Töðugjöldin voru íslenskur þakkargjörðardagur og uppskeruhátíð.

Í auglýsingu í útvarpi í dag hefur mátt heyra hvatningu til þess að gera hinn bandaríska Thanksgiving Day að íslenskum hátíðisdegi með þeim rökum að það sé gert víða um lönd og skuli dagurinn á Ísladi vera til heiðurs íslensku sauðkindinni. 

Aðeins eru nokkrir dagar síðan slatti af verslunum tók sig saman um að gera mestalla vikuna, fimm daga, að fimmföldum Black Friday.

Sagt er í auglýsingunni að fjölmargar þjóðir heims haldi Thanksgiving Day hátíðlegan á sama hátt og Bandaríkjamenn, væntanlega síðasta fimmtudag nóvembermánaðar eins og þar, en þetta er alrangt. 

Aðeins þrjár þjóðir í Norður-Ameríku gera slíkt. 

Hins vegar hafa hliðstæðir hátíðisdagar til að fagna lokum uppskerutímans verið haldnir víða, meðal annars á Íslandi í formi svonefndra töðugjalda. 

Ástæðan var ærin á hverjum bæ, því að það var einhver verðmætasti áfanginn í búskap hvers heimilis að öll hey væru komin í örugga geymslu og til taks yfir komandi vetur. 

Fátæk einstæð móðir tveggja barna var á norðlenskum bæ þar sem síðuhafi dvaldi í fimm sumur, og þetta var mesti hátíðisdagur þess árstíma á þeim bæ. 

Aðeins á töðugjöldum voru tertur og annar hátíðamatur hafður á borðum. 

Töðugjöldin voru ekki aðeins til að fagna því að sauðkindin hefði nóg að éta, heldur líka kýr, hestar og hænsn. 

Eltingarleikur hér á landi með snobbi fyrir bandarískri hefð vegna landtöku nokkurra landnena á austurströnd Bandaríkjanna fyrir um 300 árum verður æ hlálegri og fráleitari með hverju árinu og er stefnir í heimsmet. 

Það er sjálfsagt mál að halda hátíðlega uppskeruhátíð hér á landi, en ef slíkt er gert, þarf að vera fyrir hendi lágmarks samsvörun við íslenskar aðstæður. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband