Þarf þá ekki að reka sóttvarnarlæknana í öðrum löndum líka?

Eftir að Covid-19 hefur grasserað í tæp tvö er algengasta mynd faraldursins í grófum dráttum sú, að eftir að slakað hefur verið á sóttvarnarráðstöfunum, hefur riðið yfir ný bylgja farsóttarinnar, svo að orðið hefur að herða sóttvarnaraðgerðir á ný. 

Þetta hefur gerst hvað eftir annað í flestum ríkjum, meðal annars hér á landi haustið 2020 og svo aftur núna. 

Í viðtengdri frétt á mbl.is um þetta mál kemur fram í viðtali við lögmann samtaka um frelsi og afnám ráðstefana sóttvarnarlæknis, að nú eigi hann að segja af sér og "taka ábyrgð" á ástandinu. 

Er þróun mála hér þessa dagana þó ekkert frábrugðin því sem er og hefur verið í fjölmörgum öðrum löndum á undan okkar landi þar sem sóttvarnarlæknar þeirra landa sitja sem fastast.

Það þarf aðeins nánari útskýringu á því hvers vegna besta ráðið hér á landi gegn heimsfaraldri sé að aflétta öllum varnaraðgerðum og reka sóttvarnarlækninn.   

 

 


mbl.is Finnst að Þórólfur eigi að segja af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða fleiri á faraldsfæti og ný mynd í borginni?

Brotthvarf Eyþórs Arnalds úr borgarpólitíkinni gæti verið hluti af víðtækari undirliggjandi straumum á þessum vettvangi. 

Bogarstjóri hefur til dæmis ekki tekið endanlega af skarið um sitt frammboð, og þar sem mannaskipti hjá stjórnarandstöðunni virðast geta orðið hvar sem er, er slík afstaða Dags ekki bara skiljanleg, heldur fullkomlega eðlileg. 


mbl.is Eyþór Arnalds gefur ekki kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband