Sami höfuðgalli og á lögunum um Landsdóm.

Þegar fjallað var um Landsdóm í lagadeild Háskóla Íslands fyrir tæpum 60 árum vöktu lagagreinarnar um dóminn í stjórnarskránni svipaðar tilfinningar og skrýtið fornaldarfyrirbrigði, sem aldrei hafði verið beitt, og að best væri að leggja þetta fyrirbrigði niður. 

Fyrirsjáanleg væri hætta á því að í málarekstri fyrir slíkum dómi myndu þingmenn lenda í óbærilegri aðstöðu við að ráða úrslitum um sekt eða sakleysi vinnufélaga, sem oft voru sessunautar og höfðu bundist vinaböndum með árunum á þingi. 

Stjórnlagaráð afgreiddi málið með því að leggja dóminn niður og styrkja þess í stað stöðu dómskerfisins til að taka málið fyrir. 

Svipaður galli er einnig í kosnningaákvæðunum um kjörbréf þingmanna. Það býður augljóslega vandræðum heim að þingmenn séu að fjalla kjörbréf sjálfra sín.  

Sem betur fór var hinn illskásti af þremur slæmum kostum valinn á afgerandi hátt. 


mbl.is Kjörbréf allra þingmanna staðfest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Töðugjöldin voru íslenskur þakkargjörðardagur og uppskeruhátíð.

Í auglýsingu í útvarpi í dag hefur mátt heyra hvatningu til þess að gera hinn bandaríska Thanksgiving Day að íslenskum hátíðisdegi með þeim rökum að það sé gert víða um lönd og skuli dagurinn á Ísladi vera til heiðurs íslensku sauðkindinni. 

Aðeins eru nokkrir dagar síðan slatti af verslunum tók sig saman um að gera mestalla vikuna, fimm daga, að fimmföldum Black Friday.

Sagt er í auglýsingunni að fjölmargar þjóðir heims haldi Thanksgiving Day hátíðlegan á sama hátt og Bandaríkjamenn, væntanlega síðasta fimmtudag nóvembermánaðar eins og þar, en þetta er alrangt. 

Aðeins þrjár þjóðir í Norður-Ameríku gera slíkt. 

Hins vegar hafa hliðstæðir hátíðisdagar til að fagna lokum uppskerutímans verið haldnir víða, meðal annars á Íslandi í formi svonefndra töðugjalda. 

Ástæðan var ærin á hverjum bæ, því að það var einhver verðmætasti áfanginn í búskap hvers heimilis að öll hey væru komin í örugga geymslu og til taks yfir komandi vetur. 

Fátæk einstæð móðir tveggja barna var á norðlenskum bæ þar sem síðuhafi dvaldi í fimm sumur, og þetta var mesti hátíðisdagur þess árstíma á þeim bæ. 

Aðeins á töðugjöldum voru tertur og annar hátíðamatur hafður á borðum. 

Töðugjöldin voru ekki aðeins til að fagna því að sauðkindin hefði nóg að éta, heldur líka kýr, hestar og hænsn. 

Eltingarleikur hér á landi með snobbi fyrir bandarískri hefð vegna landtöku nokkurra landnena á austurströnd Bandaríkjanna fyrir um 300 árum verður æ hlálegri og fráleitari með hverju árinu og er stefnir í heimsmet. 

Það er sjálfsagt mál að halda hátíðlega uppskeruhátíð hér á landi, en ef slíkt er gert, þarf að vera fyrir hendi lágmarks samsvörun við íslenskar aðstæður. 


Stærri hlaup eðlileg og fyrirsjáanleg þróun?

Fyrir hamfarahlaupið mikla 1996 komu stór Skeiðarárhlaup með reglulegu millibili úr Grímsvötnum sem afleiðing af Gjálpargosinu fyrir norðan vötnin, sem bræddi gríðarlega mikinn ís og hann barst í vötnin, og það gríðarflóð losaði svo mikið um útfallið að það varð að mesta hamfararhlaupi hér á landi síðan í Kötlugosinu 1918. 

Eftir hið mikla rask af völdum hamfarahlaupsins hafa hlaup úr Grímsvötnum á meðan jökullinn hefur verið að sækja rólega í fyrra far. 

Nú virðist það vera að gerast að aðstæður við útfallið úr Grímsvötnum við austanvert Grímsfjall séu að líkjast því sem áður var og að mjög stórt hlaup sé að bresta á. 

Um miðja síðustu óld fóru jarðfræðingar að velta vöngum yfir því að atburðarás hamfara á þessu svæði gæti verið á tvennan hátt; fyrst eldgos og síðan hlaup af þess völdum, en einnig var sú tilgáta sett fram að hlaup geti vegna léttingar jökulsins í hlaupinu, kallað fram eldgos. 


mbl.is Vatnshæðin miklu meiri en fyrir síðustu hlaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að vera sjúklingur á bráðadeild er sláandi reynsla.

Vandinn á bráðadeild Landsspitalans hefur verið til umræðu meira og ninna í sjö ár hið minnsta. 

Fyrir fimm árum höguðu atvikin þannig til að síðuhafi lenti í þremur beinbrotsslysum á þremur árum, sem þörfnuðust innlagnar á bráðadeild með endurkomum. 

Um það leyti sem fyrsta slysið var fullyrti "kunnáttumaður" í Kastljósi að ekkert væri að á bráðadeild og þetta væri aðeins væl, leikaraskapur og tilbúningur hjá starfsfólkinu. 

Heimsóknir mínar á þessum árum sögðu allt aðra og raunverulegri sögu, sem ekki hefði birst svona skýr nema fyrir þá nánd við ófremdarástandið sem sannanlega er enginn leikaraskapur, heldur er ástandið í heild auðsjánlega með þá undirrót að spítalinn hefur verið sveltur lungann af þessari öld, og slíkt svelti safnast upp og verður ekki fjarlægt með því að smelle fingri.  


mbl.is Bjóða frægu fólki í heimsókn á Covid-deildir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. nóvember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband