Er gúanófýla "peningalykt" ?

Sú var tíðin að lykt frá bræðslum var stundum kölluð peningalykt hér á landi. Dæmi um það var fnykurinn frá bræðslunni á Kletti í Reykjavík sem réttlætt var með því hve mikil peningaverðmæti hún skapaði. 

Þó er vitað að það að bræða fisk eins og loðnu og síld á þennan hátt skapar aðeins brot af þeim verðmætum, skapa má með veiðum á þessum fisktegundum og verkun þeirra á annan hátt. 

Fyrir rúmum áratug voru kynnt áform um risa olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum, sem áttu að bjarga byggð þar, því annars væri hún dauðadæmd. 

Sveitarstjóri Vesturbyggðar sagði að 99 prósent líkur væru á því að ein slík risi í Hvestudal. 

Í viðtali við bóndann þar kom fram, að hann hefði hætt við alls konar hugmyndir um nýtingu jarðarinnar og biði eftir olíuhreinsistöðinni. 

Þeir, sem höfðu efasemdir um þessa olíustóriðju voru úthrópaðir sem óvinir Vestfjarða. 

Þegar málið var skoðað nánar kom í ljós að að baki þessum stórfelldu framkvæmdum stóð skúffufyrirtæki í Skotlandi með enga peningaveltu. 

Síðuhafi fór í vettvangsferð til Noregs til að kynna sér þær tvær olíuhreinsistöðvar sem þar voru reistar á sínum tíma. 

Í tengslum við þá ferð kom í ljós að engin ný olíuhreinsistöð hefði verið reist í Evrópu í áratugi vegna hinnar miklu mengunar, sem af þeim stafar. 

Það fundust sem sagt ekki neinir sem vildu hafa slíkt skrímsli í nágrenni við sig. 

Nema Íslendingar, sem þyrsti í slíkt. 

Nú fréttist af því að Mosfellingar vilji ekki hlaupa til við að fá til sín mengandi sorpeyðingarstöð.  

Það er athyglisvert. 

 

 


mbl.is Samþykkir hvorki mengun, lykt né sjónræn áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eysteinn Jónsson og Birgir Kjaran voru meðal brautryðjenda í friðunum.

Í viðtengri frétt á mbl.is greinir frá málaferlum vegna afsals lands frá ellefu jörðum í Kelduneshreppi í Norður-Þingeyjarsýslu til Sandgræðslu Íslands 1939. 

Nafni Sandgræðslunnar var síðar breytt í Landgræðslu Íslands og þegar félagið Landvernd var stofnað var eitt höfuðstefnumál þess að stuðla að landgræðslu og vexti og viðgangi Landgræðslu Íslands. 

1939 voru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur í stjórn ásamt Alþýðuflokki, og var þjóðin kölluð Þjóðstjórn og mynduð á sem breiðustum grundvelli vegna hættu á allsherjarstríði í Evrópu, sem hófst rúmum mánuði fyrir friðun landsins í Kelduneshreppi. 

Ekki ósvipaður grundvöllur ríkisstjórnar og nú er.  

Þegar tíminn leið eftir stríðslok komust tveir af forystumönnum Sjalla og Framsóknar til áhrifa í Náttúruverndarráði eftir að það var stofnað og beittu sér ötullega fyrir friðun verðmætra staða og svæða í náttúru Íslands. 

Þetta voru þeir Birgir Kjaran þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Eystinn Jónsson, sem var fjármálaráðherra 1934-1942 og 1947-1860 og var eftir það varaformaður Framsóknarflokksins og loks formaður flukksins og Forseti Sameinaðs Alþingis. 

Á árum hans í Náttúruverndarráði voru fleiri staðir friðaðir og / eða settir á Náttúruminjaskrá en nokkru sinni á síðustu öld. 

Og á ellefu hundrað ára afmæli landnáms, sem haldið var hátíðlegt á Þingvöllum með hátíðarfundi Alþingis þar sem samþykkt var svonefnd þjóðargjöf til Landgræðslunnar. 

Það gæti verið hollt fyrir núlifandi Íslendinga að hafa framlag og baráttu Eysteins Jónssonar og Birgis Kjarans í huga, áhrifamanna í þeim flokkum sem á þessari öld virðast hafa gleymt afrekum þessara tveggja manna.  


mbl.is Ríkinu var dæmt landið og veiðiréttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband