Trump lítur út um gluggann og segir: "Allt of mikið af evrópskum bílum"?

Engu er líkara en að Bandaríkjaforseeti hafi litið út um gluggann hjá sér og sagt við sjálfan sig: Aha, það er alltof mikið af evrópskum bílum hérna. Gerum Bandaríkin stórfenleg á nýju og burt með þessa bíla, sem ógna þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 

Og síðan tíst um að fækkað þeim með því að setja á þá sérstaka tolla. 

Einar Björn Bjarnason birtir á bloggsíðu sinni þann athyglisverða fróðleik að 1,8 milljónir bíla af evrópskum gerðum, svo sem Benz, BMW, Audi og Volkswagen, eru framleiddir í Bandaríkjunum sjálfum. 

Þessi þróun byrjaði um síðustu aldamót þegar ákveðið var að fyrsti jepplingur Benz, M-gerðin, yrði framleiddur í Bandaríkjunum. Síðan hafa svona verksmiðjur risið ein af annarri. 

Trump virðist ekki heldur hafa haft fyrir því að skoða fleira en bíla þegar hann kveður upp úr með það að viðskiptahallinn við ESB ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 

En athugar það ekki í leiðinni að á ýmsum sviðum þjónustu og viðskipta er viðekiptahallinn þveröfugur, Bandaríkjunum í hag. 


mbl.is Skoða alþjóðlegar viðræður um bílatolla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljóður á afburða leikmanni. Gul spjöld á leikaraskap!

Brasilíumaðurinn Neymar er stórkostlegur knattspyrnuleikmaður en ekki eins góður leikari. 

Hann er að mínum dómi fremstur í flokki þeirra leikmanna, sem er með hvimleiðan leikaraskap í tíma og ótíma á HM. 

Þessi leikaraskapur birtist í mörgun myndum þegar menn eru að reyna að "fiska" vítaspyrnur og aukaspyrnur og láta sig falla til jarðar og "lúta í gras" líkt og gerðist þegar vítaspyrna Englendinga var "fiskuð" í gær. 

Vælukjóaháttur Neymars er úr hófi enda þótt stundum sé full hart sótt að honum. 

Halda mætti oft á tíðum að hann sé tveggja ára krakki frekar en fullorðinn maður, lætur eins og hann hafi sætt hryllilegri árás með limlestingum en er síðan byrjaður örskömmu síðar að hlaupa á hraða hins hraðskreiðasta 100 metra hlaupara. 

Það má alveg fara að lyfta gulu spjaldi yfir manninum þegar hann lætur svona. 

Um sumt af þessu gildir svipað og datt út úr Gumma Ben í gær: "Af hverju sér dómarinn þetta ekki?! Ég sé þetta alla leið til Íslands! 


mbl.is Segir Neymar haga sér eins og trúður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til mikils að vinna. Mannslífið hálfur milljarður.

Þegar nokkur alvarleg slys og banaslys urðu fyrir rúmum áratug á stöðum, þar sem vegrið voru ekki, var á það bent að til mikils væri að vinna að bæta úr skelfilegri vanrækslu á þessu sviði.

Búið væri að reikna út að hvert glatað mannslíf væri hægt að meta að meðaltali á um hálfan milljarð króna, og væru þá þjáningar og missir aðstandenda ekki reiknuð með. 

Þrátt fyrir þetta skortir enn sárlega á að búið sé að fjárfesta í þeirri miklu bót myndi fylgja því að herða á gerð vegriða. 


mbl.is Margbrotnaði í árekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband