Færsluflokkur: Pepsi-deildin
11.10.2019 | 20:49
Íslenska liðið stóð sig með prýði í góðri baráttu.
Íslenska landsliðið stóð sig með prýði á móti heimsmeisturunum í kvöld og missti aldrei móðinn þrátt fyrir að missa máttarstólpa útaf snemma leiks.
Þetta er það sem maður vill sjá, að gefa allt í þetta og berjast eins og ljón allan tímann.
Það er ekkert við 0:1 tapi að segja sem kom út af klaufalegri ástæðu fyrir vítaspyrnu, óhappi, sem alltaf má búast við í leik.
Ef íslenska liðið heldur þessum dampi áfram, geta strákarnir verið til alls vísir.
Áfram, Ísland!
Sárt tap gegn heimsmeisturunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2019 | 20:26
Þurfum þrjú mörk á tíu mínútum, er EM-draumurinn að deyja?
Á einu augnablikinu nú í síðari hálfleiknum birtist á töflu, hvernig Albanir höfu átt miklu fleiri sendingar en Íslendingar í leiknum, sem nú virðist vera það sama og að við séum að tapa EM-draumnum út í hafsauga.
Í fjórða marki Albana var nánast fjöldi manna þeirra fríir fyrir markinu, hvílíkt klúður!
Slæmur skellur í Albaníu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2019 | 20:53
Takk! Spurningunum var svarað á vellinum í kvöld.
Í pistlinum á undan þessum var þess óskað að öllum spurningum um landslið Íslendinga og Tyrkja yrði svara að vellinum í kvöld en ekki í Leifsstöð, sendiráðum, ræðismannsskrifstofum eða öðrum stöðum utan vallar.
Og svo sannarlega fengust svör, takk, takk, takk, okkar góða og gamalkunnuga landslið!
Tyrkjum var komið niður á jörðina og sætur íslenskur sigur skapaður á liði, sem niðurlægði heimsmeistarana sjálfa fyrir nokkrum dögum.
Ísland stöðvaði Tyrki í Laugardalnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.6.2019 | 16:19
Gott ef búið er að vinna bug á lokamínútudraugnum.
Í leik Albaníu og Íslands í dag skipti mestu máli að halda íslenska markinu hreinu.
Það eitt er afar dýrmætt og fagnaðarefni.
Í of mörgum leikjum síðustu misseri hefur íslenska liðið tapað vegna marka, sem það fékk á sig undir lok leiksins, og það getur til dæmis stafað af því að leikaðferðin hafi útheimt svo mikla eyðslu orku og úthalds, að einbeitingu og snerpu hefur skort á mikilvægum augnablikum undir lok leiksins.
Mjög mikilvægt er að dreifa orkunotkuninni þannig, að hún endist leikinn til enda, og enda þótt eittvað kunni að hafa skort á glæsileika í spilinu, skiptir mestu að hala öll stigin þrjú innfyrir með tiltækum ráðum, útsjónarsemi og yfirvegun.
Perla Jóhanns í mikilvægum sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.5.2019 | 01:42
Skaginn virðist til alls vís.
"Skagamenn skoruðu mörkin". Síðuhafa hraut þetta af munni, bæði þegar hann gerði textann með þessu heiti hérna um árið og einnig þegar hann heyrði úrslit leiks Vals og ÍA á heimavelli Valsmanna nú í kvöld.
Þau úrslit rímuðu við umsögn Loga Ólafssonar um þessi tvö lið og væntanlegan leik þeirra í hádegisverði í Laugardalshöll í gær.
Logi spáði að vísu "varfærnislega" að úrslitin yrðu líklegast 2:2, en hafði áður gefið sterklega í skyn í greiningu sinni á nýliðunum í Úrvalsdeildinni, að liðið lofaði mjög góðu fyrir sumarið og væri til alls víst gegn hvaða liði, sem væri og gæti gert skurk í deildinni, og þá einmitt á þann hátt sem varð raunin í kvöld.
Fyrsta tapið á Hlíðarenda síðan 2016 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.3.2019 | 06:36
Aðferð heimsmeistara: Að taka sér tíma og þreyta andstæðinginn.
Tveir fyrstu leikir íslenska landsliðsins í undankeppni EM karla voru næsta keimlíkir hvað það varðaði að í báðum var annað liðið klassa ofar hinu að getu og nýtti sér það.
Íslendingar tóku sér góðan tíma í Androrra til þess að yfirspila andstæðinginn af þolinmæði og fara ekkert á taugum þótt síðara markið kæmi ekki strax.
Smám saman þreyttist lið örþjóðar, sem er fimm sinnum fámennari en Íslendingar og á ekki jafn mikið úrval af leikmönnum sem spila með þeim bestu í atvinnumennsku í öðrum löndum.
Í París voru sjálfir heimsmeistararnir í stöðu stórþjóðar á heimavelli í leik gegn liði 150 sinnum fámennari þjóðar.
Þegar staða leikmanna beggja liða er skoðuð sést vel, að heimsmeistararnir eiga sterkara lið mann fyrir mann, fleiri menn í byrjunarliðum þeirra besgtu í atvinnumennskunni.
Frakkarnir tóku sér nógan tíma og urðu ekkert ´órólegir, þótt mörkin stæðu á sér.
Á kköflum léku þeir leiðinlega knattspyrnu sem buyggðist á meiri færni í samspili og sterkara liði mann fyrir mann, sem hélt boltanum og lét andstæðingina hlaupa langtímum saman án boltans.
Þegar leið á leikinn fóru mikil hlaup íslenska liðsins í þessum eltingaleik að taka sinn toll í snerpu.
Í flestum markanna munaði kannski ekki nema einu feti í staðsetningum leikmanna á því hvort árás heppnaðist eða ekki, ævinlega heimsmeisturunum í vil.
Íslenska liðið reyndi hvað það gat að hamla gegn augljósum og eðlilegum gæðamun á heimsmeisturum og næstu liðum fyrir neðan þá.
Það er engin skömm að tapa slíkum leik, þótt margir felli harða dóma.
Áfram, Ísland!
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2019 | 21:28
Heimsmeistararnir standa fyrir kennslustund.
Frönsku heimsmeistararnir í knattspyrnu hafa staðið fyrir kennslustund í kvöld í leik Frakka og Íslendinga.
Við því er lítið að segja. Heimsmeistaraliðið er klassa fyrir ofan liðið okkar og raðar inn glæsimörkum fyrir fullum heimaleikvangi.
"Það er ekkert öðruvísi" myndi Bubbi segja.
Heimsmeistararnir léku Íslendinga grátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það er hressandi að sjá hvernig Sara Björk Gunnarsdóttir lætur til sín taka í umræðum um forystu KSÍ og formannskosningarnar á þingi þess.
Vandamálið varðandi þátttöku kvenna og afskipti þeirra af málefnum KSÍ er margra áratuga gamalt og það er löngu kominn tími til að þær tali og láti til sín taka svo að það verði senn liðin tíð að hlutföllin á milli kvenna og karla á þingi séu 152:7 sem er sama hlutfall og 21:1 !
Þær þurfa bæði örvun og stuðning en einnig að sækja sjálfar fram.
Sú var tíð fyrir aldarfjórðungi að kona síðuhafa og vinkona hennar, sem tóku virkan þátt í íþróttastarfi fatlaðra, vildu vinna að málum skjólstæðinga sinna innan íþróttahreyfingarinnar en þar við ramman reip að draga.
Það var eins og þarna væri sérstakur karlaheimur. Það er merkilegt miðað við þær framfarir sem þó hafa orðið innan íþróttahreyfingarinnar að sjá megi hlutföllin 21:1 varðandi kynjahlutföllin og það hjá sambandi þar sem slík tala ætti ekki að vera draugur aftan úr forneskju frá því að svipuð tala en þó heldur skrárri sást á Idrætsparken fyrir 52 árum.
Sara gagnrýnir Geir - hrósar Guðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 01:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2018 | 22:24
Með svona marga meidda var engin skömm að tapa fyrir HM-bronsliði.
Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir lykilmenn í landsliði verið meiddir og fyrir leikinn við bronslið Belga.
Þess vegna var við ofurefli að etja við aðstæður sem íslenska liðið tókst á við af það miklum vilja, að útkoman var var ekkert til að skammast sín fyrir.
Bronslið HM reyndist of sterkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2018 | 22:15
6:0 og 3:0 skipta ekki lengur máli. Liðið er á réttri leið.
Tveir herfilegir tapleikir í röð undir stjórn nýs landsliðsþjálfara sögðu ekki rétta sögu af raunverulegri getu íslenska landsliðsins í knattspyrnu.
Það sýna næstu tveir leikir á eftir þeim.
Liðið var í sárum í þessari byrjun í Þjóðadeildinni vegna missis of margra lykilmanna og nýr landsliðsþjálfari hefði þurft að fá meiri tíma áður til þess að vinna úr þessu slæma millibilsástandi hjá liðinu.
Í síðustu tveimur leikjum hefur landsliðið sýnt, að það er að nálgast fyrri getu og þess vegna er ástæðulaust á þessu stigi að missa móðinn.
Þriðja tapið í Þjóðadeildinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Pepsi-deildin | Breytt 16.10.2018 kl. 00:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)