"Stórsigur" að tapa fulltrúadeildinni?

Þegar Donald Trump lýsir því yfir að kosningarnar í Bandaríkjunum í gær hafi verið "stórsigur" fyrir sig getur hann varla hafa átt við að tap fulltrúadeildarinnar til Demokrataflokksins sé innifalið í því. 

Og þó?

Það er gegnumgangandi fyrir allan feril Trumps að hann hefur að eigin mati aldrei tapað neinu, til dæmis í gjaldþrotamálum sínum, heldur ævinlega unnið frækinn sigur. 

"Stórsigur" Trumps er að hluta til fenginn með stóraukinni skuldasöfnun ríkissjóðs, sem er að vísu fyrirbæri, sem er þekktur galli á lýðræði, sem tengist kosningum á fárra ára fresti. 

Þá er ætíð freisting fyrir sitjandi valdhafa að miða sem flest við komandi kosningar, jafnvel þótt með því sé verið að velta vanda yfir á framtíðina. 

Megin kostirnir eru tveir varðandi afleiðingarnar. 

Annars vegar, að skilgreina afleiðingarnar með danska máltækinu: "Den tid den sorg" og treysta á að hægt sé að halda áfram næsta kjörtímabili. 

Hins vegar að það verði bara sérstakt verkefni fyrir þann eða þá, sem kynnu að taka við, að takast á við vandann.  

Báðir eru þessir kostir mannlegir, en ekki eru þeir stórmannlegir. 


mbl.is Mikilvægt að halda öldungadeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband