Hvað eigum við að kalla hrútspungana ?

Það hefur verið kappsmál að fá aðrar þjóðir til að kaupa af Íslendingum ýmsar matvörur svo sem lambakjöt. Við munum hins vegar lenda í vandræðum ef við ætlum að koma öllu á markað sem okkur þykir gott.

Úr því að nafn ufsans er dónalegt á erlendu máli má til dæmis nærri geta hve erfitt verður að koma sviðum og hrútspungum á markað.


mbl.is Ufsi veldur kinnroða meðal enskra neytenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Súrar hnetur"

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2009 kl. 00:14

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Sour Peanuts"

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2009 kl. 00:25

3 identicon

Bollocks. Colon.

þeim finnst víst í lagi að éta rass and ekki pung.

Éti þau þá rass.

Nafnlaus (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 09:23

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eina orðið sem mér dettur í hug, sem tengist bæði fé og kúlum er orðið „kúlulán“

Brjánn Guðjónsson, 7.4.2009 kl. 14:08

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Eitt sinn var sviðahausum, á leið á árlegt þorrablót Ísendingafélagsins í Lundúnum, snúið við í tollinum á Heathrow flugvelli.

Bretar spurðu hins vegar ekki sviðin að nafni, leist bara ekki á útlitið á þeim.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 7.4.2009 kl. 14:40

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir hafa misst andlitinn þegar þeir sáu hörundsdökka ásjónuna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.4.2009 kl. 18:09

7 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Étum bara okkar punga kinnroðalaust og látum þeim bresku eftir dónalegar hugsanir.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 7.4.2009 kl. 22:57

8 Smámynd: Ívar Pálsson

„Ramballs“ minnir á Rambó.

„Jacket toastface“selur kannski ekki alveg (hálft er Jacket, t.d. jacket potato). Sviðasulta er þá „Faceskin jam“.

Sá sem gætir ufsans vel (fiskifræðingur?) er þá í Colon Care.

Ívar Pálsson, 8.4.2009 kl. 13:51

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Súrsaðir hrútspungar = konfektos mellem fótos

Svið = Facos horriblis

Kæstur hákarl = Hakarlos múltó fýló

Kær kveðja, Björn bóndi   

Sigurbjörn Friðriksson, 8.4.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband