Enginn einn orkugjafi getur mettað óseðjandi orkufíkn jarðarbúa.

Í öllum þeim mörgu athugunum á möguleikum mismunandi orkugjafa til að að metta sívaxandi og óseðjandi orkufíkn jarðarbúa hefur niðurstaðan verið sú, að enginn einn þeirra geti einn og sér leyst þann mikla vanda.

Um miðja síðustu öld var ríkjandi mikil bjartsýni varðandi það að hægt yrði að láta kjarnorkuna eina leysa vandann, og olli þessi glæsta framtíðarsýn meðal annars því, að á sjötta áratugnum var það ein af helstu röksemdunum fyrir því að Íslendingar flýttu sér að virkja vatns- og jarðvarmaorku landsins áður en kjarnorkan gerði þá orkugjafa ósammkeppnishæfa. 

Í öllum draumum kjarnorkuunnenda var skautað frá hjá þeirri staðreynd, að hún er ekki endurnýjanlegur orkugjafi til lengdar vegna þess að birgðir uranium 235 eru takmarkaðar á jörðinni. 

Ef kjarnorkan ætti að anna allri þeirri ört vaxandi orkuþörf, sem mannkynið er haldið og koma algerlega í staðinn fyrir jarðefnaeldsneytið, sem allt snýst um á yfirstandandi olíuöld, myndi það þýða slíka margföldun kjarnorkuframleiðslunnar, að hún gerði lítið meira en að endast út þessa öld. 

Nefnd hafa verið þóríum kjarnorkuver, sem sýnast hafa marga kosti fram yfir úranium verin, en svo virðist sem aldveg dæmigerður "ókostur" þeirra hamli því að stórveldin snúi sér að þessum kosti: Það er ekki hægt að smíða kjarnorkuvopn á þennan hátt.  

Aðrar lausnir eins og að nota jarðargróða til að framleiða etanól eða aðra slíka orkugjafa gætu heldur ekki leyst dæmið einir og sér vegna þess að ekki veitir af þessari ræktun handa sveltandi heimi. 

Í allri umræðunni um hina bráðnauðsynlegu orku er yfirleitt sneytt fram hjá því, að það sé í raun galið að nota alltaf ítrustu sókn í orkubruðl og orkusóun sem forsendu í stað þess að snúa sér að uppsprettu vandans: Sívaxandi eftirsókn og eftirspurn eftir orku.   

Þetta er kannski svolítið svipað fyrirbæri og þegar öll viðleitnin til að fást við fíkniefnavanda heimsins felst í því að refsa framleiðendunum og herja á þeim, en gleyma því alveg, hvað það er sem knýr hina miklu fíkniefnaframleiðslu og sölu áfram. 

En það blasir raunar við; sívaxandi og óseðjandi eftirspurn neytendanna.  


mbl.is Kjarnorkuver í byggingu í 7 Evrópuríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar hraði og þægindi eru peningar, miklir peningar, og töf þýðir tap, mikið tap.

Hraði er uppspretta mikilla fjármuna, hvar sem litið er í nútíma þjóðfélagi. Tafir þýða tap og jafnvel algert hrun. 

Stundum virðist eins og að hraðaaukning skili sér best á vissu bili, eins og þegar Fokker skrúfuþotur styttu flugið milli Reykjavíkur og Akureyrar úr 70 mínútum niður í 45 mínútur. 

Tæpum áratug fyrr hafði ferðatíminn milli þessara tveggja staða styst um 20 mínútur þegar hægt var að lenda á nýjum Akureyrarflugvelli í stað flugvallar á Melgerðismelum, en áhrifin ekki eins geysimikil og 1964. 

Eftir á að hyggja, var sagt, að ef menn hefðu vitað fyrirfram, hve farþegum fjölgaði stórkostlega með hinum hraðskreiðu vélum, búnum jafnþrýstibúnaði, hefðu þær verið keyptar fyrr 

Annað dæmi er sú töf, sem verður á ferðum rafbíla vegna þess tíma, sem fer í að hlaða rafhlöðurnar. 

Nú hillir undir byltingu í gerð rafhjóla og lítilla rafbíla með útskiptanlegum rafhlöðum, sem tekur aðeins nokkrr sekúndur að skipta um á sérbúnum skiptistöðum í stað þess að eyða til þess dýrmætum tíma, jafnvel með því að bíða þar að auki í biðröð eftir því að komast að. 

Fyrstu bílarnir í sögunni voru hægfara sömuleiðis fyrstu flugvélarnar. Framfarir, einkum í hreyflasmíði, breyttu þessu. 

Nú er það ákall uppi, vegna gríðrlegra tafa í umferð flugfarþega um flugstöðvar heimsins, að þessar tafir og óþægindi verði kveðnar niður með nýrri tækni. 

Í upphafi hins löturhæga flugs Wright-bræðra og annarra frumkvöðla, óraði engan fyrir þeim ógnar hraðaframförum, sem framundan væru.   

Núna eru menn á byrjunarreit varðandi greiningu á smiti á drepsóttum, og það eru svo gríðarlegir fjármunir í húfi, að það getur varla verið spurning, að fundnar verði leiðir til að auka hraða og öryggi skimana stórlega.  

 


mbl.is Skila niðurstöðum um smit á 20 sekúndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frakkland: Samsvarar 162 látnum alls á Íslandi og 40 smituðum sl.sólarhring.

10 hafa látist hér á landi úr COVID-19, en 30.000 í Frakklandi. Miðað við fólksfjölda landanna samsvarar dánartalan í Frakklandi því að 162 hefðu látist hér á landi. 

Dánartíðnin hefur verið 16 sinnum meiri en hér á landi og smittíðnin sl. sólarhring er margfalt meiri en hér hefur verið. 

Veikin virðist enn vera í sókn hjá Frökkum eins og fleiri þjóðum. 

Þótt dánartíðnin sé líklega mikilvægari og gefi réttari mynd, er smittíðnin afar lúmsk tala, því að það sýnast lítil takmörk fyrir því hvernig áhrif og afleiðingar eru af hverju smiti fyrir sig. 

Og þegar þjóðir setja önnur lönd á rauðan lista eru það smitin, sem notast er við sem viðmið varðandi aðgerðir, sem bitna á ferðamannaumferðinni hjá báðum þjóðum. 

Reynslan hefur sýnt að staða veikinnar hjá öðrum þjóðum, sem við höfum samskipti við, er lítið minna áhyggjuefni fyrir okkur heldur en staðan hjá okkur sjálfum. 

Aðeins þurfti eitt eða tvö ný smit með nýrri gerð veirunnar til þess að skapa þá bylgju númer tvö, sem nú er glímt við hér á landi. 


mbl.is Smitfjöldi nær hæstu hæðum í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband