Ófremdarástand ár eftir ár.

Síðuhafi þurfti að leita til bráðamóttöku fyrir sex dögum og eiginkonan sömuleiðis vegna beinbrots fyrir rúmu ári um svipað leyti og síðuhafi hafði verið sendur þangað vegna skæðrar blóðeitrunar í fæti. 

Tveimur árum þar á undan höfðum við átt erindi þangað og undrast það viðvarandi álags- og hættuástand, sem þar ríkti augljóslega. Konan þurfti í fyrra að bíða sjö klukkustundir eftir að komast í gips. 

Nýlega var níræð kona látin gista á klósettinu. 

Árin líða og áfram eru orð eins og "langt út fyrir eðlileg" mörk eru notuð í skýrslum um málið.

"Meðaldvalartími sjúklinga, sem bíða eftir innlögn, 23 klst en æskilrgt viðmið er 6 klst."

Sama álagið og streituástandið og sumt í versnandi horfi. 

Hvað á þetta að ganga svona lengi? 

 


mbl.is Langt út fyrir eðlileg mörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þriggja vikna skothríð vonandi loksins lokið?

Smá innskot um blæ hátíða og helga í nánd við heimili síðuhafa og vafalaust miklu víðar.

Þegar venjuleg helgi og Þorláksmessa liggja saman er það reynsla síðuhafa, að búast megi við að skotelda- og flugeldaskothríðin hefjist eftir hádegi 20. desember og standi linnulítið í þrjár vikur frá´því á morgnana þar til komið er langt fram á nótt.

Tímabilinu lokið?

Alls óvíst. 

Skothríðarsólarhringar og skothríðarhelgar geta komið hvenær sem er.

Reglur um meðferð skotelda og flugelda - hvað?   


mbl.is Flugeldaslys við Réttarholtsskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband