Færsluflokkur: Bloggar

Kia stefnir inn í slaginn á toppnum; en þetta er samt ekki jepplingur.

Það er löng upptalning sem fylgir því sem Kia býður með EV6, nýrri kynslóð rafbíla í slag við þá öflugustu frá Tesla, Benz, Polestar og kó. 

Þessi slagur verður æ áhugaverðari, jafnvel þótt meðaljónar hafi ekki efni á að blanda sér í málið með því að kaupa einn.  

Í hrifningarsælunni yfir glæsikerrunni er þó að einu leyti tekið of djúpt í árinni þegar fullyrt er að þetta sé jepplingur.  

Orðmyndin "jepp" á alls ekki við bíl sem  lítur út eins og fólksbíll og er svo lágur frá jörðu, að það vatnar varla undir hann. 

SUV er skammstöfun fyrir Sport Utility Vehicle, sem útleggst Sportnytjabíll. 

 


mbl.is „Geggjaður bíll!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðhaldið löngum í molum og skortur á merkingum. En úrbætur hafnar.

Viðhald íslenskra umferðarmannvirkja hefur lengi verið einn veikasti hlekkurinn á því sviði. 

Hvað hjólin varðar hafa hjólin lengi verið afskipt bæði í byggð og óbyggð. Gott er að vita að í gangi eru úrbætur séu í gangi, því að verkefnin eru æpandi. 

Í annarri viðtengri frétt hér á mbl.is í dag er fjallað um skort á merkingum, eftirliti og viðhaldi merkinga á höfuðborgarsvæðinu, en ekki er síður þörf á að svipast víðar um til þarfra verka til umbóta.

Til dæmis hefur leiðin frá Reykjavík austur fyrir fjall verið eitt af óteljandi dæmum um það. 


mbl.is Stefna á að ná 100 km innan fimm ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mannvirkjaráðuneyti", söguleg afleiða af "mannvirkjabeltum" á hálendinu.

Fyrir örfáum árum skaut upp kollinum hugtakið "mannvirkjabelti", nýyrði sem spratt af fyrirætlunum Landsnets til að leggja háspennulínur þvers og kruss um hálendið. 

Einstaka sveitarfélög hafa lagst gegn stofnun hálendisþjóðgarðs með þeim rökum meðal annarra að þá yrði komið í veg fyrir virkjanir á því svæði. 

Með því er líka í raun átt við "mannvirkjabelti" sem eru blanda af stórum og smáum virkjunum með tilheyrandi neti af vegum og mannvirkjum, draumur, sem gæti verið í stíl við það, sem sjá má á Hellisheiði. 

Í kjölfar kosningasigurs Framsóknarmanna er nú verið að víkka "mannvirkjabelta"hugsunina upp í gegnum allan strúktur komandi valdakerfis þeirra þannig að sem allra mest af þessum risaframkvæmdum falli beint undir valdsvið flokksins. 

Það er engin furða, því að gríðarlegir beinir hagsmunir máttarstólpa flokksins liggja í kaupum þeirra, jafnvel ráðherra eða fyrrverandi ráðherra, á sem flestum jörðum, sem búa yfir virkjanaréttindum af öllu tagi. 

Áður hefur verið greint frá því að Kaupfélag Skagfirðinga, jafnvel sjálfur kaupfélagsstjórinn, eigi allar slíkar virkjanajarðir á Norðvesturlandi, jafnt fyrir vatnsaflsvirkjanir sem risavaxna vindmyllugarða, sem Hafsteinn Helgason upplýsti nýlega í útvarpsviðtali um að myndu framleiða meira en 5000 megavött, eða langleiðina í þrefalt meiri raforku en nú er framleidd samanlagt hér á landi. 

Hátt í 300 megavött eru núna notuð af íslenskum heimilum og fyrirtækjum, en stóriðjan þarf 1900.  Vindmyllugörðunum einum er því ætlað að framleiða 20 sinnum meiri raforku en íslensk fyrirtæki og heimili þurfa, en þar á ófan eru þegar komnar áætlanir um þúsundir megavatta í vatnsafli og gufuafli, og þessar tröllauknu áætlanir réttlættar með því að það skorti rafmagn handa heimilunum og íslensku fyrirtækjunum!

  


mbl.is Ný ráðuneyti á teikniborðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er stærsti íshellir landsins meira en 40 kílómetra langur?

Hinn stóri og glæsilegi íshellir sem fundist hefur í Langjökli minnir á það, að þótt fjöldi íshella í jöklum landsins hafi verið þekktir síðustu áratugi eru þeir líklega aðeins lítill hluti af þeim, sem þessar miklu ísbreiður Íslands geyma. 

Á sínum tíma var Birgir Brynjólfsson jöklabílstjóri, sem yfirleitt var kallaður "Fjalli" vegna viðurnefnis síns "Fjalla Eyvindur", mikill áhugamaður um íshella, og sýndi nokkra þeirra í sjónvarpsmyndum fyrir tæpum aldarfjórðungi. 

Við munna eins þeirra var hann spurður um ófundna hella, sem hugsanlega tækju fram þeim óviðjafnanlegu ishellum, sem hann hefði komið í, sagðist hann hafa veikan draum um þann lengsta og stærsta, en yrði að láta drauminn nægja. 

"Íshellirinn, sem Skaiðarárhlaupin koma í gegnum frá Grímsvötnum og æða undir Skeiðarárjökli út undan jöklinum og til sjávar, hlýtur að vera sá lengsti á landinu," sagði Fjalli. "Kannski hátt í 50 kílómetra langur." 

"Ef það væri tæknilega mögulegt að komast inn í hann á milli hlaupa væri gaman að gera það" sagði Fjalli með glettnislegan glampa í augunum.

   


mbl.is Fundu risastóran íshelli í Langjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ógninni breytt í aðdráttarafl og tekjulind.

Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal er gott dæmi um það, hvernig nýta má sköpunaraflið, sem bjó til Ísland en býr jafnframt yfir einni mestu ógninni.  

Slíkt má finna víða hér á landi og Nýskðpunarverðlaun ferðaþjónustunnar oog árangurinn sem náðst hefur í Vík sýna, hvernig gjöfult hugvit getur moðað úr furðu mörgum möguleikum á miklum fjárhagslegum ávinningi.  


mbl.is Icelandic Lava Show hlýtur Nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verndarnýting er enn stórlega vanmetin hér á landi.

Það hefur lengi verið þrautin þyngri að opna augu Íslendinga fyrir þeim fjárhagslegu verðmætum em einstæð íslensk náttúra felur í sér. 

Við gerð Kárahnjúkavirkjunar var því hafnað alfarið að leggja neitt fjárhagslegt mat á þau stórfelldu náttúruveriðmæti sem fórnað var fyrir virkjunina þótt viðurkenndrr aðferðir við slíkt hefðu verið þróaðar í áratugi erlendis. 

Í mati á náttúruverðmæti efri hluta Þjórsár fyrir rúmum áratug var sá hluti árinnar og það svæði, sem svonefnd Kjalölduveita hefði stórfelld áhrif á metið metið sem lítilfjörlegt á þeim forsendum að vegna lélegs og erfiðs aðgengis hefðu nær engar mannaferðir verið þar!

Nafnið Kjalölduveita, áður Norðlingaölduveita var afvegaleiðandi, því vatnsorkan, sem átti að beisla fólst í þremur stórfossum, sem þurrka skyldi upp, og hefði heiti virkjunarinnar því átt að vera Þjórsárfossavirkjun. 1024px-King_Edward_Front_Panorama

Og fossarnir þrír gætu auðveldlega orðið aðgengilegir af austurbakkanum. 1024px-Banff_from_Sulphur_Mountain_2020

Þegar svipast er um erlendis má sjá, að í tengslum við þjóðgarða og friðuð svæði er víða búið að setja á fót ýmsa starfsemi, sem byggir á gildi náttúruverðmætanna og eru drjúg tekjulind. 

Gott dæmi um slíkt er átta þúaund íbua fjallabærinn Banff í Banff-Jasper þjóðgarðinum í Klettafjöllum Kanada, sem er beinlínis byggt sem aðsetur listafólks og annarra, sem þurfa friðsælan stað í ægifögru umhverfi til þess að auka andagift sína, innblástur og sköpunarmátt. 1024px-Town_of_Banff_viewed_from_Sulphur_Mountain

Þetta kemur upp í hugann þegar lesið er viðtal við erlendan tónlistarmann, Damon Albarn, sem ætlar að halda tónleika í Hörpu næsta vor og byggja efnisskrána á þeim áhrifum, sem íslensk náttúra hefur haft á hann.  

Með honum verður stór hljómsveit með strengjasveit til flutningsins. 


Stundum þarf aðeins eitt orð í texta til að lama hann.

Þótt jarðefnaeldsteyti eins og kol sé loksins komið inn í texta loftslagssamnings minnir breyting á orðinu að "hætta" í að "minnka" á hliðstæður úr textagerð laga og samninga á tilfelli, þar sem aðeins eitt viðbótarorð verður til þess að ónýta textann.  

Til dæmis stóð hér á árum áður styrr um orðalag um notkun stefnuljósa í umferðinni og endaði það mál þannig, að þeir sem andæfðu skyldu til notkunar þeirra, sem birt var í upptalningu á þeim aðstæðum, sem bílstjórar ættu að gefa ljós, fengu því framgengt að á undan upptalningunni var bætt orðinu "einkum".  

Þetta var gert, en afleiðingarnar urðu þær að ákvæðið varð gersamlega máttlaust. Hvergi í okkar heimshluta er viðlíka ástand og hér. Engu er likara en að meirihluti líti svo á að það sé óþolandi skerðing á persónufrelsi hvers og eins að skylda til notkunar stefnuljósa, þer sem það á við og gerir gagn.  

Svipað má segja um það, þegar andófsmenn gegn stjórnarskrárákvæði um auðlindir vilja setja orðið "að jafnaði" inn í textann.  

Vissulega væri æskilegt að nóg framför fáist með hinum útvatnaða texta í Glasgow, en með orðalagsbreytingunni opnast engu að síður leið til að lama textann alveg. 

Það opnar á leið til þess að hver þjóð um sig reyni að komast af með sem allra minnstri minnkun framleiðslunnar. 


mbl.is Segir samninginn vera „fall fram á við“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skiljanlegur en skaðlegur ágreiningur um hlutskipti þróunarlandanna.

Hin títt nefnda Olíuöld hófst nokkuð rólega snemma á 20. öldinni en færðist mjög í aukana upp úr 1960 með mengun og vaxandi rányrkju margra nauðsynlegustu auðlindanna. 

Þróunarríkin komust ekki að þessum kjötkötlum fyrr en nokkrum áratugum á eftir Vesturveldunum, fyrst Japan, en síðan Suður-Kórea, Kína og Indland, sem nú telja sig hafa verið hlunnfarin í veislunni af þeim gráðugu ríkjum, sem hafa étið megnið af kökunni, sem var til skiptanna í heild fyrir þjóðir heims. 

Talsmenn þessara afskiptu þjóða telja það ósanngjarnt, að nú, þegar dýrðardagar þessa orku- og mengunarsvalls eru á enda, verði niðurstaðan sú, að frekustu ríkin til fjörsins skuli hafa graðgað til sín auðlindirnar og færist undan því, að þróunarríkin fái það það bætt, að þeim hafi verið haldið frá allri orkudýrðinni. 

Þetta er skiljanlegt sjónarmið þróunarríkjanna, þegar litið er yfir olíuöldina í heild, en því miður verður ekki framkvæmanlegt að jafna þessi misskiptu kjör ríkra og fátækra þjóða í þeim mæli sem óskað er eftir. 

Ef ágreiningurinn á eftir að draga úr árangri af því risavaxna verkefni, sem knýr dyra með vaxandi þunga, verður verður það skaðlegt og það mun bitna á öllum. 


mbl.is Bætur til þróunarríkjanna helsta ágreiningsefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverður kafli á hjólastíg banaslyss. "Passaðu þig á myrkrinu" sagði Jónas.

Hér má sjá nokkrar myndir teknar á hjólastíg á kafla, sem ekinn var á rafreiðhjóli í gær í hjólaferð frá Spönginni í Grafarvogi vestur á Bræðraborgarstíg. DSC09836

Fyrsta myndin er af fararskjótanum, tekin á undir Gullinbrú í Grafarvogi. 

Þegar komið var út úr Borgartúni þar sem framundan eru gatnamót Snorrabrautar og Sæbrautar liggur hjólastígurinn yfir Sæbrautina og beygir þar strax til vinstri vestur Sæbraut. 

Banaslysið á dögunum varð á þessum hjólastíg meðfram Sæbraut en nokkur hundruð metrum austar í myrkri og rigningu. 

Í gær var orðið rokkið og myndirnar teknar í björtu í dag. DSC09846

Þar sem beygt er til vinstri og vesturs í beygju inn á hjólastíginn glyttir í eins skonar skilti á staur, sem snýr þannig við manni á hjóli, að jafnvel í skjannaburtu fer það alveg famhjá manni, og í gær varð ég ekki einu sinni var við það, enda stendur það utan marka stígsins og utan sviðs ljósanna tveggja sem eru á hjólinu. 

Þess vegna er ómögulegt fyrir hjólamann, sem kemur þarna að í myrkri og jafnvel í björtu að sjá að nein hindrun sé nú framundan á leiðinni til vinstri í vesturátt og því óhætt að halda áfram áhyggjulítið. DSC09842

Sem betur fór, hef ég verið þess minnugur síðan ég axlarbrotnaði í árekstri við hjólamann á upplýstum hjólastíg fyrir tveimur árum af því að maðurinn var að lesa niður fyrir sig á ferð sinni og málningunni á stígnum hafði ekki verið haldið heldur máð á stórum köflum. 

Hann missti sjónar af slitróttum strikunum í miðju stígsins og sveigði skyndilega þvert í veg fyrir mig. 

Þar að auki hef ég á síðustu dögum mætt rafskútumanni á fullri ferð með hægri hönd á stýri, en ekki með vinstri höndina líka, af því að í henni hélt hann á snjallsíma, sem hann var í óða önn að lesa á! 

Nóg um það, en fyrir bragðið var farið hægar á hjólinu í gær þótt engin umferð væri á móti þá stundina.DSC09844

En allti í einu gerðist þetta:  Í rökkrinu birtist gráleitt tveggja metra langt málmskilti á staur á miðjum stígnum, og þveraði skiltið allan hjólastíginn! 

Á neðstu myndinni, sem birtast með þessum pistli, er mynd sem sýna, að enda þótt merkingar séu vestan við þennan stað, sem eru ætlaðar þeim, sem eru á leiðinni í hina áttina, í austurátt, er hafður vinkilbogi á merkinu sem snýr þannig, að hjólamaður sem rekst á merkið, fremur kviðristu! DSC09843

"Passaðu þig á myrkrinu," sagði Jónas Jónasson iðulega í gamla daga. Spurning hvort slíkt nægi alltaf, heldur þurfi að passa sig á ljóslausum og hjálmlausum vegfarendum á rafskútum að lesa niður fyrir sig og það jafnvel á 75 kilómetra hraða. .  


mbl.is Ók rafskútu á 75 km/klst. úti á götu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sama kattahald í einbýli og fjölbýli.

Það ætti að fara eftir aðstæðum og umhverfi hvort kattahald sé leyft eða ekki. 

Þegar búið er í einbýlishúsi eða raðhúsi er vel hægt að hafa kött og hamla gegn lausagöngu kattar, en öðru máli gegnir um fjölbýlishús. 

Þar er ekki ráðlegt að hafa ketti, því að skoðanir fólks, sem býr í blokkum geta verið mjög mismunandi og ástæðurnar líka, allt frá ofnæmi fyrir köttum til heitrar andúðar á þeim. 


mbl.is Helmingur Íslendinga hlynntur lausagöngu katta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband