Á vélhjólum er meira en helmingur stórslysa vegna ölvunar.

Það er stórmerkilegt að þeim skuli stórfjölga sem aka undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna þegar skoðað er, hvað þetta þýðir. 

Það varpar ljósi á áhættuna, sem tekin er, að á vélhjólum verður meira en helmingur allra banaslysa og alvarlegra slysa vegna þess að ökumaður vélhjólsins var undir áhrifum víns eða fíkniefna. 

Þetta er þrefalt hærri tala en á bíl og ástæðan blasir við: Ökumaður vélhjólsins er ekki varinn af loftpúðum og öðrum öryggistækjum bílsins heldur er hann gersamlega berskjaldaður. 

Ef hann missir stjórn á bíl og lendir í árekstri, á hann miklu meiri möguleika á að sleppa lítt eða ekki meiddur heldur en á vélhjóli. 

Aðra ályktun er líka hægt að draga af tölum um slys á vélhjólum og bílum. 

Ef enginn ekur undir áhrifum á vélhjóli, myndi þessum stórslysum á vélhjólum fækka um helming og þegar bætt er við að allir séu með lokaðan hjálm, ökklavörn og sérstakan vara á gagnvart öðrum í umferðinni, verður stórslysatíðni ekki meiri á vélhjólum en bílum. 


mbl.is Ekið undir áhrifum um alla borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skynsamlegur áfangi.

Í ljósmæðradeilunni hefur verið tekist á við það álitamál, hvort og þá hve mikið hefur verið aukið við menntun ljósmæðranna miðað við sambærilegar stéttir, að það eitt réttlæti kjarabót umfram þessar viðmiðunarstéttir. 

Nú hefur verið samþykkt eins konar millibilsástand á meðan þetta viðfangsefni er krufið þannig til mergjar að ekki verði deilt um niðurstöðuna þegar þar að kemur. 

Eftir situr í kjaramálum launþega, að launahæstu stéttirnar, (að undanteknum forseta Íslands sem sjálfviljugur afsalaði sér hluta launanna, sem kjaradómur úthlutaði honum,) fari að fordæmi forsetans og afsali sér þeirri launahækkun, sem stefnir í að sprengja allt launakerfi í landinu.  

Þessi þjóðfélagshópur hafði á sínum tíma vald til að skipa málum þannig, að það setti allt launakerfið á hliðina, og hefur að sama skapi vald til að koma þessu í það horf, að sátt náist um laun í landinu. 

Þetta fólk hefur líka vald til að láta linna þeirri aðför sem stunduð er gegn lífeyrisþegum, að áfram verði minnst 40 prósent þeirra undir fátæktarmörkum 300 þúsund króna á mánuði. 

Það er miskunnarlaust gert með því að reyna að koma í veg fyrir að þessi hópur minnki með öllu tiltækum ráðum. 

Því að það að taka til baka "oftekinn" lífeyri er reynt að koma sem flestum í þessa fátæktrargildru. 

Á sama tíma og mokað er erlendu vinnuafli inn í landið eru í raun tekin allt að 83 prósent af þeim launum, sem gamla fólkið reyndir að bæta við lúsarlaun sín. 


mbl.is Ljósmæðraverkfalli aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband