Meiri hækkun eldsneytisverð framundan?

Olíuverðshækkun var ein af fyrstu afleiðingum ákvörðunar Trumps Bandaríkjaforseta um að rifta samningum við Írani og fara út í hertar refsiaðgerðir gegn þeim. 

Þetta er væntanlega vegna þess að refsiaðgerðirnar mun beinast að því að hefta olíuútflutning Írana og vænka möguleika Sádi-Araba, bandamanna Trumps, og annarra olíuútflutningsríkja til að hækka olíuverðið. 

Hugsanlega verður hekkun eldsneytisverðs, sem er framundan, því meira en 4 prósent. 

 


mbl.is Spá 4% hækkun bensínverðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérfræðingur í að snúa málum á haus.

Alla sína tíð hefur Donald Trump verið sérfræðingur í að snúa málum á haus. Að hans sögn vann hann frækinn sigur í öllum sínum gjaldþrotamálum. 

Trump gagnrýndi harðlega í kosningabaráttu sinni innrásina í Írak 2003. Hún var þá gerð á þeim forsendum að ný sönnunargögn sýndu, að Írakar væru að koma sér upp gereyðingarvopnum. 

Engin slík vopn fundust eftir innrásina. 

En maðurinn, sem spann upp lygarnar um gereyðingarvopnin, er nú einn af innstu koppum í búri Trumps og "ráðleggur" honum af kappi. 

Og auðvitað er aftur spunnin um saga um "ný" gögn, myndir sem sýni að Íranir séu að brjóta kjarnorkusamkomulagið og smíða kjarnorkuvopn. 

Helstu sérfræðingar á því sviði, meðal annars hja Alþjóða kjarnorkumálastofnuninni, segja hins vegar að þetta séu allt gömul gögn, meira að segja allt að 13 ára gömul! 

Helstu fylgismenn Trumps halda svipuðu fram og gert var 2003 um Íraka, að það sé ekki hægt að treysta Írönum og þess vegna sé það þeim að kenna að Trump verði að rifta samkomulaginu við þá! 

Sem sagt, sá sem riftir samningum og stendur ekki við þá, er traustsins verður, en ekki hinn, sem vill halda þá og gerir það! 

Dæmigert um það hvernig Trump og hans menn snúa málum á haus eftir geðþótta. 

Á sama tíma ætlar Trump að fara að gera samning við Norður-Kóreu, þar sem mannréttindabrot og kúgun eru með þeim endemum, að engin önnur ríki komast nálægt því. 

Allar aðgerðir Trumps í tollamálum og alþjóðasamningum eru að setja af stað afleiðingar, sem munu verða til hins verra að öllu leyti á heimsvísu, þvert ofan í ummæli hans um hve mjög þessar aðgerðir muni lyfta Bandaríkjunum og gera þau "mikil að nýju." 


mbl.is Lýsir áhyggjum vegna ákvörðunar Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband