Hvenær ætla fleiri að fylgja fordæmi forseta Íslands?

Forseti Íslands gaf fordæmi við síðasta úrskurð Kjaradóms og afsalaði sér hluta þeirrar launahækkunar, sem honum hafði verið úthlutað, með því að leggja verja henni til líknarmála. 

Nú hefur bæjarstjórn Kópavogs ákveðið að lækka laun sín um 15% og gefur þar með annað fordæmi. 

En hvenær ætlar "elíta" helstu valdamanna í stjórnmálum og efnahagslífi að gera eitthvað þessu líkt?


mbl.is Lækka laun bæjarfulltrúa um 15%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tuttugu milljónir í gróða á hverju ári?

Það má setja upp í reikningsdæmi hugsanlegan gróða af því að breyta kílómetrastöðu á vegalengdamælum 100 bíla um 20 þúsund kílómetra á hvern bíl.

Ef hver ekinn kílómetri út af fyrir sig reiknast á 10 krónur er dæmið: 

10 x 20.000 x 100 = 20.000.000, tuttugu milljónir króna, og það á hverju rekstrarári. 

Undrun vekur að reynt hafi í fyrsta að afneita þessu með því að einn starfsmaður hafi tekið upp á þessu upp á sitt eindæmi án þess að eigandi leigunnar vissi af því. 

Hagsmunirnir blasa við: Sá sem græðir á þessu er auðvitað eigandi og seljandi bílaleigubílanna. 

Ef starfsmaðurinn hafði gert þetta og hagnast, hefði það aðeins verið hægt með því að eigandinn hefði umbunað honum. 


mbl.is Vísa Procar úr SAF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt að tíu krónum á kílómetra og hundruðum þúsunda á hvern bíl.

Fyrir um 20 árum þegar síðuhafi leitaði upplýsinga um það hve mikils virði hver ekinn kílómetri út af yrir sig á notuðum bíl væri við endursölu, var nefnd upphæðin 3 krónur.

Þetta gætu verið 10 krónur eða meira á hvern kílómetra á núverandi verðlagi. 

Það þýðir, að sé kílómetrastöðunni breytt á mæli um 20 þúsund kílómetra og færð niður eins og nefnt var í Kveik, breytist þessi hluti virði bílsins um 200 þúsund krónur, þ. e. hægt er að selja bílinn fyrir 200 þúsund krónum hærra verð. 

Það er því eftir talsverðu að slægjast fyrir þá sem stunda svonalagað á mörgum bílum. 

 

 


mbl.is Bílaleiga sögð breyta kílómetrastöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. febrúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband