Skiljanlegur en skaðlegur ágreiningur um hlutskipti þróunarlandanna.

Hin títt nefnda Olíuöld hófst nokkuð rólega snemma á 20. öldinni en færðist mjög í aukana upp úr 1960 með mengun og vaxandi rányrkju margra nauðsynlegustu auðlindanna. 

Þróunarríkin komust ekki að þessum kjötkötlum fyrr en nokkrum áratugum á eftir Vesturveldunum, fyrst Japan, en síðan Suður-Kórea, Kína og Indland, sem nú telja sig hafa verið hlunnfarin í veislunni af þeim gráðugu ríkjum, sem hafa étið megnið af kökunni, sem var til skiptanna í heild fyrir þjóðir heims. 

Talsmenn þessara afskiptu þjóða telja það ósanngjarnt, að nú, þegar dýrðardagar þessa orku- og mengunarsvalls eru á enda, verði niðurstaðan sú, að frekustu ríkin til fjörsins skuli hafa graðgað til sín auðlindirnar og færist undan því, að þróunarríkin fái það það bætt, að þeim hafi verið haldið frá allri orkudýrðinni. 

Þetta er skiljanlegt sjónarmið þróunarríkjanna, þegar litið er yfir olíuöldina í heild, en því miður verður ekki framkvæmanlegt að jafna þessi misskiptu kjör ríkra og fátækra þjóða í þeim mæli sem óskað er eftir. 

Ef ágreiningurinn á eftir að draga úr árangri af því risavaxna verkefni, sem knýr dyra með vaxandi þunga, verður verður það skaðlegt og það mun bitna á öllum. 


mbl.is Bætur til þróunarríkjanna helsta ágreiningsefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Það er samt algjör óþarfi hjá þessum mótmælendum í Glasgow að hrópa
Fuck the Queen

Grímur Kjartansson, 13.11.2021 kl. 23:11

2 identicon

Mesta furða að Ísland skuli ekki talið meðal þróunarríkja.

Að einhver íslendingur kvarti yfir því að Englands drottning ætti að fokka sér ætti að vera skýrt dæmi um að Ísland ætti að vera neðar í skör við þróunarríki. 

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 14.11.2021 kl. 01:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband