Hluti draums frá 1965 og orkan er ekki endurnýjanleg.

Þeir, sem studdu Búrfellsvirkjun og álverið í Straumsvík á sjöunda áratug síðust aldar, gerðu það ekki aðeins vegna þess að þessar framkvæmdir myndu "skjóta nýjum stoðum undir hagkerfið" og að orkan yrði ódýrari í stórvirkjun heldur en í smærri virkjunum eins go við Sogið. 

Tvö önnur atriði vógu þungt. 

1. Samhliða álverinu myndu rísa upp verksmiðjur sem framleiddu fullunnar afurðir úr áli, til dæmis þakplötur úr áli, sem ekki tærðist. 

2. Orkan, sem beisluð yrði, væri og yrði endurnýjanleg orka. 

Hver varð siðan raunin?

1. Áratugir liðu, þar til nú, að það bólar á afleiddum iðnaði með fullunna vöru. Ein stórverksmiðja erlendis getur framleitt á hluta úr degi allar þakplótur úr áli sem Íslandingar þurfa árlega. Svipað gildir um fleiri fullunnar álvörur; hagkvæmni stærðar keppinautanna erlendis ræður úrslitum. Það sem verið er að gera hjá Norðuráli er aðeins hluti af draumnum frá 1965. 

2. Þróunin í virkjunum fyrir álverin hefur þróast í þá átt að æ stærri hluti hennar er fengin úr gufuaflsvirkjunum, þar sem ekki eru gerðar meiri kröfur til endurnýjanlegrar orku en þær, að orkan dugi í 50 ár. Það er ekki lengri ending en hjá kolaverum og ýsmum olíulindum heimsins, sem eru góð dæmi um óendurnýjanlega orku, öðru nafni rányrkju. 

Og í jökulánum, sem virkjaðar eru, fyllast miðlunarlón eins og Sultartangalón upp af aurseti, sem veldur vaxandi orkutapi.  


mbl.is Nýjar áherslur hjá Norðuráli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband