Ísland 1992: Náttúran njóti vafans. Ísland 2017: Náttúran njóti ekki vafans.

Það má deila fram og aftur um mat Hafrannsóknarstofnunar á stórfelldu sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. 

Hitt er merkilegra að málsmetandi menn, þeirra á meðal fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sem ætti að þekkja helstu alþjóðlegu skuldbindingar Íslands, segja núna blátt áfram að þegar vafi leiki á um umhverfisáhrif, skuli fólkið en ekki náttúran njóta vafans. 

1992 skrifaði nefnilega Ísland undir Ríó-sáttmálann þar sem eitt af helstu atriðunum er að þegar vafi leikur á um umhverfisáhrif framkvæmda, skuli náttúran láta njóta vafans.

Leiðtogar þjóða heims höfðu fyrir augunum of mörg stórfelld umhverfisslys um allan heim, sem höfðu orðið vegna þess að náttúran var ekki látin njóta vafans.

Þess vegna skrifaði Eiður Guðnason, þáverandi umhverfisráðherra, undir sáttmálann ásamt öðrum ráðamönnum þjóðanna.  

En þetta reyndust aðeins orð á pappír, því að alla tíð síðan hefur hið gagnstæða verið iðkað hér á landi þótt menn hafi í orði kveðnu talað um alþjóðlegar skuldbindingar okkar. 

Og eftir 25 ár af slíku er nú verið að taka af skarið og engu leynt í því efni: Ef vafi leikur á um áhrif framkvæmda á náttúru og umhverfi, skal fólkið, þ. e. framkvæmandinn njóta vafans, en ekki náttúran. 

Leiðin liggur sem sé aftur á bak í þessum efnum um aldarfjórðung ef þetta verður yfirlýst opinber stefna í umhverfismálum hér á landi. 


mbl.is Hvort kom á undan, laxinn eða fólkið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur leigusali nokkuð skipt sér af gjaldtöku leigutaka?

Almenningur, sem kýs borgarfulltrúa, eru ekki allir kunnugir aðdragandann að því þegar Perlan var leigð einkafyrirtæki. 

Ef nú er að spretta fram pólitískt álitaefni verða þeir sem veita stjórnmálamönnum vald að fá upplýsingar um gang mála frá upphafi fram á þennsn dag. 

Ýmsu spurningum mætti svara:  

Hverjir voru með leigusamningnum og voru einhverjir á móti?

Voru einhver ákvæði í leigusamningnum, sem takmörkuðu rétt leigutaka til gjaldtöku eða annarrar útfærslu á leigunni?

Fleiri spurningar mætti nefna, en að minnsta kosti þyrfti að svara þessum tveimur og síðar fleiri, ef fyrstu svörin gefa tilefni til. 


mbl.is Gjaldheimtan var kynnt í borgarráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjarorkuárásir "til öryggis"?

Á 72ja ára afmæli fyrstu beitingu kjarnorkuvopna vekur núverandi staða á sama svæði óhug, vegna þess að það valdatafl sem stundað var í ágústbyrjun 1945 minnir óhugnanlega á það valdatafl sem nú er stundað. 

Í ágústbyrjun 1945 var Japan í raun sigrað. Bandarískar sprengjuflugvélar flugu að vild yfir japanaksar borgir vegna þess að búið var að eyða flugher Japana og þeir orðnir eldsneytislausir. 

Keisarinn horfði upp á Tokyo í logum og vissi að svipað háttaði til um flestar aðrar borgir. 

Hann hafði vikurnar á undan þreifað fyrir sér um uppgjafarsamninga með því að snúa sér á laun til Rússa um það, en síðar hefur upplýst, að Rússar höfðu í raun engan áhuga á friði nákvæmlega þá, heldur ætluðu sér að nýta sér samkomulag Bandamanna um að eftir stríðslok í Evrópu segðu þeir Japönum stríð á hendur, því að griðasattmáli hafði verið í gildi allt stríðið á milli Rússa og Japana. 

Rússar sáu nú tækifæri til að seilast til þess að ná til sín vænum hlut af kökunni, sem Kanar voru að skera fyrir sig. 

Við þessar aðstæður hentaði það Bandaríkjamönnum að sýna umheiminum kjarnorkumátt sinn og var það gert á þeim forsendum að mörg hundruð bandarískir hermenn myndu falla í innrás í Japan.

Japanskir hermenn hefðu sýnt slíka fádæma hörku í bardögum í stríðinu, að við slíku yrði að búast og því væri réttara að gera kjarnorkuárásir á landið "til öryggis".  

Á síðari tímum hefur það verið dregið í efa að Japanir hefðu haft nokkurn mátt til að valda slíku mannfalli hjá Bandaríkjamönnum, og hafa upplýsingar um þreifingar keisarans 1945 styrkt þá skoðun.

Undanfari kjarnorkuárásanna 1945 var orðalag yfirlýsingar Trumans Bandaríkjaforseta um "eld og brennistein af því tagi sem heimurinn hefði aldrei áður séð".

Nú er það Trump sem flytur svipaða yfirlýsingu, óhugnanlega líka yfirlýsingu Trumans.

Munurinn á ástandi nú og 1945 getur legið í því að þá sé rétt að Norður-Kóreumenn eigi 60 kjarnorkusprengjur.

Bandaríkjamenn áttu aðeins sínar allra fyrstu sprengjur 1945 og komust ekki í 60 sprengjur fyrr en 1948.

Línurnar núna er líka óskýrari hvað varðar hugsanlegar aðgerðir annarra þjóða en Bandaríkjamanna og Norður-Kóreumanna.

Kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna og Rússa eru talin í þúsundum og sprengjurnar margar hverjar hundrað sinnum og allt upp í 500 sinnum öflugri en sprengjurnar, sem eyddu Hiroshima og Nagasaki.

Auk þess er Kína kjarnorkuveldi sem á landamæri að Norður-Kóreu.

Kjarnorkuvopn almennt eru lúmskasta og mesta ógn mannkynsins, því að í stað þess að hægt sé að treysta svonefnt "ógnarjafnvægi" kemur hvað eftir annað í ljós hvílík firra tilvist þeirra og svonefndrar MAD-kenningu (GAGA) er og veldur sífelldum vandræðum.  

Leiðtogar Norður-Kóreu eru óútreiknanlegir og gætu þess vegna hyllst til þess að gera kjarnorkuárásir "til öryggis".

Að minnsta kosti fullyrða þeir aftur og aftur að þeir séu eingöngu að stefna að kjarnorkuherafla til þess að "tryggja öryggi sitt gagnvart óviðunandi hótunum og fjandskap oBandaríkjamanna."

Í Kóreustríðinu 1950-53 vildi Douglas McArthur yfirhershöfðingi beita kjarnorkuvopnum en Truman greip til þess ráða að reka hann, sem var einstæð aðgerð gagnvart svo valdamiklum og frægum yfirhershöfðingja.

Þetta var rétt ákvörðun hjá Truman, því að beiting kjarnorkuvopna gegn Norður-Kóremönnum og Kínverjum hefði skapað óviðunandi hættu á allsherjar kjarnorkustríði Bandaríkjamanna og Rússa.

Nú er hins vegar við völd Bandaríkjaforseti sem erfiðara er að treysta til skynsamlegra gjörða en nokkrum öðrum Bandaríkjaforseta á Atómöld. 


mbl.is Hóta eldflaugaárásum á Guam
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband