Færsluflokkur: Bloggar
16.5.2021 | 23:53
Vetrarvertíðarlok og vinnuhjúaskildagi leiddu ömmu og afa saman.
Allt fram á okkar daga voru vertiðarlok á Suðurlandi 11, maí, en vinnuhjúaskildagi 14. maí.
1918 fór afi, Þorfinnur Guðbrandsson, þá 28 ára, gangandi af stað úr Garðinum áleiðis austur á Síðu með vertíðarlaun sín til að afhenda þau húsbónda sínum og þiggja í staðinn húsaskjól og mat þar til næsta vertíð byrjaði 1919.
Þannig hafði hans líf sem vinnumanns frá unglingsárum verið fram að því.
Nú var komið skipið Skaftfellingur til sögunnar, sem flutti hann milli Vestmannaehyja og Víkur.
í Eyjum kom um borð 22ja ára gömul stúlka, Ólöf Runólfsdóttir, sem var á svipaðri vegferð, úr vist í Eyjum austur til Svínafells í Öræfum þar sem hún hafði verið tekin í fóstur sjö ára gömul.
Svo virðist sem þau Ólöf og Þorfinnur hafi fellt hugi saman um borð, því að þetta ferðalag milli Eyja og Víkur varð upphafið að sambúð þeirra meðan bæði lifðu.
Í október gaus Katla og olli miklumm búsifjum og umróti í Skaftafellssýslu og Þorfinnur og Ólöf voru meðal þeirra sem fluttu til Reykjavíkur.
Ofangreint er eitt af ótal dæmum um það hvernig dagarnir tveir, 11. og 14. maí, settu mrk sitt á þjóðlífið alveg fram til 1983, þegar farið var í það að koma á kvótakerfinu, sem gerbylti mörgu í sjávarbyggðum landsins, meðal annars því að nú hvarf sá ljómi sem verið hafði í kringum aflakónga landsins.
Og vart þarf að geta alls þess sem fylgt hefur kvótakerfinu til okkar tíma.
![]() |
Lokadagur liðin tíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 17.5.2021 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2021 | 14:52
Fyrir réttum 80 árum: 16.maí 1941, einn af tímamótadögum þjóðarinnar.
Lýðveldið Ísland var stofnað 17. júní 1944 en endanleg ákvörðun um það að stofna leggja niður konungsríkið og taka upp lýðveldi í samræmi við heimild til þess í Sambandslagasamninginn við Danmörku 1918 var tekin á Alþingi föstudaginn 16. maí 1941.
Næsta skref var stigið 17. júní 1941 með stofnun embættis ríkisstjóra Íslands.
Þessa vordaga var árið, sem öll helstu hernaðarveldi heimsins, að Sovétríkjunum, Bandaríkjunum og Japan meðtöldum drógust öll inn í stríðið.
Við Miðjarðarhafið sóttu herir Þjóðverja fram á Balkanskaga og í Norður-Afríku, og Þjóðverjar voru á fullu við að undirbúa mestu hernaðarinnrás sögunnar í Sovétríkin sem brast á 22. júní. Japanir réðust á Pearl Harbour 7. desember.
Á Íslandi stefndi í að Bandaríkjaher tæki við af Bretum í júní og tveimur dögum eftir yfirlýsingu Alþingis um komandi lýðveldi lögðu þýsku herskipin Bismarck og Prinz Eugen upp frá Gdynia í leiðangur og stærstu sjóorrusti stríðsins á Atlantshafi suðvestur af Íslandi.
Ákvörðunin 16. maí varð endanleg, ekki spurning um hvort, heldur um stofunardag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2021 | 01:21
Sá ræður miklu sem aðstæðunum ræður.
Það eru gamalkunnug sannindi að ekki er hægt að gefa hverjum þáttakanda í liðsheild einkunn og leggja síðan saman og fá getu heildarinnar út.
Þetta gildir ekki bara um íþróttalið heldur líka kóra allt niður í dúetta.
Þegar Jón frá Ljárskógum lést langt um aldur fram varð sjálfhætt hjá M.A. kvartettinum.
Í honum voru fjórir ungir menn með fallegar raddir sem mynduðu alveg einstaklega góðan og auðþekkjanlegan samhljóm.
Það var ekki aðeins að raddirnar blönduðust fallega saman heldur einnig hitt, að hin djúpa, silkimjúka og "breiða" rödd Jón líkt og klæddi allar hinar raddirnar inn í hljóm sem umvafði útkomuna.
Þekkt er að hin bestu keppnislið hafa lent í því þegar þau leika við lið sem eru jafnvel á einu plani neðar í getu, að falla niður á það stig eða enn neðar, til dæmis í grófum leik.
Sálræna hliðin er mikilvæg og jafnvel enn frekar að luma á leynivopnum í leikaðferðum.
Frá upphafi stríðssigra Þjóðverja á árunum 1938 til síðsumars 1940 olli ekki stærð flugflotans mestu um árangurinn í Blitzkrieg, heldur sú alveg nýja og einstæða samhæfing og sambandstækni sem gernýtti getu þýsku vélanna til þess að verða að hluta af fótgöngu- og skriðdrekaliðinu.
Þessi snilld miðaðist eingöngu við landhernað, enda var Hitler landkrabbi, sem aldrei hafði kynnst hafinu eða sjóhernaði.
Þegar kom að innrásinni í Bretland hrundi þessi dýrð. Flugdrægni vélanna miðaðist við stuttar og snarpar árásir en alls ekki við lengra flug yfir Ermasundið.
Í stað þess að Stuka-vélarnar væru þá mesta ógnarvopnið áfram, réðu þær ekkert við verkefni sín yfir Ermasundi og voru alveg dregnar út úr Orrustunni um Bretland vegna hrakfara.
Vietnam stríðið er eitthvart besta dæmið um það þegar her, sem er frummstæður hefur betur í stríði við her, sem sá lang best vopnum búinn og öflugur á jarðarkringlunni.
Ali vann marga bardaga sína með því að "boxa sitt box" og hafði líka lag á að gera hvaða hring sem var að heimavelli, eins og frægt varð í Rumble in the Jungle" 1974.
![]() |
Þegar við spilum okkar leik erum við miklu betri en þeir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2021 | 17:27
Neyðartilvik; grundvallaratriði í flugi, sem vill gleymast.
Svonefnd öryggissvæði við enda flugbrauta er gott dæmi um þá hugsun í flugreglum, að ef það er rétt ályktun og nauðsynleg, sem flugstjóri verður að taka í neyðartilviki, geti verið nauðsynlegt að aðrar og minna nauðsynlegar reglur þurfi að víkja fyrir neyðinni.
Frægt dæmi var sú ákvörðun Sullenbergers flugstjóra Airbus þotu sem fékk fuglahóp inn í hreyflana svo að þeir stöðvuðust og eyðilögðust skömmu eftir flugtak í New York , að nauðlenda frekar á Hudson ánni inn en að að beygja í aðra átt og lenda annað hvort á La Guardia flugvelli eða Teteboro flugvelli.
Í upphafi leit það illa út fyrir flugstjórann að hafa frekar lent á fljóti heldur en að lenda á flugvelli.
Með eftirlíkingum af fluginu í flughermum kom í ljós, að hann hefði getað snúið við og lent farsællega.
Málið snerist hins vegar alveg við þegar það kom í ljós vegna fyrirspurna flugstjórans, að það tókst ekki að gera þetta fyrr en eftir 19 tilraunir.
Og það, þótt gert var ráð fyrir að ákvörðun væri tekin samstundis þegar fuglarnir eyðilögðu hreyflana, nokkuð, sem var ómögulegt að gera í aðstöðu flugstjórans.
Þegar Patreksfjarðarflugvöllur var lagður niður var töluverðum fjármunum, á aðra milljón króna, varið til þess að skemma hann svo mikið að hann yrði örugglega aldrei framar lendingarstaður.
Er þar um að ræða svipað og nú er gert á SV-NA braut Reykjavíkurflugvallar.
Að sjálfsögðu þarf að merkja það vel ef völlur er tekinn af skrá, svo að flugmenn viti það.
En það má setja spurningarmerki við það að viðkomandi mannvirki sé kyrfilega eyðilagt og þar með komið í veg fyrir það, að hann geti nýst í sannanlegri neyð.
Hvað Patreksfjarðarflugvöll snertir ber að gæta að því, að margar flugvélar hafa bæði flugeiginleika og eru sérstaklega tryggðar til þess að lenda á stöðum sem samkvæmt skilmálum tryggingarinnar standast ákveðnar kröfur.
![]() |
Ekki lengur flugbraut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2021 | 19:42
1 á móti 15 kunnuglegt hlutfall á milli fallinna.
Í þeirri átakahrinu, sem nú er hafin milli Ísraelsmanna og Palestínumann, glyttir stras í kunnuglegt hlutfall. Það er hlutfallið á milli fallinna, sem var yfirleitt þannig í fyrri hrinum, að fyrir hvern fallinn Ísraelsmann af völdum eldflaugaskota Hamas væri það næstum því eðlilegt að Ísraelsher dræpi í það minnsta 15 Palestínumenn.
Hugsanlega gætu lokatölur orðið 100 gegn jafnvel 2000.
Sérkennileg kenning lætur nú talsvert fyrir sér fara á samfélagsmiðlum, sem sé sú, að þessi fjöldadráp séu Palestínumönnum einum að kenna, því að þeir reyni allt sem þeir geti til þess að hjálpa Ísraelsmönnum til að drepa sem flesta og gerðu líka allt sem þæir gætu til þess að ísraelskar eldflaugar og sprengjur dræpu sem allra flesta og yllu sem mestu tjóni.
Það væri ástæðan fyrir því að ekkert eldflaugaloftvarnakerfi væri á landsvæði Palestínumanna.
Ekki fylgir þessari sögu hvernig og hvar Palestínumenn gætu fengið fé, mannskap og aðstöðu til þess að koma sér upp neinu vopnabúri í líkingu við best vopnuðu þjóð í heimi, miðað við mannfjölda.
Möguleikinn á slíku er varla meiri en að Palestínumenn eigi möguleika á að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri eins og Ísraelsmenn.
Og einnig hvernig það væri hægt í ástandi þar sem önnur þjóðin heldur hinni í innilokaðri herkví og hefur hernumið landið í 53 ár.
![]() |
Enginn endir í augsýn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
14.5.2021 | 12:54
Útverðirnir eru grænir. Ísland var grænt í lok 14. aldar.
Grænland, Ísland, Færeyjar, nyrðri hluti Noregs og Finnland eru græn á korsti Sóttvarnarstofnunar Evrópu.
Þetta eru útverðir Evrópu í norðri og ekki í fyrsta skipti sem Ísland er grænt á tímum hrikalegrar drepsóttar.
Þegar svarti dauði komst loks til Íslands 1402 hafði landið verið "grænt", sloppið í nokkra áratugi við drepsóttina, og í eitt skiptið á þann einfalda hátt, að ekkert var siglt til landsins og þeir sem þó lögðu af stað, lifðu siglinguna ekki af.
Gildi hamlandi aðstæðna í flutningum til og frá landinu hefði því átt að vera öllum ljós fyrir ári, þegar virtist yfirsjást það með þeim afleiðingum að nýjar bylgjur komust á kreik hér.
![]() |
Ísland aftur grænt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var frábær hugmynd, eftirfylgni og verðskulduð heppni að Rebekka Guðleifsdóttir náði jarðeldinum, í Geldingardölum inn á fasta mynd sína á myndavél í sjónlínu frá heimili sínu í Hafnarfirði og hafði síðan gosgíginn sjálfan í sjónlínu frá 23. mars eftir því sem hún segir frá.
En þann dag og síðan eftir það þegar skyggni hefur leyft, hafa gígurinn og eldurinn sést og komið inn á mynd. Stækkun gíganna og hækkun, nú síðustu dagana og vaxandi eldhryðjur og strókar njóta sín þvi vel þá daga sem skyggnið er nægilegt.
Vegna þess að ekki var bein sjónlína að upptökustaðnum í byrjun, eftir því seme best verður séð, sást það ekki 19. mars klukkan 21:30, þegar eldurinn braust allra fyrst upp úr auðri og myrkvaðri jörðinni og er því engin mynd til af því á því augnabliki.
Eina hreyfimyndin af blábyrjun eldgoss hér á landi, er því frá Kröflugosi haustið 1984, þegar myndavélin er í gangi og landið almyrkvað, en síðan brýst glóandi eldstrókur eins og hnífsoddur upp í gegnum jörðina, síðan annar skammt frá og síðan koma fleiri sem smám saman hækka og tengjast saman unz þeir eru orðnir að skörðóttum nokkra tuga metra háum og meira en kílómeters löngum eldvegg.
![]() |
Myndaði Keili daglega og svo hófst gos |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2021 | 18:16
Milliskref yfir í algera aðilavæðingu.
Í viðtengdri frétt á mbl.is koma fjórar persónur hið minnsta við sögu en gætu verið fleiri.
Gætu allar verið af sama kyni eða bara sumar.
Hér eru persónurnar nefndar í þeirri röð, sem þeirra er getið.
1. Lögregla. Ekki er getið um kyn né fjölda, en orðið lögregla er kvenkyns, hún lögreglan.
2. Manneskja. Lögreglu er tilkynnt um að manneskja sé að reyna að brjótast inn í hús. Orðið manneskja er kvenkynsorð en karlar geta jú líka verið manneskjur.
3. "Maðurinn." Nánar tiltekið "maðurinn, sem tilkynnti." Orðið er karlkynsorð, en konur eru jú líka menn.
4. "Annar." Nánar er tiltekið í fréttinni, að þessi maður hafi "ásamt öðrum" verið búinn að handtaka "viðkomandi." Ekki er þess getið hvort "ásamt öðrum" eigi við einn eða fleiri, karla eða konur og því síður skýrist hvort "viðkomandi" sé kona eða karl, konur eða karlar.
Ofangreint dæmi sýnir í hvaða ógöngur meðferð íslensks máls ratar í vaxandi mæli.
Svo langt ganga þessi vandræði, að sífellt verður það tíðara að gripið sé til orðsins "aðili" til þess að slétta þetta allt út á einu bretti með allsherjar aðilavæðingu.
Þá þarf ekki lengur að segja "að vera maður með mönnum" heldur "að vera aðili með aðilumm."
Ekki: Maður er manns gaman,
heldur
aðili er aðila gaman.
Annars er hann aðilafæla og ekki aðilum sinnandi.
Nú þegar hefur orðið björgunaraðilar útrýmt nær öllum öðrum orðum sem notuð eru um björgunarmenn.
Ráðherrar munu líklega hverfa og breytast í "ríkisstjórnaraðila."
Forsætisráðherra verður "forsætisríkisstjórnaraðili."
Forseti Íslands verður fyrirsæta Íslands? Ja, því ekki? Eða fyrirsætuaðili?
Og Agnes biskupsaðili.
'
![]() |
Handsömuðu manneskju og biðu eftir lögreglu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2021 | 13:18
Eftir hverju er beðið? Skorradalur eins og flugvél án belta, flotvesta og útganga?
Í viðtengdri frétt á mbl.is eru rakin nokkur atriði varðandi sívaxandi hættu á stórbruna í vaxandi skóglendi Skorradals.
Þessi atriði hafa verið ljós um áraraðir og eina breytingin sem skiptir máli, er sú, að eðli málsins samkvæmt vex skógurinn og hækkar og eldsmaturinn vex þar með.
Nú er vor og þrátt fyrir allt umtalið að undanförnu um þá vá sem þarna vofir yfir, er ljóst, að ekkert verður héðan af gert áður en núverandi þurrkum linnir og eðlegt sumarveður gengur í garð.
Þá vill þetta ef að líkum lætur gleymast þangað til eitthvart næsta vor komi þurrkar og umræðan fari enn einu sinni af stað; með engum árangri eins og venjulega.
Búið er að margrekja hvernig málum er háttað árum saman og af þeirri hrollvekjandi lýsingu sést, að litlu skiptir þótt í fyrsta sinn í sögunni sé lýst yfir nýrri skilgreiningu um rautt hættuástand eða neyðarástand meðan raunverulegar aðgerðir og úrbætur eru ekki framkvæmdar og það strax.
En þessi stórfellda vanræksla samsvarar því að í hverri flugferð á milli landa lýstu flugfreyjur skilmerkilega yfir því fyrir framan farþegana hvernig nota skuli neyðarútganga, flotvesti, sætisbelti og súrefnistæki en hins vegar væri flugvélin ekki búin neinu af þessu.
Slíkt ástand yrði að sjálfsagt fordæmt og viðkomandi flugvél kyrrsett.
Í fluginu og mörgu öðru gildir nefnilega svonefnt lögmál Murphies að geti eitthvert atriði farið úrskeiðis, muni það gerast.
Við það má bæta, að menn fá yfirleitt engu um það ráðið hvenær þetta gerist og að flugstjórar geta ekki valið sér þann tíma þegar bilanir verða.
![]() |
Gróðureldar ógn og Skorrdælir uggandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2021 | 00:11
Furðulega þröng sýn hjá framsýnum mönnum.
Þegar stóriðjubylgjan reis sem hæst hér á landi í kringum tvær stærstu virkjanir landsins, sem risu á sama tíma, sýndist það eina í stöðunni til þess að koma viti fyrir hið vitfirrta efnahagslíf andsins vera að snúa við blaðinu og athuga þann möguleika að hætta við risaálver í Helguvík og á Bakka en taka í staðinn inn mun skaplegri notendur, gagnaver.
Þau gætu skapað betur borguð störf á grundvelli mun meiri tekna miðað við orkunotkun.
Úr varð að gagnaver risu suður með sjó og við Blönduós og þegar Hrunið dundi yfir sátu þau eftir en risaálverin tvö voru aldrei reist.
En ekki liðu hins vegar mörg ár þar til ný græðgisbylgja reis, rafmyntaæðið. Það hefur út í frá fengið flug með því að boðin eru þau býsn af ofsagróða af rafmyntabraski að það er fyrir ofan skilning venjulegs fólks að skilja, hvernig allir geti orðið nilljarðamæringar án þess að neinn tapi á æði.
Elon Musk verður að teljast í hópi með framsýnna frömuða á okkur tímum, þótt ekki væri nema fyrir rafbílaforystu hans, en með yfirlýsingu um að Tesla myndi gefa grænt ljós á notkun rafmyntar í sölu nýrra Tesla bíla brá svo við að hlutabréf í rafmyntarfyrirtækjum rauk upp úr öllu valdi.
En nú virðist Musk vera að sjá að sér eftir að hann hefur skoðað betur hvaða afleiðingar veldisvöxtur rafmyntarfyrirtækja muni hafa á grunnþáttinn í framleiðslu Tesla, sem er að minnka notkun jarðefnaeldsneytis.
Hraðvaxandi orkuþörf bitcoin og annarra rafmynta ber í sér helstu einkenni mestu hrakfara, sem efnahagssaga síðustu 95 ára, heimskreppunnar sem skall á i október 1929 og bankakreppunnar 2008.
Þegar við það bætist ofvöxtur orkufreks sviðs fjármála með sóun á dýrmættri orku er Musk vonandi að átta sig á megin atriðum þessa nýja sápukúluæðis.
![]() |
Bitcoin hríðfellur eftir tilkynningu Musks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)