Mögnuð fjölbreytni hjólanna.

Á aldrinum 10-19 ára var ég heltekinn af reiðhjóladellu, flutti inn fyrsta fjaðraða framgaffalinn og setti gíra á Blakk, reiðhjólið mitt góða. 

Hjólaði í kapp við sjálfan mig langar ferðir, meðal annars í einum rykk 160 kílómetra á 7 og hálfri klukkustund upp í Norðurárdal þegar ég var 15 ára. Allt á lélegum malarvegum. 

Síðan kom 56 ára hlé og nú er ég "að vinna upp glötuð unglingsár" á rafreiðhjólinu Náttfara og Honda PCX vespuvélhjólinu Létti. 

Fjölbreytnin er ævintýraleg í tveggja hjóla fótknúnum eða vélknúnum fararskjótum. Vélknúin hjól allt frá 0,4 hestafla rafreiðhjólum upp í 326 hestafla Yamaha vélhjól. 

Svo framarlega sem hægt er að komast á bak og halda jafnvægi geta allir fundið reiðskjóta við sitt hæfi.

Rafreiðhjólið Náttfari er skemmtilegt millistig á milli fótknúins og vélknúins reiðhjóls.

Það er með 250 vatta mótor sem er skilyrði fyrir því að það teljist nógu kraftlítið og létt til að þurfa hvorki tryggingu né skrániningu.

Ég var svo heppinn að detta fyrir algerlega tilviljun niður á rafreiðhjól, sem er gert fyrir bandarískan markað, og hægt er að velja á milli fjögurra mismunandi nýtingu afls.

1. Slökkt á rafmagninu og eingöngu sexgírað fótafl.Náttfari við Engimýri

2. Kveikt á rafmagninu og fæturnir notaðir til þess að stilla blöndu af sexgíra fótafli og eins gírs rafafli.

3. Kveikt á rafmagninu og notuð handgjöf fyrir 250 vöttin til að knýja hjólið áfram í einum gír.

4. Kveikt á rafmagninu og notuð blanda af eins gírs handgjöf og sex gíra fótafli til að knýja hjólið áfram.

Á myndinni er Náttfari staddur við Engimýri í Öxnadal. DSC00417

Þessi fjölbreytilega orkunotkun gefur möguleika á að stilla notkun fótanna í hóf og skipuleggja til dæmis ferðir þannig, að maður komi ekki kófsveittur á fundi eða áfangastaði

Ef menn vilja meira rafafl og meiri hraða verður að tryggja hjólið og skrá, en aldeilis yfirgengilegt úrval er á markaði af rafhjólum, sem sjást ekki í umferðinni hér á landi, en ná allt frá 45km til 130 km hraða.

Verðlistinn er þéttur, frá 350 þúsund kalli fyrir ódýrustu hjólin, sem komast á 45 km hraða, kall, -  hægt að fá hjól með 82ja km hraða fyrir eina og hálfa millu,  -  og allt upp í eitt flottasta hjólið, sem er 275 kílóa BMW rafhjól með 48 hestafla rafmótor, nær 130 kílómetra hraða og hefur 160 kílómetra drægi.

Það kostar þrjár millur.  

 


mbl.is Aftur á hnakkinn eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Dreginn margur og ýtt frítt."

"Hvað er skemmtilegast í jöklaferðunum?" spurði ég eitt sinn tíu ára strák sem var í jeppaferð í Kverkfjöll.Stór jöklatrukkur fastur

"Festa sig, gera við, ýta, draga!" sagði hann og hefði sennilega sagt það líka, ef hann hefðir verið á ferð með stóra jöklatrukknum, sem birt er mynd af í festu á Langjökli í tengdri frétt á mbl.is. og ég læt fylgja með í tengingu hér yfir á blog.isSuzuki Fox GTI v. Kverkfjöll

Aðrir viðmælaendur í Kverkfjallaferðinni töluðu um dýrðina og dásemdina á fjöllum. 

Í árlegum rannsóknarleiðangri á Vatnajökul á vorin er glíman við krapasvæði viðfangsefni algengt viðfangsefni. 

Í tveimur leiðöngrunum notaði ég minnsta jöklajeppa landsins til að fara og kvikmynda leiðangrana. Súkka á Bárðarbungu

Í fyrri leiðangrinum þótti mönnum með ólíkindum hvað Foxinn flaut víðast ofan á snjónum þegar þrefalt þyngri jeppar sukku á sínum miklu stærri dekkjum. 

En ég vísaði í flotformúlu, sem ég hafði gert því til sönnunar hve Súkkan flaut vel. 

Þar að auki var snjórinn víðast þannig á hájöklinum, að efsta lag snævarins var nokkuð samanbarið af skafrenningi, en lausasnjór neðar. 

Ef tvö misstór dekk flutu jafn vel, þurfti stóra dekkið að sökkva meira niður í snjóinn til að fá nægilegt flot, en lenti þá oft í því að gefnum efsta lagið niður í lausamjöllinni og spóla í henni. 

Þá var efsta lagið til trafala þegar drifkúlurnar þurftu að ryðja því frá sér. 

 

Efsta myndin er af Súkkunni í Kverkfjöllum með Herðubreið í baksýn, en næsta mynd fyrir neðan hana er tekin á Bárðarbungu, með Tungafellsjökul og Hofsjökul fjær. Fox bíður. Toyota föst í krapi

Þar stendur Súkkan keik ofan á snjónum á meðan Landcruiserinn fyrir framan er sokkinn það djúpt hiður að hann þurfi mokstur og drátt. 

Í seinna ferðalaginu á Súkkkunni var ákveðið að telja drættina á henni. 

Mikið krap var á leiðinni uppeftir sem hentaði betur stóru jeppunum og á uppleiðinni þurfti að kippa þrisvar í Foxinn. 

Þegar fara átti niðureftir höfðu ökumennirnir á stóru jeppunum hins vegar neyðst til að fá kipp frá Súkkunni með teygjutógi til þess að þeir losnuðu nægilega þegar þeir voru fastir. Fox´86.,minnsti jöklajeppinn og einn sá stærsti

3:2, en leiðin ofan af jöklinum var eftir. Hún var farin í fylgd með Landcruiser, sem festist í krapi svo að það þurfti að moka áður en Súkkan, sem hafði beðið á meðan, kom fram fyrir og kippti í Krúserinnn.  

Niðurstaða:  3:3. 

Í laginu "Glöð við förum á fjöll öll", sem eitt af 72 lögum á plötunni "Hjarta landsins, - náttúran og þjóðin", - eru festur og vandræði gegnumgangandi auk mikillar ferðanautnar vegna tignar og fegurðar íslenskrar náttúru. 

Í viðlaginu er sungið: "Glöð við förum á fjöll öll. / Á fjöllum erum við snjöll öll..." 

 

Þar er því lýst að "Súkkan klessir nefið í klett nett", -  "Willysinn út í á, vaá! / og á bólakaf þá, vá!," 

"Bráðum líkist hér bát Skát / á bólakafi er Skát mát", -  "Rembist fastur nú Range Sveins,"    

-  "Öxul Bronkóinn braut hlaut / og bera beinin í laut hlaut / með bæði drifin í graut", -

"Á Patrolnum er í rúst púst", -  "Á svelli fer í skrens Benz Jens / oní krapa er lens Jens", -  

en líka þetta: 

 

"Dembum okkur í drátt brátt, 

hafa ekki um það hátt mátt. 

 

Krægtu tógi í krók, blók, 

vertu´ekki´að fá þér smók, blók.

 

Dreginn margur og ýtt frítt. 

Dráttaraflið vel nýtt frítt. 

 

Þreytt í skálann fólk dró þó. 

Hver sveinn um elskuna bjó þó. 

 

Dreymir alla nú drátt brátt. 

Í drætti nýja fá mátt brátt."  

 

Suzuki Fox GTI v. Kverkfjöll

 

 

 


mbl.is Átta hjóla trukkur sat fastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat verið að við sjálf værum svartasti sauðurinn?

Svo er að skilja á frétt frá Umhverfisstofnun, að íslensk skipaflotinn hafi undanþágu til að brenna svartolíu að vild við landið. 

Í frétt Umhverfisstofnunar kemur fram að líklega sé þessi brennsla miklu meiri en ósönnuð ólögleg brennsla erlendra skemmtiferðaskipa.  meiri samanlagða loftmengun en frá skemmtiferðaskipunum stóru. 

Sem sagt: Það skortir gögn og það ríkja óreiða og eftirlitsleysi hér á landi, og eins og svo oft virðast sérhagsmunagæsla og skammsýni ráða för.

 


mbl.is Mega ekki brenna svartolíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það þarf að borga til baka, - og oft með háum vöxtum.

Nýjar rannsóknir hafa sýnt að með því að vaka við lestur í upplestrarfríum vegna tímaskorts, verður árangurinn á prófunum verri en ella. 

Niðurstaða: Ef tekið er af innistæðu, verður að borga til baka, þótt síðar verði, og það jafnvel með háum vöxtum. 

Hugsanlega má yfirfæra þetta yfir á miklu lengri tímabil, jafnvel áratugi. 

Langvarandi streita eða óregla á hvíld og svefni kann að virðst skila einhverju meðan á því stendur, en líklega þarf að borga þetta til baka síðar. 

Mér kemur í huga dugnaðarforkurinn Sigurjón Rist, vatnamælingamaður. 

Hann var með kvikmyndatökuvél frá Sjónvarpinu meðferðis og tók stundum myndir fyrir fréttastofuna og þess vegna kynntist ég kjörum hans nokkuð, - vissi að hann fór oft í langar og afar erfiðar svaðilfarir til vatnamælinga inn á hálendið sem reyndu tíðum mjög á þol hans og þrek.

Var annálaður fyrir ósérhlífni. 

Ég átti von á að Sigurjón yrði allra karla elstur en það skorti fimm ár upp á að hann næði meðalaldri karla. 

Það sannar svo sem ekki neitt til eða frá, en að því slepptu finnst líklegt, að þegar maður gengur á innistæður í þreki með vökum og erfiði, - með þvi að keyra sig út, verði maður að vera viðbúinn þvi að þurfa að borga það til baka þótt síðar verði og jafnvel með vöxtum og vaxtavöxtum. 

Að það sé ekki aðeins að mikil víndrykkja leiði af sér timburmenn, heldur fleira sem maður gerir á þann hátt að ganga nærri sér eða stunda óheilbrigt líferni. 


mbl.is Svaf ekki þriðju hverja nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband