Táknrænt að þurr dagur sé mikil frétt.

Ein hvern tíma hefði maður nú sagt, að það væri ekki nein frétt þótt það rigndi EKKI einn dag að sumarlagi. 

En vorið og sumarið í ár hafa verið einstök og þess vegna er spá um einn þurran dag frétt. 

Meðaltöl tala sínu máli. Þegar Einar Bárðarson ákvað að standa fyrir því að láta Sumargleðina koma frá á Galtalækjarhátíð 1996 gluggaði ég í meðaltölin og sá, að allir þeir sem legðu í kostnað við útihátíðahald á Suðurlandi, væru að veðja stórt, þar sem tölurnar voru 1:2. 

Það voru tvöfalt meiri líkur fyrir því að það rigndi en að hann hengi þurr. 

Hann tapaði veðmálinu og það rigndi á Suðurlandi þennan dag. 

Jónas Guðmundsson stýrimaður sagði á þessum árum, að undraverð væri bjartsýni Íslendinga varðandi útihátíðir á köldu og röku landi sínu; það væri eins og að Íslendingar héldu að það rigndi aldrei nema 17.júní. 

Og það sem sárara var; spáð var meiri rigningu á austurhluta Suðurlandsundirlendisins en á vesturhlutanum eða í Borgarfirði.

En það fór öfugt, Galtalækjaskógur slapp einna skást. 

En skaðinn var skeður, fólk hélt fyrirfram hið gagnstæða, og enda þótt aðsóknin væri alveg bærileg, dró slæm rigningarspá mjög úr henni. 


mbl.is Gæti hangið þurr heilan dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnt að stórframkvæmd í gegnum öll vatnsverndarsvæðin.

Eitt af þeim atriðum, sem blasa við vegna lagningar risaháspennulínu þvert í gegnum öll vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins, er að framkvæmdirnar við þessar línur fela í sér ekki aðeins mikið umhverfisrask, heldur einnig mikla umferð stórvirkra vinnuvéla. 

Þeir sem ætla sér að fara þarna í gegn hafa ekki tekið í mál að breyta neinu í sambandi við þessar framkvæmdir, hvorki varðandi það að leggja línuna eða línurnar í jörðu né að fara aðra leið með þær. 

Sem fyrr en suðað um að þessar stórframkvæmdir þurfi vegna afhendingar rafmagns til íslensks almennings og fyrirtækja, þótt við blasi, að það er áframhald stóriðjustefnunnar sem krefst þessa. 

Og hefur nú nýlega fengið á silfurfati þá stefnuyfirlýsingu Bjarna Benediktssonar að álverin eigi að njóta algers forgangs í hvívetna á Íslandi. 


mbl.is Moka þarf upp jarðvegi á slysstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lævísir svikahrappar.

Óvenjulegur póstur barst mér í fyrradag frá Símanum. Þar var mér sagt frá því að ég hefði fyrir misgáning greitt sömu símaskuldina tvisvar, en auðvelt væri að kippa þessu í lag með því að smella á tengil, sem gerði bakfærslu mögulega. 

Sem betur fór ákvað ég að rekja þetta mál í heimabankanum og kom þar í ljós að ég hafði aðeins greitt þetta gjald einu sinni. 

Hjá símanum fengust þau svör að þarna væru á ferðinni erlendir svikahrappar sem sæktu mjög á Símann og Valitor til þess að véla fé út úr fólki með því að komast yfir upplýsingar um reikninga þeirra og nýta sér það. 

Full ástæða er til að varast þetta glæpahyski og láta ekki glepjast af gylliboðum eða skipunum, sem minnsti vafi er á að komi frá svikahröppum. 


Bloggfærslur 25. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband