Leikar æsast í keppni Airbus og Boeing.

Eftir að Boeing sýndist hafa farið illa út í því viðskiptastríði, sem háð er á tveggja ára fresti á flugsýningunni í París, og þurft að sætta sig við auglýsingu á pöntun 100 Airbus 321 XLR þotum á sýningunni, kemur nú tilkynning um tvöfalt stærri pöntun hjá British Airways á Boeing 737 MAX, og ekki bara það, heldur fráhvarf eiganda BA, IAG, frá því að kaupa Airbus þotur. 

Þetta þýðir að leikar æsast og verða spennandi, því að eftir langvarandi undanbrögð Boeing varðandi vandræðin með MAX þoturnar hefur efi vaxið um það að hægt verði að leysa þau mál. 


mbl.is Kaupa 200 nýjar Boeing 737 MAX vélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamalkunnug eftirsókn í að sækja að öryrkjum.

Nú eru að birtast tillögur um breytingar á fjárhagsáætlun næstu ára í ljósi breyttra aðstæðna. 

Gamalkunnugt stef birtist umsvifalaust: Að ná í peninga með því að hafa það af öryrkjum, sem til stóð að þeir fengju og verði um að ræða að ná milljörðum af þeim.  

Og nú heyrist ekki betur en að lagt sé til á Alþingi að hækka beri laun þingmanna og þá sérstaklega þeirra sem stofna nýja stjórnmálaflokka!  

Alveg upplagt að nota peningana, sem á að ná af öryrkjunum til að hækka laun þingmannanna, sem verið er að ræða um núna á Alþingi. 

Og samt er nýbúið að stórhækka framlög til þingmanna og veita stórauknu fé til kostnaðar vegna aðstoðarmanna þeirra. 


mbl.is Milljarðalækkun framlags til öryrkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Refurinn, umdeildur og illa séður alla tíð.

Íslenski refurinn hefur veri[ umdeildur og notið ills umtals frá landnámi. 

Illt umtal helgast af því að hann getur verið það sem kallað er dýrbítur, en sá eiginleiki hans er hins vegar ekki áunninn heldur áskapaður, því að dýrið flokkast sem rándýr. 

En ef refurinn værir svo vinsamlegur að undanskilja sauðkindur og æðarfugla frá þeim dýrum, sem hann vill lifa á, væri umtalið um hann væntanlega allt annað en það er. 

Á Norðurlöndum er úlfurinn í sama flokki og refurinn varðandi megna andúð manna á honum, og er það af svipaðri ástæðu; úlfurinn er svo óheppinn að vera skapaður sem rándýr af þeim sama Guði og kristnir menn tilbiðja sem algóðan. 

Ótal tilbúnar eða sannar sögur af illu eðli úlfa og refa eru óendanlega margar orðnar í gegnum aldirnar. 

Og eru allar á þá lund að þetta séu alveg sérstaklega illa innrættar óvættir. 

Orð eins og refskapur og úlfur í sauðargæru, að ekki sé nú minnst á úlfinn, sem vildi éta ömmu Rauðhettu, eru dæmi um þetta. 

Eftir að refir urðu friðaðir á Hornströndum var sett í gang mikil herferð gegn þessari friðun með þeim rökum, að refum myndi fjölga svo mikið að hann myndi útrýma öllu fuglalífi á þeim slóðum, og raunar helfur betur en það, því að þaðan myndu streyma refir út um allt land til þess að eyða öllu eðlilegu og góðu dýralífi. 

Nú eru komnir nógu margir áratugir síðan friðunin hófst, að refurinn ætti að vera búinn að klára þessa útrýmingarherferð, en svo er hins vegar ekki. 

Enda voru engir menn til að halda refnum í skefjum fyrir landnám Íslands, og því merkilegt að honum skyldi ekki takast á þeim 11 þúsund árum, sem hann hafði frið til eyðingarstarfs síns að eyða öllu lífi. 

Því er ekki að neita að refurinn taki sinn toll í veiðum sínum, en hins vegar er til það lögmál í náttúrunni, að hún leiti sem betur fer oft jafnvægis sjálf á þessu sviði. 

Áður en hvalveiðar hófust fyrir alvöru hér við land höfðu hvalir frítt spil til að eyða öllum fiski í tugi og hundruð þúsundir ára. 

En tókst það ekki.   


mbl.is Æ algengari sjón í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. júní 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband