Forvitnilegt að kynnast því að vera hinum megin borðsins.

Alþingismenn höfðu margir hátt um það hve rangur úrskurður kjararáðs um laun Alþingismanna og annarra æðstu embættismanna ríkisins hefði verið.

Þetta reyndist þó aðeins vera í orði, því að ekkert var aðhafst gegn þessum úrskurði annað en það að forseti Íslands ákvað að mæta kjarabótunum miklu með því að gefa þær til líknarmála.

Kjararáð henti með þessu sprengju inn í komandi kjarasamninga, sem á eftir að súpa seyðið af á næstu misserum.  

Reikna má með því að í Skerðingaspilinu, sem Öryrkjabandalagið ætlar að gefa Alþingismönnum, gefist þiggjendum færi á að prófa það hver eru áhrif laga- og reglugerðarsetningar frá hendi löggjafar- og fjárveitingavaldsins gagnvart lífeyri öryrkja og fleiri lífeyrisþega, fólks, sem margt þarf að framfleyta sér af allt að 8-10 sinnum minna fé en Alþingismenn. 


mbl.is Afhenda þingmönnum „Skerðingarspilið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Gömlu dagana gefðu mér!"

Eftir allt talið um að læra af aðdraganda Hrunsins, svo sem að útrýma hinni eitruðu blöndu viðskiptabanka, fjárfestingabanka og stjórnmála, þar sem ofurbónusar ráða ríkjum auk annarra einkenna, virðist allt stefna í sama farið á ný. 

Það eru að sjálfsögðu stjórnmál að komast til valdaaðstöðu og í samband við fjármálaöflin í gegnum verkalýðshreyfinguna þar sem leiðin frá beinu lýðræði kosninga til stjórna í einstökum félögum til setu við kjötkatla ofan í heita potti lífeyrissjóðanna eeð hákörlunum er orðin hættulega löng. 

Fjármálakerfi heimsins með auðræði sínu er helsta ógn okkar tíma og gefur ekki aðeins æ færri æ stærri tækifæri til að sölsa undir auðæfi jarðinnar, heldur er lika tilefni fyrir skrumara og öfgaöfl á borð við Donald Trump til að komast til valda og áhrifa. 

Linkind gagnvart þessum öflum ætlar að verða svipuð núna og fyrir Hrun, þó að öllum megi vera ljóst að þau syngja hástöfum söng snn: "Gömlu dagana gefðu mér!" 


mbl.is Sigmundur segir bónusana bara sýnishorn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband