Ekki fýsilegt fyrir gamalt heimsveldi að vera án atkvæðisréttar?

Þótt Bretar hafi oft verið óánægðir með veldi Frakka og Þjóðverja innan ESB, hafa þeir þó hangið þar innanborðs áratugum saman og þrátt fyrir allt haft þar atkvæðisrétt og áhrif. 

Þeir eru gamalt heimsveldi og frá fornu fari með sérstöðu sem eyþjóð og aðra hagsmuni en meginlandsþjóðirnar. 

Með það í huga er merkilegt að það skuli vera til umræðu að þeir gangi inn í EES-samstarfið. 

Veigamesta ástæðan er líklega sú, að í slíku samstarfi hafa þeir ekki atkvæðisrétt og þá aðstöðu sem bein aðild að ESB veitir. 

Í EFTA samstarfi myndu þeir að vísu bera ægishjálm yfir Noreg, Ísland og Lichtenstein hvað snertir stærð og fólksfjölda en engu að síður þurfa að taka við tilskipunum frá ESB með afar takmarkaða möguleika á því að hafa nokkur áhrif á þær. 


mbl.is Minnstur stuðningur við EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörg yfirburða íslensk nýyrði, svo sem sjálfviti.

Besta fyrirmyndin um notkun íslenskunnar og sköpun nýyrða er auðvitað Jónas Hallgrímsson, með orð eins og samúð og ljósvaka. 

Nýyrðið sjálfviti hjá Valgarði Egilssyni heitnum hefur yfirbyrði yfir þýska alþjóðaorðið besservisser að öllu leyti. Það er einu atkvæði styttra, það lýsir betur hugarfari sjálfvitans, sem telur sjálfur sig sjálfan vita flest betur en aðrir. 

Síðan rímar orðið á móti orðinu hálfviti sem leiðir hugann að því að í mörgum tilfellum er sjálfvitinn mun verra fyrirbæri en hálvitinn; jafnvel mesti hálfvitinn sjálfur. 

Emil Björnsson átti nýyrðin ferna og hyrna ef ég man rétt, og gott ef afburðaorðið þyrla var ekki hans smíð. 

Hann var andvígur nýyrðinu léttmjólk, vegna þess að léttmjólk er þyngri en rjómi. 

Lagði til nýyrðið þynnka, en ekki fékk það hljómgrunn hjá kímnisnauðum löndum hans. 

Hér um árið lagði ég til nýyrðin fis, flugfis eða fisflugvél og sídrif og tog yfir ensku orðin quadra-trac og torque sem er þýtt með orðinu drejningsmoment á dönsku. 

Danska orðið fimm sinnum lengra en hin og fjögur atkvæði í stað eins. 


mbl.is „Erfitt að rífast við brauðrist á þýsku“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband