Þórdís Lóa eða jafnvel Þorgerður Katrín?

Vangavelturnar yfir því hver verði næsti borgarstjóri í Reykjavík tekur á sig ýmsar myndir.

Vigdís Hauksdóttir spáir til dæmi því að borgarstjórinn verði kona, og að verði niðurstaðan mið-vinstri stjórn eins og nú er verið að ræða um, geti niðurstaðan orðið sú, til þessa að gefa þess samstarfi yfirbragð breytinga, verði það Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. 

Í gamla daga kom það fyrir að borgarstjórinn sat líka á Alþingi, jafnvel þótt flokkur hans væri í ríkisstjórn. 

Það hefur stundum verið sagt að það sé aumleg staða að vera stjórnarandstöðuþingmaður með þeim skorti á áhrifum við ákvarðanir og stefnumótum, sem það kosti. 

Sé svo, er kannski ekkert fráleitt að nafn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sé nefnt varðandi embætti borgarstjóra, eða hvað? 


mbl.is Spáir konu sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútíma skylmingaþrælahald?

Útskýringar Zinidine Zidane á því, af hverju hann vill láta af störfum sem knattspyrnustjóri stórliðsins Real Madrid, vekja hugleiðingar um hlutskipti bestu knattspyrnumanna heims. 

Krafan "brauð og leikar" frá tímum Rómverja og Colosseum er ekki ný. Hún snýst um það að kreista fram úr tiltölulega fámennum hópi afburða íþróttamanna eins mikla skemmtun fyrir lýðinn og mögulegt er. 

Þeir verða að vera reiðubúnir til ítrustu fórna til þess að viðhalda hinu mikla sjónarspili. 

Á okkar tímum bætist við hið gífurlega fjármagn sem þetta skapar í gegnum fjölmiðla. 

Kröfurnar til leikmanna eru á marga lund ómannlegar. Ef þeir eru í sterkustu landsdeildum knattspyrnunnar þurfa þeir að sýna toppleik og vera í toppformi í fáránlega mörgum krefjandi leikjum, annars vegar í bikarkeppni og hins vegar í mörgum tugum leikja í úrvalsdeildunum. 

Þegar álagið er mest neyðast þjálfararnir til að taka áhættu með því að hvíla þá leikmenn, sem mest eru píndir, en það getur bitnað illilega á leikjum og gengi liðanna. 

Þar að auki geta ofþjálfun og leikþreyta valdið því að mönnum aukist hætta á meiðslum eða hnignun getu, 

Þegar ótrúlegt gengi Real Madrid í keppni við þau allra bestu í Evrópukeppni er borið saman við gengi liðsins í innanlandskeppni á Spáni, læðist sá grunur að, að Zidane hafi forgangsraðað verkefnunum til þess að ná sem bestri útkomu í baráttunni um eftirsóttustu bikarana. 

Síðan er á það að líta að ofan á framangreint bætast allir landsleikirnir vegna þátttöku í HM og EM auk vináttulandsleikja. 

Sé svo að kröfurnar til leikmanna jaðri við þrælahald, er skiljanlegt að Zidane ói við að halda áfram á þessari braut, sem rænir stundum vallargesti á Spáni ánægjunni af því að sjá sín bestu lið keppa í hámarksgetu. 

Þótt Real Madrid hrósaði sjáldgæfum sigri í Kiev, sló það aðeins á ánægjuna að meginástæðan var hvernig markvörður Liverpool gaf Real hreinlega sigurinn með einstæðum mistökum. 

Án þeirra var staðan 1:1 eftir venjulegan leiktíma. 

Og kannski er undirliggjandi ástæða uppsagnar Zidane sú, að hann vilji hætta á toppnum, vegna þess að varla er héðan af um annað að ræða en að leiðin gæti legið niður á við.  


mbl.is Leikmennirnir þurfa á breytingum að halda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldara en með Eyþóri.

"Stjórnmál eru list hins mögulega" var einhvern tíma sagt, og einnig hefur verið sagt að árangur í stjórnmálum snúist um traust. 

Enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi fengið einum borgarfulltrúum meira en Samfylkingin hjálpar það til við að mynda meirihluta út frá Samfylkingunni að hún fær þrjá fulltrúa Pírata og Vg í eins konar forgjöf, varðandi innbyrðis reynslu og traust frá fyrri meirihluta. 

Það lítur í fljóti bragði út eins og að sá tíu manna hópur, sem myndaði fyrri meirihluta þurfi eingöngu að semja við Viðreisn eina, í stað þess að þurfa að semja frá grunni við þrjá flokka alveg frá núllpunkti eins og Sjálfstæðismenn þyrftu að gera.  


mbl.is Mynda frjálslynda stjórn jafnréttis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband