Sveitarfélag í öngstræti.

Það er ekki langt síðan flett var ofan af því hvernig framkvæmdir, umsvif og umhverfisspjöll njóta skipulega vafans við Mývatn í stað þess að náttúran njóti hans eins og Íslendingar hafa skrifað undir í alþjóðlegum sáttmálum. 

Á ýmsa lund hefur verið svikist um og farið á svig við lög og reglugerðir, enda návígið og hagsmuna og kunningjatengsl tegnd því afar mikið. 

Nú er það nýjasta að það stefnir í ósamkomulag um nauðsynlegar aðgerðir í frárennslismálum og er engu líkara en að íbúarnir telji að hægt sé að leysa skólpvandamál vaxandi byggðar án þess að nota skólphreinsunarstöðvar. 

Eða er ætlunin að láta skólpið allt renna í leiðslum svo langar leiðir að enginn sjái hreinsistöðvararnar? 

Þetta virðist vera sveitarfélag í öngstræti varðandi umhverfis- og náttúruverndarmál, engu líkara en að hægt sé að láta allt dankast og neita að horfast í augu við bráðnauðsynlegar aðgerðir til að afstýra stórslysi í vatninu og lífríki þess, sem skapað hefur því þá frægð sem er undirstaða ferðamennskunnar á svæðinu.  


mbl.is Mótmæla skólphreinsistöð í þéttbýli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira af þessu. Tilvistin ein er mikils virði.

Hálendi Íslands mjög stórt og því getur margt farið úrskeiðis hjá sívaxandi fjölda ferðafólks sem er misjafnlega undir hálendisferðir búið. 

Vitneskjan ein um hálendisvakt er mikilvæg til þess að mynda aðhald og koma skikki á hlutina. 

Sumt af því, sem hægt er að skemma á hálendinu er þess eðlis, svo sem viðkvæmur mosi í mikilli hæð, að það tekur marga áratugi ef ekki meira en öld fyrir mosann að jafna sig. 

Það verður að fara að meta ómetanleg náttúruverðmæti með nýjum hugsunarhætti, setja þau ofar öllu ððru og efla enn meir hjálp og eftirlit til þess að ná árangri í þessum efnum. 

 

 


mbl.is Hálendisvaktin orðin ómissandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálfrar aldar gamalt fyrirbæri lifir enn góðu lífi.

Ferðir til Norður-Ameríku og Skandinavíu fyrir rúmum 15 árum sýndu að við Íslendingar vorum enn á svipuðum slóðum í umhverfismálum og Bandaríkjamenn og Kanadamenn voru fyrir um hálfri öld. 

Enn er hvað eftiri annað minnt á, að hér á landi eimir eftir af svipuðum hugsunarhætti og hér ríkti fyrir 50-70 árum varðandi náttúruverndar- og umhverfismál. 

Ekki eru nema þrjú ár síðan þáverandi forsætisráðherra stillti sér upp í miðjum hópi manna sem strengdu þess heit að reisa álver norðan við Blönduós. 

Og helstu fjárafla- og áhrifamenn í þeim landshluta hafa keppst við að kaupa upp jarðir, sem liggja að þeim ám sem þeir telja brýnt að virkja, þótt búið sé að setja þær í verndarflokk. 

Enda sagði einn ráðherra í ríkisstjórn fyrir rúmum áratug að friðlýsingar væri alltaf hægt að afnema. 


mbl.is Ekið langleiðina upp á topp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband