifamikla bók eša horfa į įhrifamikla kvikmynd.
Sömuleišis aš kynnast sagnaslóšum śr sögu landsins eftir aš hafa lesiš um višburši fyrri alda, svo sem sögu Fjalla-Eyvindar og Höllu og koma į žį staši žar sem žau bjuggu.
Feršamenn hrķfast af stöšum meš minjum um lķfsbarįttu og lifnašarhętti fyrri kynslóša, svo sem Mesa Verde ķ Klettafjöllunum. Į Ķslandi eru margir slķkir stašir, svo sem minjar um verbśšir į afskekktum stöšum.
Mér žótti talsvert um vert aš finna žann staš ķ Eifel-fjöllum žar sem Hitler stóš ķ byrgi sķnu 10. maķ 1940 og stżrši ekki ašeins žašan einstęšri herför inn ķ Nišurlönd og Frakkland, heldur ęršist af bręši viš fréttirnar af žvķ aš Bretar hefšu hernumiš Ķsland og fyrirskipaši aš gerš yrši įętlunun um innrįs Žjóšverja til aš taka landiš af Bretum.
Sérstakar Game of Thrones-feršir til Ķslands eru žvķ fullkomlega ešlilegar og bara eitt dęmi um žį möguleika, sem ķslensk feršažjónusta hefur til aš uppfylla óskir erlendra feršamanna, sem mörgum okkar finnst óskiljanlegar af žvķ aš viš horfum į allt frį eigin žrönga sjónarhorni.
![]() |
Game of Thrones feršir til Ķslands |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Slóš | Facebook | Athugasemdir (2)
9.7.2013 | 19:22
Žyrfti aš vera undantekingartilfelli.
Eins og nś er mįlum hįttaš gefur 26. grein stjórnarskrįrinnar forseta Ķslands frķtt spil um žaš hvort eša hvernig hann beitir mįlskotsréttinum og einnig um žaš hvort eša hvernig hann rökstyšur įkvöršun sķna.
Engar reglur binda hann til žess aš móta įkvešnar reglur um mįlskot né heldur varna honum žess aš breyta um forsendur fyrir įkvöršunum sķnum.
Ķ stjórnlagarįši voru skiptar skošanir um žaš hvort fara ętti aš dęmi žeirra mörgu rķkja, sem ekki leyfa žjóšaratkvęšagreišslur um fjįrlög og fjįraukalög, lög um skattamįlefni, rķkisborgararétt og lög, sem sett eru til aš framfylgja žjóšréttarskuldbindingum.
Įstęšan hjį žessum rķkjum er sś aš slķkar žjóšaratkvęšagreišslur hafi reynst og geti reynst vafasamar og leitt til vandaręša.
Forseti Ķslands vķsaši til žess ķ dag aš mįliš, sem um vęri aš ręša, fęlist ķ žvķ hve hįtt įkvešiš gjald eša skattur ętti aš vera ķ eitt įr, og tók aš žvķ leyti til undir žau rök hjį sumum žjóšum aš slķk mįl hentušu ekki vel til žjóšaratkvęšis.
Raunar voru rįšsfulltrśar ekki sammįla um mat į žvķ hve vel eša illa žaš hefši reynst aš hafa engar undantekningar, en mįlamišlun nįšist um žaš aš fara aš meš gįt varšandi nż įkvęši um frumkvęši kjósenda en višhalda jafnframt mįlskotsrétti forsetans.
Ég var einn žeirra sem vildi višhalda mįlskotsrétti forsetans į žeim forsendum aš vegna žess aš leiš fyrir kjósendur til frumkvęšis til žjóšaratkvęšis vęri opnuš ķ stjórnarskrįnni, yršu tilefni forsetans til mįlskots undantekningartilfelli, en mįlskotsréttur hans gęti veriš naušsynlegur ķ sérstökum tilfellum, til dęmis žegar ekki gęfist tķmi til venjulegs mįlskots en forsetinn gęti gripiš inn ķ.
Forsetinn hefši einnig žį sérstöšu aš vera eini embęttismįšur landsins, sem sękir umboš sitt beint til žjóšarinnar.
Ber žį aš lķta til žess aš ķ žeim löndum, žar sem žjóšaratkvęšagreišslur eru venjubundnar, tekur yfirleitt talsveršan tķma aš koma žeim ķ kring.
Til dęmis lķša aš mešaltali 3-4 įr ķ Sviss frį žvķ aš hugmynd um žjóšaratkvęši kemur fram žar til af henni getur oršiš.
![]() |
Forsetinn stašfestir lög um veišigjald |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Slóš | Facebook | Athugasemdir (1)
9.7.2013 | 09:27
Žaš er svo svalt af žvķ žaš er svo hlżtt!
Žegar svöl suddažoka lagšist yfir ķ gęr og lį sķšan aftur yfir ķ morgun mįtti vafalaust heyra setningar eins og žessa: "Mikiš ętlar žetta sumar aš verša leišinlegt, dimmt, vętusamt og kalt".
En orsök žokunnar er hins vegar žveröfug: Žaš er svo hlżtt!
Hvernig mį žaš vera?
Jś, ef fariš er inn į vedur.is og vališ nśmer 5, flugvešur, kemur ķ ljós aš ķ 5000 feta hęš, 1500 metrum, er 8 stiga hiti, sem er 6 stigum hlżrra en aš mešaltali um hįsumar.
Žaš samsvarar žvķ ef allt er meš felldu, aš viš sjįvarmįl sé um 17 stiga hiti. En žvķ mišur er sjórinn minnst 7 stigum kaldari en hiš raka og hlżja loft, og žess vegna žéttist rakinn og veršur aš lįgžoku.
Og enn meiri eru hlżindin ef ofar dregur. Ķ 10 žśsund feta hęš, 3000 metrum yfir sjįvarmįli, er hitinn 3 stig! Žar ętti aš vera talsvert frost ef allt vęri nįlęgt mešaltalinu.
Įstęšan fyrir žokunni er eins og įšur sagši sś aš hafiš er svalt, varla meira en 10 stig sušvestanlands, og hlżtt og rakt loftiš, sem berst til landsins śr sušvestri yfir hafiš, žéttist og veršur aš žoku žegar žaš snertir hiš raka haf og einnig raka jörš eftir miklar rigningar undanfarnar vikur.
Žess vegna er svona svalt af žvķ aš žaš er svo hlżtt !
![]() |
Heišskķrt ķ höfušborginni |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóš | Facebook | Athugasemdir (3)
Smįm saman er myndin, sem undanfarin įr hefur veriš dregin upp aš Hruninu og ašdraganda žess ķ rannsóknarskżrslum af żmsu tagi aš fį į sig skżra mynd.
Nišurstašan viršist einföld. Enginn įtti žįtt ķ Hruninu. Ķbśšalįnasjóšur og hśsnęšislįnasprengingin olli ekki Hruninu. Langmestu framkvęmdir Ķslandssögunnar į tveimur landshornum įttu engan žįtt ķ žvķ.
Engir stjórnmįlamenn né verk žeirra ollu Hruninu. Ženslan, sem stigmagnašist meš alltof hįtt skrįšu gengi krónunnar olli ekki Hruninu.
Einkavinavęšing bankanna og afhending žeirra į silfurfati olli ekki Hruninu.
Yfirleitt viršist oršiiš vafasamt, mišaš viš alla afneitunina, aš hęgt sé aš tala um Hrun, hvorki meš stórum staf né litlum. Best er aš nefna žaš "svokallaš Hrun" eins og margir vilja orša žaš.
Meira aš segja er nś talaš um aš einstakur gjaldmišill eins og Bitcoin sé stöšugur sem klettur af žvķ aš žaš sé ekki hann sé sveiflist upp og nišur ķ verši, heldur allir hinir gjaldmišlarnir.
Stutt er ķ aš žaš sama verši sagt um krónuna. Žaš varš aldrei neitt gengisfall né heldur hrun.
Er ekki dįsamlegt žegar nišurstašan ętlar aš verša sś aš alltaf hafi allt veriš ķ lagi og verši įfram ķ lagi meš žvķ aš halda įfram į sömu breut og aš enginn hafi tekiš žįtt ķ neinu, enda aldrei um neitt aš ręša?
![]() |
Segir skżrsluna fulla af slśšri |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Bloggar | Slóš | Facebook | Athugasemdir (18)