Aftur góðar fréttir fyrir þá fyrir norðan og austan.

Síðasta aldarfjórðung hafa verið uppi spár um það, að við hlýnun loftslags á jörðinni muni verða til tveir til þrir kuldapollar á mjög afmörkuðum svæðum, og yrði einn þeirra fyrir suðvstan Íaland vegna þess að Golfstraumurinn myndi sökkva sunnar en áður á leið sinni norður í áttina til Svalbarða. 

Þessari kólnun myndi valda tært leysingavatn frá bráðnandi jöklum, sem er léttara en saltur Golfstraumurinn og flyti því lengri vegalengd en áður í yfirborðslögum sjávar á vestanvverðu Norður-Atlantshafi og kældi loftið yfir sér. 

Sumar af þessum spám gerðu ráð fyrir mun meiri og víðfeðmari kólnun á Norður-Atlantshafi en aðrar spár hafa gert síðustu árin. 

Veðurfarið í fyrra langt fram eftir sumri var mjög í þessa átt, og þegar skyggnst er í spá Einars Sveinbjörnssonar sést, að það verður fyrst og fremst um norðan- og austanvert landið sem hlýrra verður og bjartara en í meðalári, líkt því sem var í fyrra, en hins vegar allt upp í helmings líkur á svalara og blautara veðri á sunnan- og suðvestanerðu landinu eins og varð í fyrra. 


mbl.is Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi samanburður milli rafbíla og dísilbíla.

Á einni af bloggsíðunum á blog.is eru fluttar þær fréttir úr Brussel times að þýskir sérfræðingar hafi reiknað það út að dísilbílar mengi minna í Þýskalandi en rafbílar. 

Út af þessu er lagt á þann veg að íslenski umhverfisráðherrann sé að boða algera dellu. Tazzari í litlu stæði

Þetta er skrýtin röksemdafærsla. Raforkan, sem þýskir rafbílar fá er að hluta til komin frá kolaorkuverum, en íslenska raforkan er öll komin frá vatnsorku og jarðvarmaorku. 

Útreikningar þýsku "vísindamannanna" eiga því ekki við hér á landi. 

Þegar greinin í Brussel times er lesin kemur í ljós að þýsku snillingarnir reikna út það kolefnisspor sem fylgir vinnslu og dreifingu lithium og magnesíum, allt frá náumgreftri yfir í bílana. 

Þarna sé um að ræða CO útblástur, sem verði til vegna nýtingar orkuberanna, en eigi að taka með í reikninginn. 

En hvergi er minnst á það spor sem fylgir vinnslu og dreifingu olíunnar, sem ekki verður komist án sem orkugjafa í formi eldsneytis.

Eitthvað hlýtur það að vera þegar ferillinn er skoðaður frá olíulind til hvers bíls. 

Fyrst verður mengun við olíuborun og flutning olíunnar yfir olíuhreinsistöðvar. Þar á eftir er olían flutt með olíuskipum til olíugeyma um víða veröld og síðan með olíubílum frá olíugeymunum yfir til bensínstöðvanna þar sem bensínið eða olían er loks sett yfir í bílana. 

Orkutap í rafhreyfli er þrefalt minna en í sprengihreyfli og jafnvel þótt orkan komi í rafhreyfilinn frá kolum eða olíu gerir þessi nýtni, sem er 90%, það að verkum, að rafbílarnir hafa forskot í þeim löndum, sem nota kolaorkuver og kjarnorku til þess að framleiða rafmagn. 

Yfirburða orkunýtni rafhreyfilsins í hybridbíl, sem ekki er hægt að setja rafmagn á, veldur því að uppgefnar eyðslutölur á hybrid bílum sýna 20-25 prósent minni bensíneyðslu enda þótt öll orka bílsins komi frá eldsneyti, sem að hluta til flutt yfir í rafhreyfil. 

Síðuhafi er sammála því að samanburður milli bíla með rafhreyfli og sprengihreyfli taki tillit til fleiri þátta en beins útblásturs úr bílunum eingöngu. 

En í umfjöllun Brussel times er ekki að sjá, að neitt hafi verið týnt til varðandi feril olíunnar í samanburði blaðsins, heldur eingöngu kafað ofan í sporið vegna ferils orkuberans, rafhlaðnanna.  Tazzar RAF, Náttfari og Léttir.

Síðuhafi notar rafreiðhjól, létt 125cc vespuhjól og minnsta, ódýrasta og umhverfismildasta rafbíl landsins til að fara ferða sinna innanlands, og getur vel verið, að vespuhjólið sé, þegar allt er tekið með í reikninginn, með minna kolefnisspor en rafbíll af venjulegri stærð. 

Það gæti verið efni í annan pistil. 


Þarf alltaf öll þessi ósköp af plastinu?

Gamli skemmtilegi "nöldrarinn" Andy Rooney heitinn, sem var með ca tveggja mínútna pistil árum saman í lok bandaríska sjónvarpsþáttarins 60 mínútur, var eitt sinn óborganlegur þegar hann tók fyrir þær oft tröllauknu umbúðir, sem ýmis söluvarningur væri settur í.Plastumbúðir 

Rooney vann mikla undirbúningsvinnu vegna viðfangsefnisins og hrúgaði upp umbúðunum fyrir framan sjónvarpsvélarnar. 

Síðuhafi þurfti ekki að leita lengi til þess að finna dæmi um þetta, nýbúinn að kaupa tvö lítil og einföld millistykki í snúrur, sem voru í svo rammgerðum kössum úr hnausþykku plasti,að engin leið var að opna kassana með handafli, heldur þurfti öflug skæri, hnífa eða hliðstæð áhöld til að brjóta sér leið inn í herlegheitin ná varningnum út. 

Hér er annar kassinn í súpudiski. 

Millistykkið inni í kassanum á þessari mynd er 7 sentimetra langt og einn sentimetri í þvermál, en kassinn er 150 rúmsentimetrar og gæti því rúmað minnst 20 stykki!  

Rooney velti fyrir sér hvort hinar rammgerðu og klunnalegu umbúðir utan um suma hluti væri hafðar svona miklar að umfangi til þess að gefa í skyn að innihaldið væri margfalt dýrmætara en það raunverðulega væri. 

Einnig hvort með þessu verið væri verið að hafa þetta svo rammgert, að því yrði síður stolið. 

Eða hvort hugsunin væri sú, að ef þetta væri jólagjöf, myndist byggjast upp þeim meiri spenningur og tilhlökkun sem erfiðara væri að opna herlegheitin. 

Það gæti brugðið til beggja vona með það hjá fólki þar sem gjafirnar væru margar og því leiðinlega tafsamt að standa í langdregnu veseni við að reyna að brjótast inn úr umbúðunum. 

Á þeim tíma sem Rooney var með þennan pistil var ekki byrjað að "gúgla" eins og síðar varð, og þess vegna varð úr því auka skemmtun þegar hann leitaði í bókaverslunum um eitthvert lesefni um þetta málefni og fann loksins eina bók um efnið, sem var að vísu inni í myndarlegum umbúðum, en samkvæmt texta auglýsingar um bókina, átti hún að geta verið notadrjúg fyrir þá sem þyrftu leiðbeiningar um opnun umbúða. 

En, - viti menn, - utan um bókina reyndust vera svo rammgerðar umbúðir, að Rooney féll á tíma í miðju kafi við að reyna að opna þær!


mbl.is Markaðurinn er yfirfullur af plasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband