Fjöldi þingmanna og fulltrúa ekki í beinu hlutfalli við mannfjölda.

Í umræðum um fjölda þingmanna og sveitarstjórnarfulltrúa er því haldið fram af mörgum, að fjöldi þessara kjörnu fulltrúa eigi að fylgja íbúafjölda landa og byggða. 

Og því jafnframt bætt við að engin rök séu fyrir fjölgun borgarfulltrúa í Reykjavík. 

Kenningin um að fulltrúafjöldi eigi að vera í hlutfalli við íbúafjölda stenst augljóslega ekki. 

Ef það væri þannig, og til dæmis miðað við fjölda þingmannan í Noregi, þar sem íbúar eru 15 sinnum fleiri en hér á landi, þyrfti ekki nema 10 þingmenn á Alþingi.

Og ef þingmannafjöldi á Alþing ætti að vera með jafnmarga íbúa á þingmann og á þingmann í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þyrfti bara einn þingmann á Íslandi. 

Í störfum stjórnlagaráðs var fjöldi sveitarstjórnarmanna og þingmanna í mismunandi löndum kannaður og leitað að því, hvað réði honum helst.

Niðurstaðan var sú til væri vísindaleg formúla um þetta, sem gæfi vísbendingar um eðlilegan fjölda. Þar var fjöldinn ekki línulegur við íbúafjöldann, heldur fleiri atriði reiknuð inn í.

Í samanburði við borgir á Norðurlöndum var fjöldi borgarfulltrúa í Reykjavík síst of mikill.

Verkefni fulltrúanna fara ekki beint eftir íbúafjölda.

Nútíma þjóðfélaga er einfaldlega orðið það flókið hvað snertir lög, reglugerðir og annað skrifræði, að verkefnin eru svipuð hjá misfjölmennum borgum.

Milljón manna borg hefur ekki þörf fyrir tíu sinnum fleiri borgarfulltrúa heldur en 100 þúsund manna borg.

Bæjar- og síðar borgarfulltrúar í Reykjavík hafa verið 15 í heila öld á sama tíma og borgarbúum hefur fjölgað fimmfalt þannig að ef menn festa sig í því að fara bara eftir íbúafjölda ættu borgarfulltrúar að vera minnst 75.

Síðustu áratugi hefur aukið álag á varaborgarfulltrúa sýnt, að með því að færa æ fleiri verkefni á þeirra hendur sparast lítið.  


"Að láta á það reyna" og "þetta reddast" heilkennið.

"Þetta reddast" og "að láta á það reyna" eru tvö af eftirlætisorðtökum Íslendinga. 

Dæmin eru mýmörg eins og til dæmis þegar flutningabílstjóri einn ætlaði hér um árið að láta á það reyna hvort hann gæti troðist á bíl sínum yfir gamla járnbitabrú á Suðurlandi sem var bæði of mjó fyrir bílinn og þar að auki alls ekki gerð fyrir svona þunga bíla. 

Vegna þungans svignaði brúin og burðarvirki brúarinnar leitaði örlítið inn á við þegar bíllinn var á leiðinni yfir, en hann slapp þó naumlega í gegn en bæði bíll og brú mikið skemmd. 

Í meira en tvær aldir hafa Íslendingar gert tilraunir til að flytja inn erlent sauðfé auk minksins undir kjörorðunum "látum á þetta reyna" og "þetta reddast." 

Nú á að margfalda sjókvíaeldi á sama tíma og verið er að leggja það af víða erlendis og við eigum bara drífa í því að sjá hvernig "látum á það reyna" og "þetta reddast" heilkennin koma út. 

Fyrir tæpum áratug var sagt í Vesturbyggð að það væri 99,% öruggt að 500 manna risaolíuhreinsistöð risi við Arnarfjörð.

Í ljós kom við athugun að skúffufyrirtæki í Skotlandi í eigu óþekktra fjárglæframanna í Rússlandi var skráð fyrir þessu, þótt síminn hjá skúffufyrirtækinu væri lokaður og reksturinn enginn. 

Til stóð að "láta á það reyna" að kísilver á Grundartanga yrði undanskilið því að fara í mat á umhverfisáhrifum og að treysta á "þetta reddast" varðandi það að þarna átti að verða um algera tilraunastarfsemi að ræða. 

Ferill kísilversins í Helguvík er varðaður röð af "látum á það reyna" og "þetta reddast." 

Undir kísilveri á Bakka er miðja annars af tveimur öflugustu jarðskjálftasvæðum landsins en aldrei var tekið í mál að færa verksmiðjuna á skaplegri stað heldur gilda "látum á það reyna" og "þetta reddast" skilyrðislaust. 


mbl.is Skúrinn of hár fyrir brúna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það ættu að vera litlar árekstralíkur í yfirlandsflugi hér á landi.

Í dreifbýlu landi með litla almenna flugumferð miðað við flatarmál ættu líkur á árekstri í lofti milli tveggja flugvéla sem fljúga í sjónflugi að vera minni en í þéttbýlli löndum. 

Í alþjóðlegum reglum um sjónflug er ætlast til að flugvélar á vesturleið fljúgi í 2500, 4500, 6500, 8500, 10500 feta hæð, þ.e. að þúsundafjöldinn séu jafnar tölur, en á austur leið í 1500, 3500, 5500, 7500, 9500 o.s.frv. 

Þetta er nauðsynlegri regla í löndum, sem eru fjölmenn og þéttbýl en þar sem fáar einkaflugvélar eru á ferð. 

Í blindflugi er flogið í heilum þúsund fetum. 

En vegna skýjafars og annarra ástæðna, svo sem í klifri eða lækkun geta flugvélar verið í öðrum hæðum en fyrr var getið, og flugvélar sem eru á sömu leið geta lent í því að vera báðar í sömu hæð. 

Þá getur verið aukin hætta að því leytinu til á því að þær rekist saman. 

Flugmenn gera ýmislegt til að minnka árekstrahættu, svo sem að tilkynna um staðsetningu sína á þeim bylgjum, sem við eiga, og til dæmis að tilkynna sig inn á ákveðin svæði, svo sem Suðurland, þar sem flugvélar neðan 3000 feta eru á sérstakri bylgju fyrir sjónflugsumferð utan stjórnaðra flugstjórnarsviða, 118,1.

Ég minnist þess hve ég var var um mig á þeim árum, sem ég flaug á Skaftinu svonefnda, sem flaug helmingi hægar en flestar einkflugavélar.

Af þessum sökum var erfitt að sjá miklu hraðari flugumferð, sem kom aftan að manni eða á ská.

Í blindflugi sjá flugumferðarstjórar í samvinnu við flugmenn um að halda öruggum aðskilnaði.

 

 


mbl.is Rákust saman í háloftunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband