Minnir á gamalt prófsvindlmál.

Get ekki stillt mig um að segja frá skemmtilegri uppákomu sem varð í íslenskum skóla fyrir meira en hálfri öld.

Sonur eins starfsmanns við skólann notaði lykil föður sins, komst inn í skólann að kvöldlagi tveimur dögum fyrir próf, sem halda átti í einum bekknum í skólanum, náði sér í eintak af prófinu og fjölritaði það.

Fór hann síðan til nemendanna í viðkomandi bekk og seldi þeim eintök af prófinu. Starfsmaður í skólanum varð þess vísari að gramsað hafði verið í gögnunum og var því samið nýtt prófverkefni í flýti og því dreift morguninn eftir.

Þegar nemandur sáu prófið, varð mikill kurr í bekknum og einhver asnaðist til að hrópa: "Þetta er ekki rétt próf!", enda blóðugt að hafa borgað dýrum dómum fyrir svikna vöru.

Komst þá upp um kauða.


mbl.is Í fangelsi fyrir prófsvindl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband