Varmaorkan til frumbyggjanna aðeins brot af því sem fer til stóriðjufurstanna.

Í leit sinni að útskýringum á skorti á varma frá Nesjavöllum og Hellisheiði til höfuðborgarsvæðisins sést mönnum alveg yfir megin orsökina:  Samanlögð varmaorka gufuaflsvirkjana og hitaveitu, sem nýtt er á svæðinu myndi nægja til að hita upp milljónaborgir. 

Og ekki bara það. Nýtingarhlutfallið er aðeins um 15 prósent. 86 prósent fara út í loftið engum til gagns.  

Þetta eru risastórar tölur, sem byggjast á þeirri rányrkjustefnu þegar virkjanirnar voru reistar, einkum Hellisheiðarvirkjun, að dæla margfalt meiri gufu upp en hefði átt að gera til þess að viðhalda jafnvægi innrennslis og útdælingar í iðrum jarðar. 

Stóra talan sem svo miklu skiptir er nefnilega þessi: Af allri orkuframleiðslu Íslands fara meira en 80 prósent til stóriðjufyrirtækja í erlendri eigu, en innan við 20 prósent til heimila og fyrirtækja í eigu Íslendinga. 

Þjóðin, sem hefur umráð yfir öllum þessum háhita- og lághitasvæðum er í vandræðum vegna kulda af völdum skorts á heitu vatni!  


mbl.is Hvers vegna er ekki til nóg af heitu vatni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olíuþurrðin er vandi, hvað sem loftslagsmálum líður.

"Eyðist það sem af er tekið" segir máltækið. Og það á við um olíulindir heims og aðra óendurnýjanlega orkugjafa, sem hafa skapað örstutt tímabil í sögu mannsins á jörðinni, sem í framtíðinni verður nefnt "olíuöldin" á svipaðan hátt og margfalt lengri tímabil í fornöld hafa fengið heitin steinöld og bronsöld. 

Olíuöldin verður á línuritum framtíðar um olíuframleiðslu sýnd eins og ógnarhár spjótsoddur upp og aftur niður á aðeins 200 ára tímabili. 

Andstæðingar aðgerða í loftslagsmálum forðast að minnast á aðgerðir vegna þurrðar á auðlindum jarðar, en aðgerðir vegna hvors tvegga byggjast á hinu sama, að skipta um orkugjafa. 

Það er eðlilegt að afneitararnir geri þetta, því að staðan varðandi helstu auðlindirnar er skýr: "Það eyðist, sem af er tekið." 

Sú mótbára gegn því að línan yfir olíframleiðsluna sé komin í topp og geti ekki annað en farið niður, að enn sé eftir að vinna olíu úr öflugum lindum í öðrum heimshlutum en Arabalöndum, heldur ekki vatni, því að ef þessar lindir væru svona hagkvæmar, væri þegar byrjað á að nýta þær. 

En þær eru i fyrsta lagi ekki eins miklar og núverandi lindir, og þar að auki er vinnslan margfalt dýrari. 

Meðal umhverfisverndarfólks hafa komið fram tillögur um skarpt átak til að loka þeim lindum sem eftir eru og geyma þær sem varasjóð handa komandi kynslóðum. 

Í því felst að komandi kynslóðir eigi að njóta jafns réttar við okkar kynslóð til að nýta þessar auðlind ef brýn nauðsyn krefði. 

En slíkt mega afneitunarsinnar ekki heyra nefnt. Ein af þeirra eftirlætis setningum er: "Komandi kynslóðir hafa ekkert gert fyrir okkur og þess vegna eigum við ekki að gera neitt fyrir þær." 

Ömurlegt sjónarmið.  


mbl.is Olíuævintýrum Dana að ljúka í Norðursjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo hillir líka undir miklu minni rafbíla.

Víða um lönd eru álíka umræður og skoðanaskipti um fararmáta í borgum og er hér á landi. Citroen Ami rafbíll

Þar er nú verið að brydda betur upp á millistigi á milli almenningssamgöngutækja eins og Borgarlínu og strætisvagna og hinna fullstóru einkabíls, sem áfram er eftirspurn eftir en taka mikið rými í gatnakerfinu. 

Þetta millistig er fólgið í litlum tveggja sæta rafbílum, sem einkum eru ætlaðir til nota í þrengslum borga og eru flestir það litlir, að hægt er að leggja tveimur til þremur þversum í núverandi bílastæði. Citroen Ami rafbíll. Inni

Sumir þeirra eru því innan við 2,5 metrar á lengd og allt niður í 1,25 m breiðir. 

Sá nýjasti er Citroen Ami, sem er 2,4 x 1,4 m og þannig byggður að hann er alveg eins á báðum hliðum og með alveg eins framenda og afturenda að frátöldum lit á ljósum, sem eru rauð að aftan en hvít að framan. 

Þetta er gert til þess að hægt sé að bjóða þennan bíl á verði allt niður í 6000 evrur, sem samsvarar um milljón krónum hér á landi. Samt verði full þægindi og hiti í þessum örbílum. Citroen Ami rafbíl. Fólk

Sams konar hurðir eru báðum megin á bílnum, og því opnast dyrnar farþegamegin á hefðbundinn hátt, en dyrnar bílstjóramegin "öfugt" eins og tíðkaðist á tímabili á fjórða áratug síðustu aldar.

Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd.  

Hámarkshraðinn er 45 km á klst og í Frakklandi mega 14 unglingar aka slíkum bílum, en 16 ára í flestum öðrum Evrópulöndum.  Beygjuhringurinn er sá knappasti í flotanum, 7,2 m í þvermál og þyngd bílsins aðeins um 500 kíló, enda eru rafhlöðurnar aðeins 6 kwst, sem gefur um 50 km drægni.  Rafaflið er um 9 hestöfl sem skilar bílnum þó á 5 sek upp í 45 km hraða. 

Drægnin ætti að vera næg, því að meðalvegalengd sem einkabílum er ekið í borgarumferð er rúmlega 30 km á dag. SEAT Minimo el-car (4)

Aðeins tekur 3,5 stundir að fullhlaða bílinn á venjulegu heimilisrafmagni, en því miður sýnist ekki vera gert ráð fyrir útskiptanlegum rafhlöðum, sem hins vegar verða aðalsmerki hins nýja SEAT Minimo, sem Volkswagenverksmiðjurnar hafa verið með á prjónunum og er kannski snjallasta lausnin. 

Í þeim bíl situr farþeginn þétt aftan við bílstjórann, en sú tilhögun fær fram bestu rýmisnýtinguna og minnstu loftmótstöðuna. micro-mobility-systems-microlino-2-2020-04-min-888x444

En á móti kemur að það tekur tíma að fá fólk til að sættast við þessa tilhögun og því eru Ami og Tazzari eins konar millistig sem tryggir það, að þeir tveir sem eru um borð verði varla varir við það hve bíllinn er smár af því að það fer nákvæmlega eins um þá og ef þeir sætu frammi í í fernra dyra bíl. Citroen-Ami-2021-800-03

Nægt rými er fyrir tvo og farangur í Citroen Ami og bæði fram- og afturendi bjóða upp á hönnun með ágætri árekstravörn, sem alveg vantar á hinn annars stórskemmtilega Microlino, af því að tærnar á fótum þeirra tveggja sem sitja í framenda Microlino, eru þétt upp við þröskuld dyranna, sem eru að framan og tryggja hámarknýtingu stæðis, sem bílnum væri lagt þversum í upp við gangstéttarbrún. 

Frést hefur að Kia verksmmiðjurnar séu að huga að svipuðum bíl og Citroen Ami, sjá mynd, sem verður sett hér neðst á síðuna.  

Fyrir á markaðnum hafa verið Renault Twizy og Tazzari Zero sem eru með 80 og 90 km hámarkshraða og Tazzari Zero með 100 km drægni, og hér á síðunnni hefur áður verið sagt frá Microlino sem stutt gæti verið í að fari í framleiðslu. Tazzari tveir bílar

Tveir Tazzari Zero bílar, sem hér sjást saman, eru hér á landi. Kia,rival to Ami


mbl.is Verð á bílum hefur þegar lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband