Oft er nauðsynlegt að varpa ljósi á tölur í umhverfismálum.

Í umræðunni um loftslagsbreytingar og umhverfismál er nauðsynlegt að hafa réttar tölur við hendina, en ekki síður nauðsynlegt að þær séu notaðar af vandvirkni til útskýringar á málsatvikum, 

Með því að varpa tölum út í loftið án nokkurra útskýringa eða samanburðar, er oft gagnslaust að ræða mál eða komast að nothæfri niðurstöðu. 

Í umræðunni á netmiðlum að undanförnu hafa sumir farið mikinn í því að birta tölur, sem einar og sér hafa ekki varpað réttu ljósi á það viðfangsefni að minnka útblástur koltvísýrings. 

Þar má nefna tölur um útblástur frá eldfjöllum og jarðvarmasvæðum heims, sem áttu að sýna, að sá útblástur væri meiri en frá bílaflota jarðarbúa. 

Þegar nánar er að gætt kemur í ljós, að útblásturinn í samgöngum er hundrað sinnum meiri en útblástur eldfjallanna. 

Af hverju er hann svona mikill í samgöngunum?

Ástæðan er einföld og hægt að styðja hana með einföldum og óyggjandi tölum, sem ekki er deilt um. 

Meðal co2 útblástur bíls er líkast til um 150 grömm á hvern ekinn kílómetra. Ef meðalakstur bíls er um 12 þúsund kílómetrar á ári verður heildarútblástur hvers bíls á ári um tvö tonn á ári. 

Bílarnir á Íslandi eru ríflega 300 þúsund, þannig að hér á landi blása bílarnir um 600 þúsund tonnum á ári út í loftið. 

Í fréttum að undanförnu hefur verið upplýst að niðurdæling við Hellisheiðarvirkjun sé um 12 þúsund tonn á ári.

Það er stór og glæsileg tala ein og sér, en þetta samsvarar 2% af útblæstri bílaflotans og sýnir hve seinlegt það verður að ná sama árangri við niðurdælingunni og fæst með því einfaldlega að skipta sem hraðast um bíla og taka í notkun bíla með engum útblæstri. 

Svipað á við um tölur varðandi útblástur á heimsvísu, þar sem hinn gríðarlegi fjöldi bíla gerir það að verkum, að langmestur árangur næst með því að innleiða orkuskipti; bílar heimsins eru nefnilega hátt í 1000 milljónir, einn milljarður. 

Flugvélar heimsins eru þúsund sinnum færri, og þess vegna er áætlað að útblástur þeirra sé í kringum 15 prósent af heildarútblæstrinum. 

Gallinn er þar að auki sá, að tæknilega er, eins og nú standa sakir, ómögulegt að rafvæða flugið á þeim vegalengdum, sem mestu máli skipta. 

Því veldur hin mikla þyngd rafhlaðnanna, sem nota þarf, og gagnstætt bílum og einkum lestum, þar sem ekki er við það að glíma að lyfta þyngd í hvert sinn upp í hagkvæma hæð, er þessi upplyfting í hverju flugi ekki fyrir hendi nema að sára litlu leyti í landsamgöngum.  


Stjórnarflokkarnir með 38% en stjórnin sjálf mun meira.

Stjórnarflokkarnir þrír eru samtals með 38 prósent fylgi í skoðanakönnun MMR, en aðrir flokkar samtals með 62.  Vaxandi fylgi Miðflokksins er líklegast af svipuðum toga og vaxandi fylgi þjóðernissinnaðra flokka á Vesturlöndum yfir heildina litið. 

Allt frá myndun núverandi ríkisstjórnar hefur fylgið við stjórnina verið mun meira en samanlegt fylgi stjórnarflokkanna. 

Þetta þarf ekki að vera eins skrýtið og það sýnist; það má álykta sem svo að margir kjósendur séu að vísu ekki ánægðir með hvern stjórnarflokk útaf fyrir sig, heldur sjái ekki nú, frekar en í síðustu kosningum og í kjölfar þeirra, að hægt sé að finna annað stjórnarmynstur, sem gengur upp. 

Í því efni hefur mikið fylgi Miðflokksins mikil áhrif, því að líkt og í sumum nágrannalöndunum hugnast öðrum stjórnmálaflokkum ekki vel að hafa samvinnu við þann flokk. 

Ef fylgi hans er sett út fyrir sviga og dregið frá 62 prósentunum, sem stjórnarandstöðuflokkarnir hafa í könnun MMR, verður útkoman 45 prósent, sem er ekki svo langt frá 38 prósentum stjórnarflokkanna. 

 

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins nær nýjum lægðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband