Trump þreifar á valdinu.

Valdhafar heimsins hafa löngum gripið til harðra úrræða til að fá vilja sínum framgegt þegar annað hefur ekki dugað til.

Einn þeirra, Erdogan hinn tyrkneski, er dæmi um slíkt. 

Valdheimildirnar geta verið mismunandi í einstökum ríkjum og heitið mismunandi nöfnum, svo sem herlög, neyðarlög eða að lýst sé yfir neyðarástandi. 

Svo virðist sem Trunp telji yfirlýsingu á neyðarástandi ekkert smáræðis valdheimild fyrst hún gefi honum fjármagn, tæki, aðstöðu og mannafla til að byggja risamúr á 3100 kílómetra löngum landamærum á örskömmum tíma. 

Ef það að vera snöggur að þýðir að klára það fyrir næstu kosningar, þarf að klára 5 kílómetra mannheldan múr jafn öflugan og Berlínarmúrinn á hverjum einasta degi.

Ef svona er í pottinn búið er þetta ofurvald. Og það sem mesta ofurmenni og vinsælasti forseta í sögu Bandaríkjanna þarf vafalaust að ráða yfir að eigin dómi. 

 


mbl.is Kann að lýsa yfir neyðarástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að hafa fyrst núverandi flugvelli í lagi?

Fyrir liggur að tifandi tímasprengja er í gangi í flugvallakerfi landsins hvað varðar millilandaflugvellina vegna stórfelldrar vanrækslu í viðhaldi þeirra og viðgangi.

Alltof fá stæði eru fyrir flugvélar á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og brautin á Egilsstöðum er skuggalega stutt. 

Allt tal um að Árborgarflugvöllur geti verið hentugur varaflugvöllur fyrir Keflavíkurfluvöll byggist á vanþekkingu og óskhyggju, að því er virðist án minnstu athugunar á veðurfræðilegum og landfræðilegum aðstæðum, sem ætti að athuga fyrst til hlítar á undan öllu öðru. 

Árborgarsvæðið er nefnilega á nákvænlega sama veðurfarssvæði og Keflavíkurflugvöllur með sömu verstu vindáttum, suðlægum sudda- þoku- og súldarveðrunum fyrir opnu hafi. 

Hins vegar er Reykjavíkurflugvöllur á öðru veðurfarssvæði en Keflavíkurflugvöllur í þeim vindáttum sem oftast valda hvassviðri með þoku, sudda og súld, það er, sunnan, suðaustan og austsuðaustan vindi, því að í þeim vindæattum hreinsar 700 metra hár Reykjanesfjallgarðurinn rakann upp þegar hann skellur á þessum náttúrgerða varnarvegg.

 

Á Árborgarsvæðinu skortir nær alla nauðsynlega innviði fyrir millilandaflug, gagnstætt því sem er í Reykjavík og á Akureyri. 

Í Reykjavík er á einfaldan hátt hægt að stórbæta völlinn, m.a. neð því að kengja vesturenda a-v brautarinnar. 


mbl.is Fundað um alþjóðaflugvöll í Árborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Man nú enginn "þjóðaröryggi" A-Þýskalands og S-Afríku?

Berlínarmúrinn og Aðskilnaðarmannvirki í S-Afríku hlutu alþjóðlega fordæmingu á sinni tíð, einkum hjá forsetum BNA. 

Þeir sem reistu múrinn og girðingarnar báru við þjóðaröryggi.

Nú er ðldin önnur og Bandaríkjforseti vegsamar nokkur hundruð sinnum stærri múr með hótun um frambúðarlokun ríkisstofnananna, sem hann hefur lokað. 

Enda allt stærst og mest sen hann gerir. 


mbl.is Hugsanlega lokaðar árum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband