Svona er heimurinn í dag. "What a wonderful world?"

Svona er heimurinn í dag myndi Jón Ársæll geta sagt um Tvær fréttir á mbl.is í dag, sem kallast á í sömu hæð á fréttalistum sitt hvorum megin á síðunni, á eftirminnilegan og táknrænan hátt. Og báðar eiga í raun rætur í bruðlinu og grimmdinni sem olíuöldin fóstrar þegar að er gætt. Sultur og offita.

Vinstra megin er fréttin um 85 þúsund dáin börn úr sulti í Jemen, tákn skefjalausrar grimmdar sem olíugræðgin hefur leitt af sér, þvi´að þarna heyja staðgenglastríð tvö olíuveldi sem takast á um ítök og áhrif á hinu olíuauðuga svæði Miðausturlanda og takast raunar á um áhrif um allan heim. 

Hinum megin er frétt frá Íslandi um 100 manns á biðlista til að komast í aðgerð vegna ofneyslu matar og /eða offitu. En sá sjúkdómur er raunar að verða að einu stærsta heilbrigðisvandamáli jarðarbúa. 

Orsök þess heimsvandamáls er yfirleitt það sama, fæðubruðl og ofgnótt fæðu. Og milljörðum tonna hent. 

Meðal offitusjúklinganna eru margir hátt í 200 kíló að þyngd, eða meira en 20 sinnum þyngri en 8 kílóa tíu ára gamli jemenski drengurinn. 

Einu sinni söng Louis Armstrong svo sætt og yndislega: "What a wonderful world." 

Er það alltaf þannig? 


mbl.is Hann er að deyja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Lok, lok og læs og allt í stáli.."

Eins og er virðist stjórn Sjómannafélags Íslands búa í illvinnandi vígi ef marka má öll þau skilyrði, sem sett eru fyrir því að mótframboð geti komið fram gegn sitjandi stjórn. 

Um þetta væri hægt að syngja: "Lok, lok og læs og allt í stáli..." og að mótframboðssöngur í stíl við "Þá læt ég Tarzan taka stálið.." og svar við því:  "Þá læt ég Bitlana baula´á Tarzan.." 

Mótframboði að sjálfsögðu hafnað, og hafnað, og hafnað eins oft og þurfa þykir. 


mbl.is Framboði Heiðveigar Maríu hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spurning um loftmótstöðu í lyftugöngum. "Er ófrísk kona þarna?"

Liklegt er að mikil loftmótstaða inni í lyftugöngunum hafi valdið því að sex manns í lyftu, sem féll niður 84 hæðir í Chicago, komust lífs af. 

Og kannski hefur lyftan hægt eitthvað á sér þar sem hún festist á 1l. hæð. 

Í frétt um þetta atvik segir, að ófrísk kona hafi verið meðal þeirra, sem voru í lyftunni. 

Það minnir á sögu, sem komst á kreik í New York fyrir mörgum árum þegar allt varð rafmagslaust og lyftur stöðvuðust, svo að björgunarsveitarmenn og húsverðir voru sendir til þess að bjarga huga að fólki í lyftunum. 

Var þeim uppálagt að spyrja um hvort ófrísk kona væri meðal lyftufarþega þegar þeir kölluðu inn í lyftugangana til að kanna ástandið í lyftunum. 

Þegar húsvörður einn kallaði inn í einn lyftuganginn: "Er einhver í lyftunni!" kom tvíradda svar: "Við erum hér tvö." 

"Er ófrísk kona þarna?" kallaði húsvörðurinn samkvæmt því sem uppálagt var. 

"Nei!" svaraði maðurinn. "Við erum ekki búin að vera hér nema í fimm mínútur!" 


mbl.is Lifðu af 84 hæða fall í lyftu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband