6.4.2009 | 22:00
Minnir á gamalt prófsvindlmál.
Get ekki stillt mig um að segja frá skemmtilegri uppákomu sem varð í íslenskum skóla fyrir meira en hálfri öld.
Sonur eins starfsmanns við skólann notaði lykil föður sins, komst inn í skólann að kvöldlagi tveimur dögum fyrir próf, sem halda átti í einum bekknum í skólanum, náði sér í eintak af prófinu og fjölritaði það.
Fór hann síðan til nemendanna í viðkomandi bekk og seldi þeim eintök af prófinu. Starfsmaður í skólanum varð þess vísari að gramsað hafði verið í gögnunum og var því samið nýtt prófverkefni í flýti og því dreift morguninn eftir.
Þegar nemandur sáu prófið, varð mikill kurr í bekknum og einhver asnaðist til að hrópa: "Þetta er ekki rétt próf!", enda blóðugt að hafa borgað dýrum dómum fyrir svikna vöru.
Komst þá upp um kauða.
![]() |
Í fangelsi fyrir prófsvindl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2009 | 21:38
Hvað eigum við að kalla hrútspungana ?
Það hefur verið kappsmál að fá aðrar þjóðir til að kaupa af Íslendingum ýmsar matvörur svo sem lambakjöt. Við munum hins vegar lenda í vandræðum ef við ætlum að koma öllu á markað sem okkur þykir gott.
Úr því að nafn ufsans er dónalegt á erlendu máli má til dæmis nærri geta hve erfitt verður að koma sviðum og hrútspungum á markað.
![]() |
Ufsi veldur kinnroða meðal enskra neytenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
6.4.2009 | 21:23
Var ráðlagt að fara í endurmenntun.
Hrakspámenn á borð við ítalska jarðfræðinginn sem varaði við jarðskjálftahættu á Ítalíu eru ekki nýtt fyrirbæri. Við munum eftir sérfræðingum Danske bank og ótal öðrum erlendum kunnáttumönnum sem vöruðu við því sem í stefndi í íslenska fjármálakerfinu og voru taldir öfundarmenn og hrakspámenn sem ekkert mark væri takandi á.
Síðsumars 2008 var einn þessara manna hrakyrtur og varaformaður Sjálfstæðisflokksins ráðlagði honum að fara í endurmenntun. Síðar baðst varaformaðurinn afsökunar á ómaklegum og niðurlægjandi orðum í garð þessa fræðimanns sem vissi vel hvað hann var að segja.
Vonandi gera ítölsk yfirvöld það sama gagnvart jarðfræðingnum sem varaði við jarðskjálfanum mikla og þarf greinilega þarf ekki að fara í endurmenntun.
Mesti hrakspámaður allra tíma er líka Murphy sá sem sígilt hrakfaralögmál er kennt við. Engum sem kemur nálægt flugi myndi detta í hug að tala með lítilsvirðingu um lögmál hans né telja að hann hefði þurft að fara í endurmenntun.
![]() |
Krefst afsökunarbeiðni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2009 | 14:13
Málþóf um málþóf ?
Það svo að sjá þessa stundina að í gangi sé málþóf um það hvort það sé málþóf á Alþingi. Til að sanna mál sitt um að ekki sé málþóf dundar Sjálfstæðisþingmaður sér við það að draga fram tölur um lengd málþófs á fyrra þingi, sem á að sanna, að ekki sé málþóf núna vegna þess hve málþófið um útvarpslögin var langt á sínum tíma.
Hér er ólíku saman að jafna. Þingið núna starfar í miklu tímahraki við að afgreiða mál sem enga bið þola. Í stað þess að leggja fram breytingartillögur um það sem Sjálfstæðismenn telja óskýrt í frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar syngja þeir og rifja upp lengd málþófa frá fyrri tíð.
Ein af athugasemdunum sem borist hafa frá umsaganaraðilum vegna orðalags í tillögum um stjórnarskrárbreytingar fjallar um það að menn séu ekki sammála um það hvað sé "sjálfbær þróun" og þvi eigi það orð ekki rétt á sér í lögum.
Þetta er rangt. Hugtakið "sjálfbær þróun" er útlistað í einni alþjóðlega viðurkenndri setningu á þennan hátt
"Sjálfbær þróun (starfsemi, framkvæmdir, nýting) er þróun sem kemur ekki í veg fyrir að kynslóðir framtíðarinnar geti valið sér sína þróun.
"Sjálfbær þróun" er hugtak sem helstu leiðtogar heimsins hampa mjög. Margir hér á landi gera það líka án þess að séð verði að þeir hafi hugmynd um hvað hugtakið þýðir.
Þeir sem vilja það í burtu úr stjórnarskrá gera það vísast af tveimur ástæðum:
1. Hugtakið er ekki skýrt. Það er hins vegar rangt eins og ég hef rakið hér að ofan.
2. "Sjálfbær þróun" er eitur í beinum þeirra sem vilja halda áfram rányrkju orku- og auðlinda hér á landi.
17 árum eftir að Íslendingar tóku þátt í Ríó-ráðstefnunni og þóttust ætla að vera í fararbroddi um sjálfbæra þróun og að láta náttúruna njóta vafans er leitun að þjóð sem hefur valtað eins gersamlega yfir þessi tvö hugtök.
![]() |
Þingmenn syngja og dansa darraðardans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2009 | 09:42
Álagspróf og ólíkindi.
Ólgusjór ríður nú yfir fjármálaheiminn. Óveðrið hefur staðið yfir í bráðum tvö ár og bankar og fjármálastofnanir hafa lent í óskaplegum hremmingum. Óveðrinu hefur ekki slotað hér á landi nema síður sé.
Á sínum tíma töldu menn fráleitt að banki eins og Lehmann Brothers stæði ekki traustum fótum.
Íslensku bankarnir stóðust svonefnd "álagspróf" með prýði í maí 2008 að sögn þáverandi Seðlabankastjóra.
Það er erfitt fyrir utanaðkomandi að meta hvenær öllu er óhætt og hvenær ekki. Reynslan ætti að hafa kennt mönnum að vera viðbúna hinu versta og þessvegna því sem talin eru ólíkindi en vona það besta.
![]() |
Óttast áhlaup á Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)