Skaðlegar ranghugmyndir og áunnin fáfræði.

Þegar Donald Trump talar um Bandaríkin eins og þau séu hreinust allra ríkja í heimi í umhverfismálum og öll önnur ríki "skítug" í samanburði við BNA, afhjúpar hann stórkostlegar ranghugmyndir sínar og fáfræði af því tagi,sem kalla má "áunna fráfræði." 

Þetta er enn eitt dæmi um þá sérstöðu Trumps alla hans tíð, hvernig hann býr sér til eigin heim einstæðrar óskhyggju. 

Hann fór inn á alveg nýja leið í árlegu ávarpi forseta BNA á þakkargjörðardaginn nú í haust, þegar hann, í stað þess að þakka almættinu, forsjóninni eða Drottni allsherjar fyrir það sem vel hefur gengið, þakkaði hann sjálfum sér persónulega fyrir nær allt sem telja mætti jákvætt, - það sem hingað til hefur verið talið "Guðs gjafir." 

Það vill svo til að við Íslendingar höfum átt mjög áhugasaman og fróðan mann um þessi mál, sem er Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Hann hefur farið á allar mikilvægustu og mest fræðandi alþjóðlegar ráðstefnur og fundi um umhverfismál erlendis um árabil og gerði meðal annars glögga grein fyrir ferð sinni á ráðstefnu, sem haldin var fyrir Parísarfundinn 2015. 

Þar kom glögglega fram að ESB er og hefur verið í því hlutverki sem Trump telur Bandaríkin vera í. 

Árni rakti mörg dæmi þess hvernig "skítugustu" ríkin, þau sem mest drógu lappirnar á þessum fundum og komu í veg fyrir árangur, voru Bandaríkin, Rússland, Kína og Indland.

Að þessu leyti hefur Trump rétt fyrir sér um Kína, Rússland og Indland, en kolrangt um Bandaríkin, sem hafa nú dregið sig út úr Parísarsamkomulaginu, sem hin skítugu ríkin dröttuðust þó til að að skrifa undir. 

Nú hefur Ástralía bæst í hóp viljugra skítugra ríkja og Brasilía virðist vera á leið inn í skítuga klúbbinn. 


mbl.is Trúir ekki loftslagsskýrslu stjórnvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En kona getur samt verið á Karli og karl á Konu.

Ef einhverjum dettur í hug að orðinu kona verði komið fyrir kattarnef, eins og gantast er með á tengdri frétt á mbl.is, sýnir hann fádæma óraunsæi, því að einn heitasti og nýjasti bíll bílastórveldisins Hyundai heitir einmitt Kona og Íslendingar, sem eru örþjóð, fá engu um það breytt, heldur flykkist fólk til að fá sér þennan nýja bíl ásamt keppinautum hans. Hyundai Kona (2)

Í boði verða venjuleg Kona, tvinntengil Kona og rafKona, sú síðastnefnda er með 64 kílóvatsstunda drægni. Og síðastnefnda orðið er meira að segja skylt sagnorðinu að draga og nafnorðinu dráttur. 

Til að bæta gráu ofan á svart hefur heitasta söluvara Opel verksmiðjanna síðustu misseri verið smábíllinn Karl, og ber ættarnafnið, sem réði heitinu á nýjasta bílnum þar á undan, sem heitir Adam. Opel-Karl_Rocks-2017-wallpaper

Það hefði toppað allt ef þeir bræður hefðu átt systur, sem hét Eva. 

Fljótlega eftir að Opel Karl var kynntur var kynnt ný gerð hans, Opel Karl Rocks, sem er með verjum að neðanverðu, eins og myndin sýnir. 

Þannig að nú er fullkomlega eðlilegt að í samræmi við fornar íslenskar málvenjur geti svona samtal átt sér stað, þegar frændinn talar við unglinginn, sem hann hittir einan heima rétt eftir hádegi á laugardagi: 

"Hvar er mamma þín?"

"Hún er á Karlinum að prófa nýja Karlinn."

"En pabbi þinn?"

"Hann er á Konunni að prófa nýju Konuna."

"Nú, það er bara svona."


mbl.is Afnám orðsins kona úr íslensku máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband