Íslenskt andvaraleysi ("þetta reddast") brýst víða fram þessa dagana.

Orðið andvararleysi kemur víða upp í hugann þessa dagana. Fyrir 65 árum var framkvæm sú stefna að láta eina vatnsleiðslu ofan af landi nægja fyrir allt kalt og heitt vatn fyrir Vestmannaeyjar. 

Ef einhver hefur þá heyrt lögmál Murphys nefnt á þeim tíma þá hefur verið teflt á móti henni hinni dásamlegu íslensku reglu, sem oft hefur verið lýst með orðunum "þetta reddast". 

Sem auðvitað var ávísun á þá frétt dagsins í dag að lýsa yfir neyðarástandi í vatnsveitumálum Vestmannaeyinga.  

Í viðtali við Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra kemur fram að svo mikill skortur sé á raforku hér á landi nú, að ef aðeins ein virkjun í kerfinu, svo sem virkjunin í Svartsengi, falli út, verði allur raforkumarkaðurinn íslenski í uppnámi.  Með þessu fylgja misvísandi fréttir um að annars vegar sé þetta því að kenna að ekkert sé virkjað, en á móti frétt um að rannsókn sérstakrar nefndar á orkumálum leiði það í ljós að auðvelt sé enn að nýta virkjaða orku miklu betur og nýta ávinninginn af því. 

Benda má á ágætis pistil Bjarna Jónssonar um þetta efna.  


mbl.is Toppurinn á Keili hefur hreyfst til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Í kvöldfréttum RÚV í gær kom fram að sífellt stærri prósenta orkunnar sem er framleidd fer í stóriðju (til stórnotenda, gagnavera og annarra stórnotenda þar innifalið, ekki aðeins hefðbundin álframleiðsla). 

Heimsmenning okkar tíma byggist á sífellt meiri orkuþörf og raforkuþörf. Göngin sem fyrirhugað er að gera til Vestmannaeyja þurfa mikla orku. 

Ég held að það hafi verið Halla Hrund sem sagði í þessu viðtali á RÚV að almenningur gæti orðið útundan ef stórnotendur fá sífellt meira. Annaðhvort að virkja meira eða dreifa orkunni öðruvísi, meira til landsmanna, minna til stórnotenda.

Almenningur þarf að koma að ákvarðanatöku, með þjóðaratvæðagreiðslu, ef þetta verður virkilegt vandamál.

Það ætti ekki að vera sjálfkrafa óhjákvæmilegt að stórnotendur krefjist fleiri virkjana, ekki fyrir almenning heldur stóriðjuna í ýmsum myndum.

Landsmenn þurfa val og málsvara.

Ingólfur Sigurðsson, 29.11.2023 kl. 03:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband