Skjálfti við Sandskeið fyrir nokkrum árum. Eitthvað í pípunum?

Fyrir nokkrum árum varð skjálti vel á fjórða stig ef rétt er munað nokkuð suðvestur af Sandskeiði. En skjálftar þessa árs hafa reyndar byrjað við Þorbjörn en fært sig í norðaustur. 

Skjálftinn núna er að vísu ekki langt frá þekktu skjálftasvæði austar á heiðinni svo að líklega er þetta ekki merki um að óróinn á Reykjanesskaga sé á hægri leið til norðausturs. 

Og svíðan er önnur spurning hvort þessi skjálfti tengist eitthvað hinni miklu orkudælingu upp úr Hengils-Hellisheiðarsvæðinu, og hvort það sé tilviljun að óróinn á suðvesturhluta skagans tengist svipuðu fyrirbæri varðandi uppdælingu virkjananna þar. 


mbl.is Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"...Drjúgur verður síðasti leggurinn..."?

Orðin áfangi og leið tákna einföld og skýr hugtök. 

Flugleiðir var fallegt heiti flugfélags. En nú bregður svo við að ráðist er getn þessum orðum til þess að troða enska orðinu "leg" inn í málið.  

Einu sinni var skrifuð bókin "Fleugleiðir í Íslandflugi." 

Var greinilega ekki nógu fínt heiti. 

Hefði átt að heita "Flugleggir í Íslandsflugi

Á morgun er Dagur íslenskrar tungu og þessvegna er hjákátlegt að bjóða upp á það að útrýma hinum fallegu og einföldu orðum áfangi og leið og taka í staðinn upp notkun enska orðsins "leg". 

Í tengdri frétt er ítrekað notað orðið flugleggur um flugleið og með sama áframhaldi verður ekki lengur talað um leiðina milli Reykjavíkur og Akureyrar heldur um legginn milli þessara staða. 

Heitið Flugleiðir er ekki lengur nógu fínt, nei Flugleggir skal það vera. 

Áfangastaður breytist í leggjastaður. 

Á Degi íslenskrar tungu verður ekki lengur sunginn hinn hallærislegi texti

"Drottinn leiði drösulinn minn; 

drjúgur verður síðasti áfanginn" 

Nei, 

"drjúgur verður síðasti leggurinn" 

skal það vera. 

Leiðakerfi breytist í leggjakerfi. 

Og lóð Jóns Helgasonar úr "Áfangar"  

"Leggir." 

Bráðum verður 16. nóvember Dagur enskrar tungu.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

'


mbl.is Uppfylla allar kröfur Vegagerðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband