Ef Ísland ætti´að vera stikkfrí, hvers vegna ekki líka Lúxemborg og Malta?

Um alllangt skeið hefur því verið haldið staðfast fram af furðu mörgum, að Ísland eigi kröfu á því að fá undanþágu frá þátttöku í Parísarsamkomulaginu og áframhaldandi aðgerðum af því tagi, af því að þjóðin sé svo lítil. 

Mannkynið sé 25 þúsund ainnum fjölmennara en íbúar Íslands og því muni ekkert um okkur eða hugsanlegt framlag okkar til orkuskiptanna sem eru ein af forsendum minnkun á CO2 og fleiri gróðurhúsalofttegundum. 

Þessi söngur hefur heldur færst í aukana en hitt að undanförnu. 

Ef þessi rök um undanþágu fyrir Ísland ættu að vera tekin gild, sýnist ligga beint við að álíka stórar þjóðir, svo sem íbúar Lúxemborgar og Möltu ættu að eiga sömu kröfum. 

Og þyrfti ekki þjóðir til, heldur kæmu þá greina einstaka borgir og jafnvel héruð á borð við Þrændalög í Noregi sem eru mað svipaða íbúatölu og suðvesturhluti Íslands, og Þrándheimur er af svipaðri stærð og Reykjavík. 

Í ofanálag er leitun að svæði, sem hefur jafn líkt loftslag, hnattstöðu, efnahag, aðstæður og menningu og Ísland. 

 


mbl.is Sammála um að hlýnun fari ekki yfir 1,5 gráður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástandið á bráðamóttöku var slæmt og versnar sífellt.

Fyrir þeim, sem þurftu að fara á bráðamóttöku Landsspítans fyrir sex árum, blasti við ófremdarástand, sem þá leiddi til mikillar umræðu í þjóðfélaginu. Hún endaði með einhverri mestu þáttöku  sem um getur í undrskriftasöfnninni sem Kári Stefánsson stóð fyrir. 

Síðan þá liggur fyrir að síðustu tíu ár hefur skort að meðaltali um 6o milljarða króna á hverju ári til þess að við Íslendingar leggjum heilbrigðiskerfinu jafn mikið til og þjóðirnar í kringum okkur miðað við höfðatölu.  Á sama tíma fer öldruðum stöðugt fjölgandi og verkefnin vaxa með því.  

Síðuhafi hefur þurft nokkrum sinnum á þessum sex árum að fara á bráðamóttöku og sjá, að þrátt fyrir að í skoðanakönnun fyrir kosningarnar síðustu væri yfirgnæfandi fylgi fyrir því að gera heilbrigðismálin að mikilvægasta úrlausnarefni stjórnmálanna fer ástandið ekki batnandi, heldur síversnandi. 

Engin furða; ef það ætti að bæta almennilega úr sýna tölurnar frá OECD að við þyrftum að bæta alls um 60 milljörðum á ári til þess að bæta upp vanrækslu þessarar aldar í þessum málum. 


mbl.is Orðin lúin og segir aðstæðurnar óboðlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 31. október 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband