"Við erum að sjá aukningu í magni fjölda fólks..."

Ofangreinda setningu mátti heyra í einum fjölmiðlinum á dögunum. Sá, sem sagði þetta hefði getað komist að með tvö orð í stað níu til að segja frá fjölgun fólks:  

"Fólki fjölgar". 

Af einhverjum ástæðum datt þessi pistill út í gær á Degi íslenskrar tungu í tilefni þess dags. 

Það er ekki aðallega enskan með sína áætlunarflugleggi sem sækir að íslenskunni heldur rökleysur og málalengingar. 

"Við erum að sjá..." virðist orðið svo nauðsynlegt orðalag, að heyra má heil viðtöl þar sem viðmælendur geta ekki tjáð sig nema að byrja sem flestar setningar á þessum algerlega ónauðsynlegu málalengingum. 

Orðin "aukning" og "magn" eru líka hvimleið tískuorð og ætli hámarkið sé ekki setning, sem sögð var hér um árið: 

"Það hefur orðið aukning í neikvæðri fólksfjöldaþróun.."

í stað þess að segja: 

"Fólki hefur fækkað."


Markviss hjólabylting í gangi.

Markviss hjólabylting hefur verið í gangi erlendis undanfarinn áratug en er nú fyrst að skila sér hér á landi. gogoro 1

Þó er þar langt í land hér á landi, því að í hinni óhemju flottur flóru rafknúinna hjóla allt frá rafhlaupahjólum upp í rafknúin bifhjól er önnur bylting í gangi, út um allan heim hvað varðar rafknúin léttbifhjól með útkiptalegum rafhlöðum.  

Það þarf ekki að vera neitt flóknara að hafa slíkar rafhlöður til útleigu en til dæmis gaskúta, eins og víða tíðkast á bensínstöðvum. 

Á myndinni hér við hliðina má sjá slíkt hjól í Tæpei á Tævan við einn af næstum þúsund sjálfsölum með útskiptalegar rafhlöður. download       

Á öllum stigum rafknúinna hjóla bera þau af í hagkvæmni á alla  lund miðað við bíla. 

(P.S.  Og Volkswagen verksmiðjurnar eru að setja á fót miðstöð fyrir nýja tegund samgöngumáta í formi verksmmiðju og deildar SEAT í Barcelona fyrir tveggja manna bílinn SEAT Minimo, sem verður með útskiptanlegum rafhlöðum. Sjá mynd.) 

Þannig er orkukostnaður þriggja rafknúinna farartækja, sem ég hef prófað undanfarin ár þessi. 

Rafknúið reiðhjól:        0 ,30 kr/km.  Hraði 20 km klst. 

Rafknúið léttbifjól       0,80 kr. km.  Hraðar 45 eða 60 km klst. 

Minnsti rafbíll á Íslandi  2,80 kr km.  Hraði 90 km klst. 

Sparneytnustu eldsneytiskrúnir bílar eru með nær þrefalt meiri orkukostnað en svona rafbíll. 


mbl.is Bensínstöð orðin hjólreiðaverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband