Ekki fýsilegt fyrir gamalt heimsveldi að vera án atkvæðisréttar?

Þótt Bretar hafi oft verið óánægðir með veldi Frakka og Þjóðverja innan ESB, hafa þeir þó hangið þar innanborðs áratugum saman og þrátt fyrir allt haft þar atkvæðisrétt og áhrif. 

Þeir eru gamalt heimsveldi og frá fornu fari með sérstöðu sem eyþjóð og aðra hagsmuni en meginlandsþjóðirnar. 

Með það í huga er merkilegt að það skuli vera til umræðu að þeir gangi inn í EES-samstarfið. 

Veigamesta ástæðan er líklega sú, að í slíku samstarfi hafa þeir ekki atkvæðisrétt og þá aðstöðu sem bein aðild að ESB veitir. 

Í EFTA samstarfi myndu þeir að vísu bera ægishjálm yfir Noreg, Ísland og Lichtenstein hvað snertir stærð og fólksfjölda en engu að síður þurfa að taka við tilskipunum frá ESB með afar takmarkaða möguleika á því að hafa nokkur áhrif á þær. 


mbl.is Minnstur stuðningur við EES
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bretar gerðu 44 tilraunir til að ná fram breytingum á löggjöf esb. Mistókust allar. 44-0 fyrir esb. Ekkert gagn af sæti við borðið ef þú ræður engu.

GB (IP-tala skráð) 2.4.2019 kl. 02:50

2 identicon

Sæll Ómar.

Þá fyrst fá Bretar atkvæðisrétt og verða þjóð meðal þjóða
þegar þeir losa sig við þetta sökkvandi skip sem ESB
er og vonum seinna að menn komi sér til þess verks.

Húsari. (IP-tala skráð) 2.4.2019 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband