Flutningsmátinn aftur í gráa forneskju.

Þessi jól mun innleiða nýja tíma í útgáfu bóka á Íslandi.

Frá og með 1. desember verða langflestir bókaútgefendur þannig staddir, að enda þótt sala á einstökum bókum kalli á aðra prentun eða jafnvel þá þriðju, verður það ekki tæknilega hægt. 

Bækurnar koma nefnilega svo langt að og eru fluttar með svo hægfara samgöngutækjum, að það mun taka minnst þrjár vikur að fá þær frá prentsmiðjunum sem sumar eru jafnvel í Suður-Evrópu. 

Flutningsmátanum hefur, vegna sparnaðar og samkeppnisumhverfisins í bókaútgáfunni, verið snúið aftur í gráa forneskju. 

Bækurnar fara fyrst landleið norður um þvert meginland Evrópu og síðan með skipi frá Álaborg til Íslands. 

Þetta hljómar eins og frá 19. öldinni. Hjarta landsins, bók

Ágætt dæmi er ljósmyndasöngvabók okkar Friðþjófs Helgasonar, "Hjarta landsins".

Hún var fullunnin síðastliðið sumar og tilbúin til prentunar í byrjun september, þremur og hálfum mánuði fyrir jól. 

Hún kom síðan til landsins snemma í október, en þá kom í ljós svo stór galli á einni örk bókarinnar, sem orðið hafði í prentun hennar, að það varð að fá annað upplag í staðinn. 

Það barst síðan ekki til landsins fyrr en um síðustu helgi. 

Þá voru liðnir meira en þrír mánuðir frá því að prentun hófst!   

Á Bókamessu í gær hitti ég útgefendur stórrar og veglegrar ljósmyndabókar, sem höfðu lent í þeim hremmingum, að hafa aðeins 80 eintök í höndunum og alls óvíst um framhaldið. 

"Já, svona er Íslandi í dag" sagði Jón Ársæll oft. 


mbl.is Bókaprentun hverfandi iðnaður á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki sopið kálið þótt í ausuna sé komið.

Þótt olíuverð hafi lækkað í bili, hefur það tjón sem hátt verð olli á rekstrarafkomu flugfélaganna orðið varanlegt viðfangsefni. 

Vandinn er margþættur varðandi samruna Icelandair og WOW air, rétt eins og það var snúið á sínum tíma þegar Loftleiðir sameinuðust Flugfélagi Íslands. 

Sá samruni tókst að vísu á endanum, en margir Loftleiðamenn urðu sárir til langframa og töldu Loftleiðir hafa verið hlunnfarna í sammrunanum. 

Staða flugfélaganna tveggja var hins vegar gerólík og þess vegna var það snúið matsatriði hvernig staðið var að samrunanum. 

Hinn kosturinn, að hætta við samrunann, var hins vegar í raun ekki í boði og svipað er vafalítið uppi á tengingnum nú varðandi margfalt stærra viðfangsefni. 

Eina leiðin er að finna möguleika til að minnka rekstrarkostnaðinn án þess að það bitni of mikið á tekjunum. 

1980 var ekkert Samkeppniseftirlit, sem þurfti að taka tillit til. Þó var staða landsmanna þá allt önnur en nú, því að það voru aðeins Loftleiðir og Flugfélagið sem héldu uppi millilandasamgöngum Íslendinga og Icelandair varð því einokunarflugfélag sem hélt þeirri stöðu að mestu í 23 ár. 

Nú fljúga 28 flugfélög til og frá landinu og staðan er allt önnur. 

 


mbl.is Fullyrt að vélum WOW air fækki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband