Ekki bæði haldið og sleppt.

Ferðamannabyltingin hér á landi síðan 2010 hefur kostað vaxtarverki, svo mikil breyting hefur á orðið á mörgum svæðum, þar sem fámenni og friðsæld höfðu ríkt en síðan skall á flóðbylgja ferðafólks, sem rauf friðinn og setti nátúruverðmæti í stórhættu. 

Allt þjóðlíf og þjóðarhagur nýtur nú góðs af margföldum gjaldeyristekjum, en á sama tíma er ekki hægt að láta eins og ekkert hafi breyst varðandi þörfina á að verja náttúruverðmætin og stjórna umferðinni, þar sem hún er allra mest. 

Aðrar þjóðir hafa gert þetta á mörgum hliðstæðum stöðum og svæðum og við berum ábyrgð á á okkar fagra landi og eigum að læra af reynslu annarra þjóða. 

Það verður ekki bæði haldið og sleppt, að taka á móti peningaflóðinu en kosta engu á móti til þess að verja ómetanleg verðmæti og treysta innviði. 

Ögmundi Jónassyni list ekkert á gjaldtökumálin í blaðagrein, og dæmin, sem hann nefnir, bera mörg þess merki að ætlunin sé að græða beint á gjöldunum. 

Á einum staðnum eru eigendur að byrja að skipta gróðanum á milli sín. 

Í landi einkaframtaksins, Ameríku, er ekki hugsað þannig, heldur gjaldtakan mjög hófleg og jafnvel svo lág, að tap sé á rekstrinum. 

Rekstur og viðhald þjóðgarðakerfisins byggir á framlögum úr ríkissjóði Bandaríkjanna sem tryggir viðhald þjónustu og náttúruverðmæta svo að þjóðarsómi og viðskiptavild sé að. 

 

 

 


mbl.is Kominn tími á aðgangsstýringu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruglið í kringum háspennulínulagnirnar hjá spenntum virkjanafíklum.

Ruglið í kringum háspennulínulagnirnar hér á landi hefur verið yfirgengilegt undanfarin ár og virðist síst minnka, enda mikil spenna í gangi við að þrýsta á að njörva allt landið niður í skóg af virkjunum og háspennulínum.  

Fyrir nokkrum árum "týndi" Landsnet dýru mati með samanburði á kostnaði við lagningu lína ofan jarðar og í jörðu, sem það hafði vitnað í og byggt eftirsókn sína til lagningar risaháspennulína víða um land. 

Nú synjar Orkustofnun kerfisáætlun Landsnets fyrir næstu tíu ár. 

Landsnet pressar á lagningu risaháspennulína um allt land með því að fullyrða að það verði að gera til að tryggja afhendingaröryggi til almennings. 

Byggðalínur eru vanræktar og slæmt ástand þeirra er notað sem röksemd til þess að þrýsta á línur af risastærð til þess að þjóna nýrri stóriðju. 

En ruglið varðar ekki aðeins Landsnet. 

Á málþingi um Hvalárvirkjun í Árnesi í sumar var því blákalt haldið fram af fulltrúum Vesturverks, að háspennulína frá virkjuninni myndi verða lögð neðanjarðar alla leiðina frá virkjuninni við Hvalá og þvert yfir Ófeigsfjarðarheiði til Ísafjarðardjúps. 

Allt í einu átti það að vera orðið hagkvæmt að leggja neðanjarðar á sama tíma og Landsnet segir það alltof dýr. 


mbl.is Synjar kerfisáætlun Landsnets
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband