Bjartsýnin skilaði því miður ekki árangri heldur bakslagi.

Þegar Ísland var komið á grænan, síðar gulan lista hjá erlendum þjóðum, byggðist það á hörðum sóttvarnaraðgerðum og samtakamætti okkar, sem hafði komið viðmiðnartölum varðandi smit og andlát niður í eitt það lægsta sem fyrirfannst meðal þjóða. 

Ísland var fyrir vikið sett á grænan og síðar gulan lista hjá nógu mörgum þjóðum til þess að ferðamenn fóru aftur að koma til landsins. 

Í bjartsýninni, sem kviknaði við þetta, var slakað verulega á til að liðka fyrir hjá þeim atvinnugreinum, sem verst höfðu farið út úr fyrstu bylgju farsóttarinnar í vor. 

Þetta gekk vel í um það bil einn mánuð, en síðan kom heldur betur bakslag og við hrundum niður fyrir þau viðmiðunarmörk sem erlendis voru sett fyrir ferðum hingað og fórum á nýju inn á rauðan lista. 

Ekki er hægt að draga aðra ályktun af þessu aðra en að bjartsýnin hafi verið of mikil miðað við raunveruleikann.  

Er ekki rökrétt að álykta, að af því leiði, að nú sé ekki sami möguleikinn og var fyrr í sumar til þess að slaka og láta óraunhæfa bjartsýni ráða?  


mbl.is Bjartsýnin er farin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlýindin ein skapa flóðin.

Það var nokkuð óvenjulegt að fljúga í fyrradag eftir endilöngum Vatnajökli í árlegum hálendisleiðangri, og geta opnað hliðarglugga vélarinnar, sem er býsna stór, án þess að vera í neinni yfirhöfn. Enda hefur hitinn  þarna uppi í 1700 metra hæð verið allt að átta stig í plús! 

Herðubreið,Jökulsá á Fjöllum

Og í dag hefur líklega verið enn hlýrra.

Hitinn á Sauðárflugvelli, sem er skammt norður af Brúarjökli í 660 metra hæð yfir sjó var 20 stig í dag, 21 stig við Upptyppinga og 24 stig á Grímsstöðum, sannkallaður hnjúkaþeyr. 

Þessi þeyr er skraufþurr þannig að það er ör bráðnun stóru skriðjöklanna í norðanverðum jöklinum, sem skapar hin miklu flóð.  DSC00600

Herðubreiðarlindir eru rétt fyrir neðan ármót Jökulsár á Fjöllum og Kreppu, og vatnavextir í þessum tveimur ám skapa því flóð, sem fer yfir bakkana við lindirnar og skapa þar vandræði að því er heyra má í fréttum.

Efri myndin er af Jökulsá á Fjöllum með Herðubreið í baksýn, en myndin þar fyrir neðan var tekin af Grímsvötnum í fyrradag. 

Bráðnun íss í Grímsvötnum af völdum lofthita yfir frostmarki er lítil miðað við þá bráðnun, sem á sér stað af völdum jarðvarma undir Grímsvatnadaldinni fyrir norðan Grímsfjall og Svíahnjúka.IMG_0381

Búast má við að mikil bráðnun muni hraða fyllingu Hálslóns, sem er skammt frá Sauðárflugvellik, þannig að það geti farið á yfirfall fyrr en ella.   


mbl.is Þjóðvegur opnaður og staðan endurmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rauður listi eða ekki: 1 milljón á móti 364 þúsund = 2,75

Samanburður á smitum eða dauðsföllum hjá einstökum þjóðum er miðaður við fólksfjölda landanna, og þá oftast sýndur sem smit eða dauðföll á hverja milljón íbúa. 

Tíu dauðsföll á Íslandi samsvara 27 dauðsföllum á hverja milljón íbúa. 

Margföldunartöluna ca 2,7 er ágætt að hafa í huga, þegar ástandið hjá okkur er skoðað hjá okkur. 

Í hugarreikningi er gott að fást við tölur, sem tölurnar 9 eða 11 ganga upp í, því að ef margfaldað er með slíkum tölum, er best að margfalda fyrst með næstu heilu tölu, í okkar tilfelli tölunni þremur, en draga síðan einn tíunda frá. 

Í deilingu er aðferðin notuð með því að deila með þremur en bæta síðan einum tíunda við. 

Þegar aðrar þjóðir ákveða, hvort setja eigi Ísland á svokallaða rauða eða gula lista, er miðað við fjölda smita á hverja milljón íbúa. 

Sem dæmi má nefna tíu smit hér á landi, sem samsvara 27 smitum á hverja milljón, þannig að ef einhver erlend þjóð setur markið milli rauðs og guls lista við 20 smit, eru við 7 ofar og lendum þar með á rauðum lista. 


mbl.is Átta ný innanlandssmit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband