Þarf ekki að klára fermingarnar fyrir páska?

Þótt ferðalögum innanlands hafi fækkað eitthvað er greinilegt að Íslendingum, sem eru erlendis um páskana fjölgar ár frá ári. 

Ein af orsökunum eru mikil kaup Íslendinga á fasteignum erlendis einkum á Spáni þar sem fjölgun flugferða á milli Íslands og Spánar keikur stórt hlutverk. 

Margir, sem eiga húseignir erlendis, verða sennilega dálítið háðir því að fara að hegða sér eins og farfuglarnir, að eltast við gott veður og njóta í leiðinni ódýrs matar og nauðsynja og nýta fjárfestinguna í Suðurlöndum. 

Þetta veldur því að svo virðist sem þetta sé farið að bitna á fermingunum og fermingarveislunum, sem hafa verið snar þáttur í því að efla samkennd og ljúfar samvistir ættingja og vina á öllum aldri. 

Þeirri spurningu má því varpa fram, hvort ekki sé ráðlegt að færa fermingarnar sem mest fram fyrir páskana inn í marsmánuð og hafa fermingatímabilið þá. 


mbl.is Færri fara á fjöll um páska en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Fjarverandi vegfarendur" orðnir mesta ógnin.

Rannsóknir helda áfram að sýna það, sem áður hefur verið fjallað um hér á síðunni, að ný vá hefur haldið innreið sína í umferðina á öllum stigum hennar og er orðin sú versta. 

Ölvun við akstur og í umferðinni er ekki lengur algengasta orsök aldvarlegra slysa og banaslysa heldur fyrirbæri, sem má kalla "fjarverandi vegfarendur", þ.e. fólk sem er svo upptekið við lestur af mælum, símum og skjám eða í fingravinnu á þessum tækjum, að það jafngildir því að það sé með bundið fyrir augun. 

Síðuhafi hefur fundið þetta á eigin skinni og beinum; hefur eytt þessu ári frá fyrsta virka degi þess við að jafna sig eftir axlarbrot og fleiri áverka, sem urðu vegna þess að á maður á rafhjóli, sem kom á móti honum á hinum þekkta hjólastíg á Geirsnefinu sveigði skyndilega yfir á öfugan stígshelming svo að ómögulegt var að forðast harðan árekstur. 

Í ljós kom, að hann hafði hætt að horfa fram fyrir sig og var að reyna að lesa af litlum rafhlöðumæli, sem var erfitt að lesa af, vegna þess að það var orðið rokkið, og þótt tölurnar á mælinum sæust sekúndubrot í hvert sinn sem hann fór undir lága ljósastaura við stíginn, var þetta sekúndubrot allt of stutt. 

Það olli því að hann einbeitti sér æ meira af lestrinum og segja má að Reykjavíkurborg hafi siðan gulltryggt áreksturinn, því að miðlínumerkingin á stígnum, sem valdur slyssins sá þegar hann horfði beint niður, er orðin svo máð vegna viðhaldsleysis, að hún sést varla, og er raunar horfin á löngum köflum, meðal annars á þeim stað sem áreksturinn varð. 

Fleira hjálpaði til þótt "blindingsleikurinn" væri höfuðorsök. Eftir slysið kom í ljós, að í handbók rafhjólsins var sýnt, hvernig hægt væri að kveikja ljós á rafhleðslumælinum!  

Á hjóli síðuhafa eru hins vegar ævinlega logandi skær ljós sem sýna hve mikið rafmagn er á rafhlöðunum. 

Ef farið hefði verið að dæmi Akureyringa við gerð umrædds hjólastígs á Geirsnefinu, hefði hugsanlega ekki orðið árekstur.  Akureyringar breikkuðu svipaðan hjólastíg sinn úr 2,5 metrum upp í 3,0 metra, og þessi árekstur á Geirsnefinu hefði ekki orðið á svo breiðumm stíg, því að það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að að tekist hefði að beygja nóg frá hinum aðvífandi "blindingja"; ystu hlutar stýranna á hjólunum kræktust saman og hjól síðuhafa snerist í kollhnís svo að af hlaust lóðrétt bylta beint niður á vinstri öxlina, olnboga, hné og ökkla. 

Þess má geta að ökklarnir sluppu við meiðsl, og má sennilega þakka það vélhjólaklossum. 

Síðustu fjögur ár hefur síðuhafi ýmist verið á ferli á rafreiðhjóli, 125cc vespuhjóli og minnsta rafbíl landsins og það hefur gefið gott tækifæri til að sjá hve gríðarlega algeng símanotkunin er, auk þess fyrirbrigðis, að fólk sé með heyrnartól að hlusta á hitt og þetta og heyrir þvi ekkert annað, til dæmis í hjólabjöllu eða bílflautu. 

Áberandi er hve margir eru á kafi í símanum þegar þeir eru við umferðarljós, og endurskoðandi síðuhafa hóf árið með hálskraga eftir harða aftanákeyrslu ökumanns á kafi í snjallsímanum, sem kom á fullri ferð aftan að honum en sá ekki, að bílarnir á undan honum urðu að stansa á rauðu ljósi. 

Tæknilega nætti athuga, hvort hægt sé að taka að einhverju leyti í taumana, til dæmis með samvinnu framleiðenda bíla og síma á þann veg, að tölvustýrt tæki með sendi, slökkvi sjálfkrafa á farsíma, sem er í eða við ökumannssætið. 


mbl.is Færri senda skilaboð undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband